Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1991, Page 7

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1991, Page 7
7 þessi kona, sem varð kona Finns í Kaldárhöfða af þeirri ástæðu einni saman, að annarri konu er ekki til að dreifa. Guðrúnu, f. um 1790, Guðmundsdóttur þekki ég ekki.' Eitt er þó víst: Það er engin með þessu nafni og á þessum aldri í Árnessýslu 1801, sem gæti verið 55 ára ekkja á Snæfoksstöðum 1845. Annaðhvort er hún utan sýslu eða þá, sem er líklega réttara, að hún er alls ekki fædd 1801 og þá skráð allt of gömul í manntalinu 1845." Vantalin er [á ættartré Steinunnar Tómasdóttur, bls. 6 í nóvemberhefti fréttabréfsins] fyrri kona Jóns Sigurðssonar silfursmiðs á Bíldsfelli. Hún var Sólveig Þorvarðsdóttir, bónda á Villingavatni, Bjarnasonar. Sjá Blöndu VIII, bls. 152. Einnig vantar konu Ófeigs Sigmundssonar. Hún var Jódís, f. um 1725, Þorsteinsdóttir bónda í Vestra-Geldingaholti og víðar Bergþórssonar. Sjá Snókdalín, bls. 784. Halldór Gestsson. Halldóri Þökkum við greinargóð, ýtarleg svör. Að endingu birtist hér nákvæm ættarskrá frá Guðjóni Óskari Jónssyni, sem er einhver fróðasti maður um sunnlenzkar ættir. Viðaukar við ættarskrá Steinunnar Tómasdóttur Rúða 2 [þ.e. 2. reitur á ættartré Steinunnar í nóvemberhefti fréttabréfs- ins]: Tómas Finnsson dó 3. maí 1932 í Reykjavík. Er hjá móður sinni í Miðdalskoti 1880. Rúða 5: Guðrún Guðmundsdóttir, f. 13. marz 1829 í Austurey. Ekkja í Miðdalskoti í Laugardal 1880, vinnukona.1'" Rúða 10: Guðmundur Tómasson [faðir Guðrúnar í rúðu 5], bóndi í Austurey í Laugardal og Þórisstöðum í Grímsnesi, f. 28. ág. 1796 í Hellu- dal, Biskupstungum, d. 28. sept. 1863 í Efstadal í Laugardal. i Um hana eru upplýsingar í grein Guðjóns Óskars Jónssonar hér á eftir. ii Eins og Guðjón Óskar tekur fram, er hún gift á Snæfoksstöðum 1835, en ekkja þar 1840,1845 og 1850. Á manntali 2. febr. 1835 er hún ekki skráð á Snæfoksstöðum, en 1840 er hún ekkja þar, aldur: 30? (svo), en á spássíu (í vélrituðu eintaki Þjskjs.) stendur: "40 ára? 50 ára?" 1845 er hún sögð 55 ára, en 1850 er hún sögð 61 árs, vk. þar, fædd í sókninni. Af þessu að ráða þykir mér strax ósennilegt, að hún sé fædd eftir 1801. En sú Guðrún Guðmundsdóttir, sem Guðjón Óskar bendir á hér á eftir, er hjá for. sínum í Klaustur- hólakoti 1801, þá sögð 15 ára (Mt. 1801, SA, 289). Það er sennilegasti aldur hennar. - Ritstj. iiÍDánardagur hennar og nöfn bama hennar koma hér fram á undan, í upplýsingum Kristins Júlíussonar.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.