Litli Bergþór - 01.12.2009, Qupperneq 20

Litli Bergþór - 01.12.2009, Qupperneq 20
Smásagna- og ljóðasamkeppni Grunnskóla Bláskógabyggðar, verðlaunasögur og ljóð Ljóð Foreldrar Þó á landinu ríki kreppa, Mamrna, þú ert mér allt. Og sú ákvörðun að taka upp evruna gæti ekki verið hægari. minn innri styrkur, fegurðin öll. Þá segist Davíð ekki krónunni vilja sleppa, Hvað sem ég hef gert, og stjórnmálamenn eru alltaf mikilvægari. hvenær sem er. Allir neita þeir að hætta, Þegar ég þín þarfnast, þú stendur hjá mér. og um það þýðir ekki að þræta. Allmargir á mótmælafundi mæta. Pabbi, þetta hefur verið púl, Og segja að með kosningum í vor, landið væri hægt að bæta. pápi ég þakka þér. En eins og einhver sagði, „Þið eruð ekki þjóðin“. Hjartað mitt geymir hjarta þitt, hvert sem ég fer. En sama hvað gerist við missum aldrei móðinn, Kannski þú kennir mér, og á meðan ég man, hvað varð um alþjóðagjaldeyrissjóðinn? kunni ég ei að bjarga mér. Snœr Snœbjörnsson 10. bekk. Sigrún Asta Brynjarsdóttir 8.bekk Ferðalag A grænu túni með gulum blómum eru margar kindur, kemur einn myndarlegur piltur og syngur vögguvísur, klappar kindunum og heldur leið sinni áfram. Hákon Fannar Briem 9.bekk Alltaf er allt eins alla daga Anna Karítas Omarsdóttir Sagan lenti í öðru sœti í 10. bekk Dagurinn byrjaði eins og svo margir aðrir dagar, með rigningu og roki. Pálína, sem fertug var að aldri og fyrrverandi banka- starfsmaður, vaknaði eldsnemma eins og alla daga. Hún leit út um gluggann, hugsaði með sér að það yrði ekki gaman að fljúga til Akureyrar í þessu veðri. Hún sem átti að mæta í viðtal út af vinnu við nýja hótelið á Hóli. Eftir hádegi ók Pálína út á flugvöll og eftir heil- mikla umhugsun ákvað hún að skella sér upp í flugvélina, stuttu seinna fór flugvélin á loft og flaug til Akureyrar. Þegar þangað var komið tók Pálína rútu að Hóli. Á Hóli hafði verið meðferðarheimili fyrir ungl- inga en það hafði verið lagt niður og nú var verið að opna hótel á staðnum. Þegar Pálína steig út úr rútunni heyrði hún öskur sem kom frá húsinu. Hún flýtti sér að húsinu og sá þá að aðaldyrnar voru opnar. Hún gekk hikandi inn og leit í allar áttir og hlustaði eftir hljóði. Hún kallaði hátt hvort einhver væri í húsinu en ekkert svar kom. Pálína sá stiga sem lá upp á aðra hæð hússins og ákvað að ganga þangað upp og vonaði að hún myndi hitta ein- hvern sem gæti upplýst hana um vinnuna og öskrið. Þegar Pálína kom upp stigann mætti hún gömlum manni. Hann sagðist heita Jónas og spurði hvað hann gæti gert fyrir hana. Hún sagðist vera komin í starfs- viðtal. Ætlaði Pálína að fara að spyrja Jónas um öskrið en hætti við það því henni fannst hann vera svolítið dularfullur. Jónas bað Pálínu að fylgja sér niður á skrifstofu hótelsins því að þar biði sonur hans eftir henni því hann væri hótelstjórinn. Pálína fylgdi Jónasi eftir og fljótlega komu þau inn í lítið herbergi þar sem myndar- legur ungur maður, sem hét Sverrir, sat við skrifborð. Ræddu þau saman um starfið og niðurstaðan varð sú að Pálína var ráðin og átti að búa í lítilli íbúð á hótelinu. Þegar Pálína var komin upp í íbúð og byrjuð að taka upp úr töskunum heyrði hún að öskrað var aftur. Hún gekk út og reyndi að finna út hvaðan öskrið kom. Að lokum stóð hún fyrir framan dyr á herbergi sem hún taldi að öskrin kæmu frá. Pálína opnaði dyrnar og gekk inn og sá þá að hún var stödd í eldhúsinu. Við eldavélina stóðu kokkurinn og aðstoðarmaður hans, þeir rifust svo heiftarlega að öskrin í þeim heyrðust út á lóð hótelsins. Þegar Pálína gekk að þeim heyrði hún að kokkurinn var að skamma aðstoðarmann sinn og sagði að hann yrði að taka sig á við sósugerði- na því þetta væri eins alla daga, alltaf brynni sósan við. Litli Bergþór 20

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.