Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2002, Qupperneq 6

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2002, Qupperneq 6
Fréttabréf ættfræðifélagsins í janúar 2002 Svo gerðist það skömmu eftir að bókin kom út að ég var að leita í bréfaskriftum Matthíasar Þórðar- sonar þjóðminjavarðar, og rakst þar á lítinn miða, sem hafði fylgt sendingunni frá Flatey árið 1928. Þar er hripað á með blýanti: „altarið er eftir Ólaf föður Eggerts Ólafssonar."7 Þetta þótti mér skrítið, og þykir enn. Matthías Þórðarson skráði altarið í bækur Þjóðminjasafnsins 29. febrúar 1928, og sleppti þá þessum upplýsingum. Hvers vegna? Hann hefur vísast ekki lagt trúnað á upplýsingamar. Hvað gerir maður þá? Eg hefi reynt að lesa það sem tiltækt er um Ólaf Gunnlaugsson föður Eggerts Ólafssonar skálds og varalögmanns. Það er tekið fram að hann hafi verið merkisbóndi og athafna- maður, og skáld, - en ég gat hvergi fundið því stað að hann hafi fengist við smíðar og verið hagur. Hann átti vissulega hagleiks böm. Jón yngri, sonur hans, stúdent í Kaupmannahöfn var mjög listfengur, fékk þau ummæli er hann útskrifaðist úr Skálholtsskóla að hann bæri af öðrum í teikningu og málaralist. Til em myndir sem hann teiknaði í ferðabók Eggerts bróður síns og Bjarna Pálssonar. En það eru ekki nægileg rök fyrir því að faðirinn hafi verið hagleikssmiður. Sá sem smíðaði þetta forláta altari hefur smíðað fleira í kirkjuna, því varðveist hefur hurðarbrot með nákvæmlega sama útskurði. Það er sérkennileg gagnskorin rós negld á hurðarspjöldin, og hefur verið líkt við bókahnúta Guðbrands biskups, þá sem skreyta biblíu hans. Ólafur Gunnlaugsson bjó á föðurleifð sinni í Svefneyjum að minnsta kosti á ámnum 1735 til 1753, það er á þeim tíma sem þessi kirkja í Flatey var í smíðum. Þau hjónin fluttu til Rannveigar dóttur sinnar og manns hennar Bjöms Halldórssonar í Sauðlauksadal og gáfu kirkjunni þar mjög vandaðan predikunarstól í legkaup eftir sig, stóllinn er enn í kirkjunni. Það er ekkert líkt með þeim tveimur gripum. Gripimir úr Flateyjarkirkju eru allir útskomir af miklum skurðsnillingi, en stóll- inn í Sauðlauksdal eru án útskurðar, en með merki- legum málverkum. Handbragðið með öðmm orðum gjörólíkt. Hvað er til ráða? Matthías hefur alveg sleppt að geta höfundar í skrá sinni, - ekki tekið mark á miðanum. Þá fékk ég hugljómun. Skildi það geta verið Ólafur, faðir Eggerts Ólafssonar í Hergilsey. Þeir vom samtímamenn við Breiðafjörð. Eggert sá var fæddur í Rauðsdal á Barðaströnd, en mun hafa flutt með foreldrum sínum út í Flatey um 1740. Eggert setti síðar bú í Hergilsey og reisti þar byggð úr auðn, eins og Páll Eggert Ólason kemst að orði. Frá honum 7 Bréfasafn Þjms. 1928. er kominn mikill ættbogi, meðal annars undirrituð. Það er lítið vitað um Ólaf Bjarnason föður Eggerts, en hann er titlaður bóndi í Flatey að minnsta kosti á árunum 1740-1752. í Eylendu er sagt að þau hjón hafi verið fátæk er þau komu út í Flatey. Hann er sagður sjósóknari góður, en lítill búmaður. Hvað skildi hann hafa verið að dunda sér við á milli vertíða í Flatey? Gæti það hafa verið smíðar? Ég er ekki komin lengra í rannsóknum mínum og óvíst hvort ég kemst miklu lengra. En þama er það tvímælalaust ættfræðin sem leiðir mig áfram og það sem má lesa á milli línanna í ættfræðiritum. Ég auglýsi hér með eftir frekari upplýsingum um þessa ágætu Breiðfirðinga. Silfurstaup Þriðji gripurinn sem ég ætla að sýna ykkur og leita eftir liðsinni við að kanna frekar, í þessu tilviki upprunasögu hans, það er lítill silfurgripur, silfur- staup með loki. Ártalið 1782 er grafið á lokið. Þar eru einnig stafimir GGS og SJD. Við vitum ekkert um þennan grip. Sá sem átti hann síðast fékk hann hjá móður sinni, sem var alin upp hjá frændfólki á Espihóli í Hrafnagilshreppi, Eyjafirði undir lok 19. aldar. Húsfreyjan þar, sem hét reyndar Þóra Kristjánsdóttir, var ættuð frá Sigríðarstöðum í Ljósavatnsskarði, dóttir Kristjáns Arngrímssonar bónda þar. En bóndi hennar á Espihóli var Jón Sigfússon. Þessi nöfn hafa ekki leitt mig að neinum hjónum sem hafa átt merkisdag árið 1782 og hafa borið nöfn með upphafsstöfunum G G-son og S J- dóttir. Nú langar mig að biðja um hjálp hjá ykkur ætt- fræðingum. Getið þið ekki með nútímatækni fundið út úr þessu fyrir mig. Ég tel víst að það séu ekki um svo mörg hjón að ræða á Norðurlandi, sem hafa eignast slíkan grip árið 1782. Með ósk um góðar undirtektir þá þakka ég fyrir mig. ÞK. 31. maí 2001 http://www.vortex.is/aett 6 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.