Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2002, Page 12
Fréttabréf ættfræðifélagsins í janúar 2002
Nám og störf
A unglingsárum braust Guðni til mennta upp á sitt
eindæmi, þótt hann hefði lítið fé handa á milli og
þeir sem að honum stóðu væru fátækt fólk. Systir
hans Dagmar, sem þá var gift kona í Reykjavík,
reyndist honum haukur í homi og skaut skjólshúsi
yfir námsmanninn og með styrk hennar og manns
hennar tókst Guðna ætlunarverk sitt. Hann hóf
nám í Flensborg í Hafnarfirði haustið 1919 og
þótti honum mikil og ánægjuleg viðbrigði að
koma úr fábreytni sveitarinnar í umhverfi lærdóms
og fræðslu þar sem hann komst í tæri við gnótt
bóka. Upp frá því urðu bækur, lestur þeirra,
söfnun og útgáfa órjúfanlegur þáttur í lífi hans og
störfum. Guðni tók gagnfræðapróf frá Flensborg
1921 og settist síðan í fjórða bekk Menntaskólans
í Reykjavík. Honum sóttist námið vel en tók
jafnframt virkan þátt í félagslífi skólans og gegndi
stöðu Inspector scholae síðasta veturinn í
skólanum. Guðni vann fyrir sér á sumrin í kaupa-
vinnu, meðal annars í Kaldárholti í Holtum,
Skarði í Landi og Geitabergi í Svínadal. Hann
vann sér jafnvel inn skilding með því að lesa upp
og syngja á mannamótum.
Guðni var skáldmæltur vel og eru til allmargar
vísur og kvæði eftir hann frá skólaárunum. Síðar á
ævinni lagði hann ekki eins mikla rækt við skáld-
skaparíþróttina eins og hæfileikar hans stóðu til,
en orti þó stöku sinnum tækifærisvísur. Til vitnis
um list hans má tilfæra vísu þá sem hann orti í
tilefni af fimmtugsafmæli Gísla Gestssonar frá
Hæli:
Hálföldungs í sessi situr, vitur.
Fullreyndur aðfornu sýsli, Gísli.
Ber sá œttartanga traustan, austan.
Lœrður og í lyndi glaður, maður.
Guðni varð stúdent árið 1924 og innritaðist í
guðfræði þá um haustið. Hann hafði þá þegar
bundist verðandi eiginkonu sinni, Jónínu Margréti
Pálsdóttur frá Nesi í Selvogi (f. 1906, d. 1936).
Voru þau fjórmenningar að skyldleika, bæði af
Bergsætt. Þau giftu þau sig árið 1926 og eignuðust
þrjú elstu bömin á hálfu þriðja ári. Guðni varð því
af fjárhagsástæðum að gera hlé á námi sínu um
tíma og réð sig til kennslustarfa í Vestmannaeyjum
veturinn 1926-1927. Þá varð honum ljóst að
sannfæringar sinnar vegna gæti hann ekki gert
prestskap að ævistarfi, söðlaði því um og hóf nám
í íslenskum fræðum haustið 1927. Tókst honum
með ótrúlegri atorku og harðfylgi ásamt dyggum
stuðningi konu sinnar að ljúka meistaraprófi (mag.
art.) árið 1930.
A háskólaárum sínum fékkst Guðni við tíma-
kennslu og ýmisleg ritstörf til að drýgja tekjur
heimilisins. Veturinn 1927-1928 rak hann til
dæmis kvöldskóla í félagi við Einvarð
Hallvarðsson í kjallara Þrúðvangs við Laufásveg
og höfðu þeir 20-25 nemendur. Árið 1928 réð
Morgunblaðið hann til að þýða greinar og ritdæma
bækur og um tíma var hann leikdómari blaðsins.
Hann hélt síðan áfram sem ritdómari blaðsins all
til ársins 1942. Síðustu tvo vetuma í háskólanum
veitti heimspekideild honum hæstu námstyrki
deildarinnar og er ekki vafi á að sú fjárhagsaðstoð
hefur komið að góðu haldi á lokaspretti námsins.
Að loknu háskólaprófi 1930 hóf Guðni kennslu
fræða sinna við Gagnfræðaskóla Reykvíkinga og
varð fastráðinn kennari þar árið 1933. Kennsla var
alla tíð aðalstarf hans. Hann starfaði við Gagn-
fræðaskóla Reykvíkinga árin 1928-1957, og var
skólastjóri þar frá 1946 til 1957, en þá hét skólinn
reyndar Gagnfræðaskóli Vesturbæjar. Hann varð
doktor við Háskóla íslands árið 1953 og árið 1958
var hann skipaður prófessor í miðaldasögu íslands
og gegndi því starfi til 1967, er hann þraut heilsu.
Bjöm Þorsteinsson, samkennari hans við Gagn-
fræðaskóla Vesturbæjar og síðar arftaki við
háskólann, lýsti kennaranum Guðna þannig að
hann hefði aldrei gengið „um garða með brauki og
bramli“ en verið „ljúfmannlegur fræðari, fullur
velvildar til nemenda sinna og gladdist innilega,
þegar þeim famaðist vel.“
Guðni starfaði í ýmsum fræðafélögum, hann
var heiðursfélagi Ámesingafélagsins í Reykjavík,
forseti Sögufélagsins 1960-1965, formaður
Ættfræðifélagsins 1946-1967, í stjórn Hins
íslenska þjóðvinafélags 1943- 1956 og var kjörinn
í Vísindafélag Islendinga 1959. Þá var hann forseti
heimspekideildar háskólans 1959-1961.
Útgáfur og ættfræði
Þótt kennsla væri alla tíð aðalstarf Guðna
hneigðist hugur hans fyrst og fremst að ritstörfum
og rannsóknum á íslenskum fræðum og á því sviði
tókst honum að afreka ótrúlega miklu. Öll var sú
vinna unnin utan hins eiginlega vinnudags, nema
síðustu tíu ár starfsævinnar, og því með ólíkindum
hvílíku dagsverki hann skilaði. Hann samdi,
þýddi, bjó til prentunar og sá um útgáfu á miklum
fjölda bóka. Ritskrá verka hans fyllir rúmlega 12
síður í stóru broti og er hann lést 1974 mun enginn
Islendingur annar en Halldór Laxness hafa verið
http://www.vortex.is/aett
12
aett@vortex.is