Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2002, Blaðsíða 10

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2002, Blaðsíða 10
Fréttabréf ættfræðifélagsins í janúar 2002 Oddur Friðrik Helgason ættfræðingur. Myndin var tekin í sal Þjóðskjalasafnsins 22. nóv. 2001 er hann hélt erindi sitt „Staða og framtíð íslenskrar ættfræði.“ Ljósm. Olgeir Möller. í bókunum, heldur tekið röngu upplýsingamar án athugunar og án þess að geta heimildar. Stundum stafa villur í ættfræðibókum að því er virðist af slælegum prófarkalestri, t.d. ættu menn að sjá að ekki stenst að stúlka eignist bam 11 ára. Ég hef lagt til að Erfðagreiningarfyrirtækin stofni sjóð til að styrkja íslenska ættfræði og að menn standi saman um að verja þessa elstu fræðigrein Islendinga, hún verður ekki stunduð af viti nema í samvinnu við þjóðina og í sátt við þjóðina. ORG var stofnað með það að markmiði að allir Islendingar geti fengið upplýsingar um ættir sínar á hóflegu verði og vil ég að fyrirtækið verði sjálfseignar- stofnun, ættfræðirannsóknarmiðstöð íslendinga sem óháð verði öllum nema þjóðinni. Skilningur á þessum málum fer vaxandi en hann er nokkuð dýru verði keyptur. Hér hafa verið stofnuð fyrirtæki um ættfræðina af græðgi einni sarnan og forystumenn- irnir hafa ekki kynnt sér hvernig ættfræði er unnin, þrátt fyrir varnaðarorð mín. Menn verða að bera virðingu fyrir fræðigreininni. Ég hef lagt mikla áherslu á að menn vinni saman í ættfræðinni. Hundruð manna eiga þátt í grunninum sem ég er að byggja upp, sjálfur geri ég ekki mikið annað en að slá inn ættir og bera sanran upplýsingar. Stundum er ég spurður hvað margir vinni hjá mér og ég svara því til að þeir séu ekki margir en þjóðin starfi með mér. A söfn fer ég ekki sjálfur en hins vegar nota ég símann mikið og nýt aðstoðar góðra manna við leit að réttum ættfærslum. Þá hef ég gott samband við mormóna í Utah. Nokkuð hef ég gert að því að kynna ættfræði á mannfundum og er reiðu- búinn til þess að leggja meira fram í því skyni og menn geta fengið hjá mér afrit úr Espólínsafni með um 30.000 nöfnum. Margir hafa heimsótt mig til að afla upplýsinga, ung skólabörn og maður sem býr í Skotlandi og rannsakar skyldleika íslendinga við skoskar og írskar konungaættir og mun senda okkur gögn urn niðurstöður sínar. Um þessar rnundir vinn ég við innslátt á niðja- tölum eftir héruðum og einnig nokkuð við ábúenda- töl úr Eyjafirði. Svo vil ég geta þess að lokum að að öllum ólöstuðum hefur enginn einn maður leiðbeint mér eins mikið um ættfræðirannsóknir og gagnaleit eins og Lúðvík heitinn Kristjánsson, ég er [með] mörg gögn frá honum, á honum margt að þakka. / tengslum við erindið sýndi Oddur glœrur þar semfram komu œttartengsl þekktra tónlistarmanna. Að erindinu loknu urðu nokkrar umrœður þar sem á góma bar m.a. rangfeðranir, áreiðanleika grunnsins sem erfðafrœðirannsóknir eru byggðar á, samstaif Þjóðskjalasafns og œttfrœðinga ogfleira. Þakkir Ættfræðifélaginu hafa borist góðar gjafir. Eru það 3 bækur, sem Sævar Geir Sigurjónsson, Helgamagrastræti 53, 600 Akureyri, gefur. Hann rekur Ættfræðiþjónustuna Ættstoð, sími 461-3044 og netfang sos@simnet.is. Heirna- síðan er www.simnet.is/sos . Bækurnar áminnstu eru Ættarlauf úr Fjörðum, og Ættarlauf úr Fjörðum II, sú fyrri er niðjatal hjónanna Svanfríðar Kristjánsdóttur og Hallgríms Sigurvins Grímssonar, sú seinni er niðjatal hjónanna Guðmundar Kristjánssonar og Rannveigar Jónsdóttur. Þriðja bókin er Ættarspor frá Kotungsstöðum, en það er niðjatal Kristínar Jónsdóttur frá Kotungsstöðum og manna hennar, Vigfúsar Hjartarsonar og Páls Eiríks Pálssonar. Sævar Geir Sigurjónsson tók saman allar þessar bækur og eru þær fáanlegar hjá honum. Ættfræðifélagið þakkar Sævari þessa rausnarlegu gjöf. http://www.vortex.is/aett 10 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.