Litli Bergþór - 01.12.2009, Qupperneq 21

Litli Bergþór - 01.12.2009, Qupperneq 21
Dísa litla Karen Gígja Agnarsdóttur Verðlaunasaga úr 7. bekk Lítil, ljóshærð stelpa með liðað hár skokkar niður Lauga- veginn á jóladagsmorgni. Hún heitir Dísa og er átta ára, býr í litlu, rauðu húsi efst á Laugaveginum með mömmu sinni og pabba. Á hverjum morgni klukkan átta, í tvö ár, hef ég fylgst með henni skokka niður Laugaveginn, sama hvernig viðrar. í hend- inni hefur hún lítinn brauðpoka. Hún nemur staðar við tjörnina og mylur brauðið í litla mola og gefur öndunum. Svo skokkar hún glöð í bragði aftur heim til sín. Mamma hennar er mjög veik og hefur verið í rúmt eitt og hálft ár. Þau eru mjög fátæk. Þess vegna er mjög erfitt að fá læknishjálp fyrir mömmu hennar. En þennan jóladagsmorgun er eitthvað öðruvísi. Þegar ég geng að glugganum og ætla að fylgjast með Dísu er hún þar ekki. Missti ég af henni? Hvar er hún? Fimm mínútum seinna kemur hún gangandi út um dyrnar. Hún er döpur og tárin streyma niður kinnarnar á henni. Svo röltir hún hægt og rólega niður Laugaveginn, nemur staðar eins og vanalega við tjörni- na, sest niður á lítinn bekk og kúrir sig niður. Ég veit ekki hvað ég á að taka til bragðs. En eftir 15 mínútur hefur hún ekki hreyft sig svo ég skýst í skóna mína, gríp jakkann og hleyp í átt til Dísu, sem liggur þarna hreyfingarlaus. Ég hægi á mér. Þegar ég nálgast hana, geng ég að henni og sest við hlið hennar. Hún rís upp og þama sitjum við. Ég veit ekki hvað ég á að segja. Allt í einu segir hún: „Mamma er farin”. Ég lít á hana og spyr: „Hvað meinarðu”? „Mamma dó í nótt. Hún er farin til Guðs”. Ég tek utan um hana, þrýsti henni að mér og segi: „Þetta verður allt í lagi. Svona gerist, sumir lifa lengi, aðrir stutt”. „En mamma var bara 26 ára og hún er farin og ég sé hana aldrei aftur”. Ég lít aftur á hana og spyr: „Trúir þú á himnaríki”? „Já“, svarar hún. „Þá veistu að þegar þú deyrð ferðu til hennar”. „Já, ég veit það. Ekki hafa áhyggjur af þessu”. Löng þögn. Svo spyr ég hana hvort ég eigi ekki að fylgja henni heim. Hún kinkar kolli og stekkur á fætur. Ég stend upp og tek í hönd hennar. Svo röltum við saman upp Laugaveginn. Þegar við komum að húsinu hennar nem ég staðar, beygi mig niður og horfi á hana. Það renna tár niður kinnar hennar. Hún spyr mig svo hvað ég heiti. „Anna heiti ég og ég bý þarna”. Ég bendi henni á húsið mitt. „Þú mátt alltaf koma og heimsækja mig ef þig langar til þess. Ég er alltaf heima”, segi ég og brosi til hennar. Það kemur smá bros, svo fer hún að hágráta og stekkur upp í fangið á mér og segir: „Ég þekki þig ekki neitt, en ég veit innst inni að ég get treyst þér. Takk”, bætti hún við. Eftir smástund hleypur hún upp tröppur- nar að húsinu sínu en áður en hún opnar dyrnar lítur hún á mig og brosir, opnar dyrnar og gengur inn. Ég geng heim. Næstu tvo daga get ég ekki hugsað um annað. Ég er alltaf að líta út um gluggann og horfi mikið á þetta litla, rauða hús sem Dísa býr í, en aldrei er nein hreyfing þar. Á fimmta degi er bankað á hurðina mína. Ég opna, þar stendur hún brosandi með blóm í höndinni og segir að í dag eigi að jarða mömmu og „mig langaði að sjá þig, því þú sagðir við mig að þetta yrði allt í lagi. Það fékk mig til að hugsa að þetta væri kannski það besta sem gat gerst því mömmu leið hvort sem er svo illa, svo ég ætla að halda áfram lífinu. Ég og pabbi erum búin að ákveða að lifa með þessu. Ég vildi bara þakka þér fyrir að hafa komið til mín, þorað að setjast hjá mér og tala við mig. Ef ég hefði ekki hitt þig, væri ég örugglega ekki hér núna”. Ég brosi og veit ekki hvað ég á að segja svo að Dísa byrjar bara að tala aftur. „En ég held ég fari núna”. Hún réttir mér blómið sem hún var með í höndinni og gengur í burtu. Ég hleyp á eftir henni og gríp í hana. Þá stekkur hún í fangið á mér. Ég tárast. Þetta kennir mér hvað falleg orð skipta miklu máli og það borgar sig að vera góður við alla. Eftir þetta kemur Dísa til mín á hverjum morgni þegar hún er búin að gefa öndunum, við tölum um allt og við erum núna bestu vinkonur. Hin mörgu andlit Borghildar Halldóra Skúladóttir Verðlaunasaga tír 10. bekk Halló, ég heiti Svanborg. Það er erfitt að tala um þetta en mér fannst ég þurfa að segja frá þessu. Alveg frá því að við vorum börn var hún Borghildur alltaf sérstök og fólk starði á hana, ekki bara út af þeirri staðreynd að við erum samvaxnar heldur líka að það var eitthvað sérstakt við hana. Þegar við vorum yngri fannst okkur gaman að klæða okkur í búninga og þykjast vera mismunandi persónur en Borghildur vissi aldrei hvenær ætti að hætta. Hún var oft í gervi í marga daga. Uppáhaldspersónurnar hennar voru Rosetta, spænska senjorítan með rosalega hreiminn og sjóarinn ruddalegi. Þegar hún var sjóarinn blótaði hún hrikalega og var oft árásargjörn. Þegar við fórum að eldast gáfu foreldrar okkar okkur tík sem að kom seinna í ljós að var hvolpafull. Þegar hvolparnir komu vissi ég ekkert skemmtilegra en að klappa þeim en Borghildur sagðist ekki þola þá. Einn daginn var ég að lesa bók inni í stofu og hvolparnir léku sér á gólfinu. Áður en ég vissi af var Borghildur búin að taka einn hvolpinn upp og sagðist ætla að þagga niður í honum fyrir fullt og allt og henti honum út um gluggann. Hann féll niður átta hæðir og dó samstundis. Eftir það ákváðu mamma og pabbi að láta Borghildi fara í læknisskoðun. Við biðum lengi ettir niðurstöðunni en loksins sögðu læknarnir okkur að Borghildur væri klofinn persónuleiki. Eftir að fréttin um sjúkdóminn dreifðist um bæinn fór fólk að horfa á hana öðru vísi og þó ég hafi aldrei horft í augun á henni nema í gegnum spegii sá ég samt að blikið sem hún hafði einu sinni haft var horfið og ég sá það aldrei aftur. Stuttu eftir að niðurstöðurnar bárust vaknaði ég við öskur í Borghildi og skerandi sársauka í fætinum. Ég reyndi að setjast upp en Borghildur lá stíf eins og spíta. Sjóarinn var mættur. Ég þreifaði á fætinum og fann að hún hafði stungið mig með silfurbréfahnífnum sem ég hafði gefið henn í jólagjöf árið áður. Læknarnir stungu upp á að hún yrði lögð inn á Geðdeild Landsspítalans en foreldrar okkar sögðu að hún þyrfti þess ekki. Þá sögðu læknarnir að Borghildur þyrfti að fá lyf til þess að hún breyttist ekki eins oft f sjóarann. Þeir voru hins vegar ekki vissir hvaða áhrif það myndi hafa á mig því að við deild- um blóðrás. Nú eru liðnir tveir mánuðir og lyfin hafa ekki haft neinar sýnilegar aukaverkanir, sem betur fer. En hafið mig afsakaða á meðan ég þagga niður í helvítis hundinum. Fyrir fullt og allt... 21 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.