Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2002, Qupperneq 5

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2002, Qupperneq 5
Fréttabréf ættfræðifélagsins í janúar 2002 Einhver ítök mun Björn Magnússon þá hafa átt í jörðinni því að árið 1634 meðkennir Björn að hann hafi „gefið“ bróðursyni sínum Guðmundi Jónssyni 20 hndr. í jörðinni Auðshaugi í Brjánslækjarkirkju- sókn. Þetta gefur Björn upp í löggjöf sína og fyrir elskusemi og auðmjúka þénustu, sem Guðmundur hafi jafnan auðsýnt honum, en með því skilyrði, að þessi 20 hndr. renni aftur til Björns, auðnist Guðmundi ekki að eignast skilgetið bam.4 Það hefur gengið eftir, því að Jón sonur hans fæddist árið 1654 samkvæmt manntalinu 1703.5 Til gamans má geta þess að Bjöm ungur sést á stórri minningartöflu frá Hagakirkju á Barðaströnd, en sú tafla er nú á Þjóðminjasafninu. Björn er þar með foreldrum sínum, Magnúsi prúða og Ragnheiði Eggertsdóttur Hannessonar og systkinum sínum. Vísast gætu mennimir á prédikunarstólnum sagt okkur miklu meira um allt þetta fólk, ef við kynnum að túlka frásögn þeirra . Eg vil benda ykkur á, að þær mannamyndir, þ.e. myndimar af guðspjallamönnun- um og Maríu og Jóhannesi, gætu vel átt sér ákveðnar fyrirmyndir. Guðspjallamennimir bera hver sitt ólíka svipmót, og klæðnaður þeirra er misíburðarmikill. Gætu fyrirmyndimar verið ákveðnir kennimenn á Islandi árið 1617? Það er áleitin spuming, því ég er nær fullviss um að þau sem standa við kross Krists eru ekki aðeins María og Jóhannes, eins og hefðin og skrá Þjóðminjasafnsins vill vera láta, heldur eru þetta einnig myndir af brúðhjónunum Helgu Arngríms- dóttur lærða og Bimi Magnússyni sýslumanni sent giftu sig sama ár og stóllinn var smíðaður. Altarið úr Flatey Ég hefi valið að fjalla næst um gamalt altari og leifar af kirkjuhurð, báðir þessir útskornu gripir eru ættaðir úr kirkjunni í Flatey á Breiðafirði. Og á altarinu er ártalið 1742. Þá vitum við að altarið er smíðað af manni sem var uppi á sitt besta um miðja 18. öld. Þetta er fágætlega merkilegt og vel smíðað altari, og hefur verið enn fegurra nýtt með upprunalegum litum, sem við sjáum aðeins glitta í undir þykkri málningu. Ég skrifaði stuttan pistil um þetta altari í bók Þjóðminjasafnsins „Gersemar og þarfaþing“ árið 1993 á 130 ára afmæli safnsins. Ég eyddi miklu púðri í að lesa kirkjustól Flateyjarkirkju og leita að heimildum um þá menn sem komu nálægt kirkju- smíðinni í Flatey á þessum tíma, það er árið 1742, til þess að reyna að finna eitthvað um smiðinn og gefandann. Mér varð talsvert ágengt. Altarið reyndist tillagt af ungum skólapilti í Skálholti, Eggerti syni Orms Daðasonar sýslumanns Barðstrendinga. Það Altarið úr Flatey. þótti mér ákaflega einkennilegt, því Eggert var aðeins rúmlega tvítugur og átti ekkert undir sér, að ég hélt, - nema forríkan föður. Og hvers vegna skyldi strákur vera að gefa Flateyjarkirkju þetta dýrindis- altari? Eggert, þessi sonur Orms Daðasonar og konu hans Ragnheiðar Þorsteinsdóttur frá Skarði, alinn upp í Fagradal, var tekinn í Skálholtsskóla 1739, og varð einmitt stúdent þetta sama ár, 1742, þá 24 ára gamall. En þann vetur hafði Eggert gert ungri stúlku bam. Stúlkan hét Helga Gísladóttir og var að mig minnir þjónusta í Skálholti. 25. janúar 1743 er Eggerti veitt uppreisn fyrir bameignabrot. Ætli að það hljóti ekki að vera tengsl á milli þessarar stórgjafar til kirkjunnar í Flatey og þessa bameignar- brots skólapiltsins og uppreisnar hans? Eggert kvæntist síðar frænku sinni, sýslumannsdótturinni frá Skarði, Þorbjörgu dóttur Bjarna ríka Péturssonar, gerðist prestur í Selárdal og bjó þar rausnarbúi til dauðadags. Þegar altarið góða kom í Flateyjarkirkju nýsmíð- að árið 1742, treystu menn sér ekki til þess að meta það til fjár, en í prófastsvísitasíu tveimur árum síðar er það virt af tveimur valinkunnum mönnum á 10 ríksidali sem voru heilmiklir peningar. Smiðsins er hvergi getið.6 4 Jarðabréf frá 16. og 17. öld, s. 122. 5 Manntal á íslandi 1703, s. 188. 6 Gersemar og þarfaþing, Reykjavík 1994, s. 42-43. http://www.vortex.is/aett 5 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.