Litli Bergþór - 01.12.2009, Síða 15

Litli Bergþór - 01.12.2009, Síða 15
prestinn með messur og eins í sambandi við sumartón- leikana, það er að sjá um þrif á kirkjunni og sjá um að allt sé í góðu lagi en hafa annars samband við mig ef það er eitthvað sem þarf að lagfæra. Ég sé til þess að þau tæki og tól sem þarf að nota við slátt og umhirðu séu í lagi og að því sé sinnt. En á veturnar þegar að kirkjuverðir eru ekki héma þá sjáum við um þrifin, séra Egill leitar þá til mín í sambandi við kirkjuna ef óskað er eftir minni aðstoð en sóknarprestur heldur utan um bókanir í kirkjuna. Sú vinna sem viðkemur kirkjunni gengur yfirleitt fyrir og þarf ég stundum að hliðra til mínum verkum til að geta sinnt því. Kirkjubóndi eins og ég þarf að taka heilmikið tillit til þess að hann býr á stað sem þess- um, hann þarf að haga vélaumferð í samræmi við það sem fram fer á staðnum. Ég þarf að taka tillit til þess hvar ég bý og haga mínum verkum þannig að það sé í fulkominni sátt við staðinn. Sambúðin við staðarfólk hefur gengið mjög vel og alveg ágreiningslaust. Mér finnst undantekningalaust gaman að búa hérna. Það eru forréttindi að fá að vera með fjölskyldu sinni á þessum fallega stað í tengslum við náttúruna, dýrin og umhverfið. Við þökkum Guttormi kœrlegafyrir viðtalið og óskum honum og fjölskyldu hans alls liins besta. S.T. Vísur eftir Halldór Þórðarson á Litla-Fljóti Fyrsta koma á heilsuhælið í Hveragerði, kom eftir kvöldmat og var ekkert boðið. Hér er fátt um fínan drátt fremur bágt til veiða. Er því dátt að eyða nátt einn við hátt að seiða. Kvöld Degi hallar daprast sjón, drýgjast skugga fjöldin. Ekki hef ég af því tjón inni að sitja á kvöldin. Leir Lekur héma leir úr penna látið ykkur þola það. Ekki skal ég öðrum kenna, eðalvísur festa á blað. Á Syndinni Inn á Synd við engilmynd augna yndi festi. Örvast girnd og ástin blind, uppi á tindi hvessti. Bjamabúð Reykfioítí. Verslun og bensínafgreiðsla Opið alla daga frá 9:00 til 18:00 Laugardaga og sunnudaga 11:00 til 18:00 Allar almennar matvörur og olíur 15 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.