Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2002, Síða 14

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2002, Síða 14
Fréttabréf ættfræðifélagsins í janúar 2002 vitnað til. Eins og fram er komið var hann með ólíkindum afkastamikill. Segja má að hann hafi goldið fyrir elju sína og ósérhlífni með heilsu sinni því hann var aðeins 66 ára þegar heilablóðfall svipti hann starfsgetu það sent hann átti ólifað. Fram til þess tíma hafði honurn nær aldrei orðið misdægurt. Bókasafn Guðna Auk þess að skrifa bækur og gefa út hafði Guðni mikið yndi af lestri bóka og byrjaði snemma að viða að sér bókum í bókasafn sem varð harla stórt áður en yfir lauk. Eins og eðlilegt var safnaði hann einkum fræðibókum sem snertu íslensk fræði, sagnfræði, ættfræði, ævisögur, lögbækur og laga- söfn (Grágás, Jónsbók, Norske love og Lov- samling for Island), þjóðfræði og ljóðabækur. Hann eignaðist einnig Islenskt fornbréfasafn. I safni hans voru hins vegar fá skáldverk. Guðni lést 4. mars 1974. Að honum látnum ákváðu erfingjarnir, eftirlifandi kona hans og böm, að færa Sagnfræðistofnun Háskóla íslands að gjöf stærsta hlutann af bókasafni hans, einkum þær bækur sem gætu gagnast kennurum og nemendum í sagnfræði. Bókasafninu var fyrir komið í stofu Sagnfræðistofnunar á fjórðu hæð í Arnagarði við Suðurgötu og þar hefur það verið geymt síðan. Það hefur vaxið og dafnað með innkaupum á nýjum bókum. Þann 7. nóvember 1997 var rannsóknarstofu í sagnfræði gefið nýtt nafn við hátíðlega athöfn. Var hún í þakkarskyni skírð Guðnastofa til að heiðurs minningu Guðna Jónssonar. Rannsóknarstofan í sagnfræði og bókasafn hennar munu þannig halda nafni Guðna Jónssonar á lofti um ókomin ár. Niðurlag Guðni var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Jónína Margrét Pálsdóttir svo sem fram er komið. Hún lést árið 1936 frá fimm bömum þeirra, Gerði, Jóni, Bjarna, Þóru og Margréti. Tveimur árum síðar kvæntist Guðni á ný og var síðari kona hans Sigríður Hjördís Einarsdóttir frá Miðdal í Mos- fellssveit (f. 1910, d. 1969). Fjögur elstu börnin voru hjá föður sínum alla tíð og tók Sigríður því við stóru heimili er þau giftust. Þau Guðni eign- uðust síðan fjögur börn, Einar, Berg, Jónínu Margréti og Elínu. Eru niðjar Guðna og eigin- kvenna hans orðnir 70 að tölu, 93 þegar makar þeirra eru taldir með, og þar af eru 90 nú á lífi. I tilefni hundrað ár afmælis Guðna Jónssonar, 22. júlí 2001, komu niðjar hans, Jónínu og Sigríðar saman að Laugarvatni og áttu þar saman eina helgi dagana 20. - 22. júlí. Um leið kom út ritið Aldarminning Guðna Jónssonar 1901-2001, niðjatal þeirra þriggja með þáttum um ævi Guðna, Jónínu og Sigríðar, ásamt myndum. Ritið er 64 blaðsíður og kom út í 150 eintökum. Þeir sem eldri eru og enn muna Guðna Jónsson minnast jafnan á hann sem Guðna magister. Af einhverjum ástæðum festist sá titill við hann umfram aðra þá sem höfðu sömu menntun. I huga okkar afkomenda hans tengist minningu hans enginn titill, heldur aðeins björt mynd af hlýjum, broshýrum og mildum föður og afa. Heimildir: Aldarminning Guðna Jónssonar 1901 - 2001. Nokkur œvibrot og niðjatal. Jónína Margrét Guðnadóttir tók saman. Reykjavík 2001. Guðni Jónsson: Bergsœtt I- III. Reykjavík, 1966. Bjöm Þorsteinsson: In Memoriam. Saga XII (1974), bls. 5-11. Sögufélagið. Reykjavík, 1974. Jón Guðnason og Guðmundur Jónsson: Bókasafn Guðna Jónssonar. Frá Sœmundar-Eddu til Guðnastofu. Sjá Aldarminning Guðna Jónssonar, bls. 62-64. s Asmundur Uni Guðmundsson Hver er hann, þessi Asmundur Uni, sem svo oft hefur spurst fyrir um ættir manna í Fréttabréfi Ættfræðifélagsins? Jafnan fer hann fram á að menn svari sér þar, vegna þess að hann vill að fleiri geti notið góðs af svarinu, ef og þegar það kemur. Hér fer á eftir lítils háttar fróðleikur um Asmund Una: Hann fæddist 15. janúar 1931 á Oddsstöðum í Miðdölum. Foreldrar hans voru Guðmundur Pálmi Asmundsson bóndi þar og kona hans Málmfríður Jóhannsdóttir. Uni var við sveitastörf fram yfir þrítugt og var bóndi í 2-3 ár. Arið 1963 fluttist hann með fjöskyldu sinni á Akranes og vann síðan í Sementsverksmiðjunni uns hann hætti störfum fyrir aldurs sakir. Kona hans er Halldóra Valfríður Elísdóttir, þau áttu 6 börn og eru 4 þeirra á lífi. Uni komst í kynni við ættartölu eftir Stein Dofra á unga aldri, síðan lá ættfræðiáhuginn niðri þangað til fyrir 7-8 árum, en þá fór hann að taka saman eigin ættir og vinnur núna að því. RB Sjá frekar á bls. 21. http://www.vortex.is/aett 14 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.