Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2002, Blaðsíða 15
Fréttabréf ættfræðifélagsins í janúar 2002
Ólafur H. Óskarsson:
Dr. Guðni Jónsson
Dr. Guðni Jónsson hefði orðið 100 ára gamall á
síðasta ári, hefði hann lifað. Hann fæddist 22.
júlí 1901 á Gamla Hrauni á Eyrarbakka í Ámes-
sýslu, en lést 4. mars 1974 í Reykjavík. Svo
mjög er saga Ættfræðifélagsins samofin störfum
hans, að rétt þykir að minnast hans nokkrum en
fátæklegum orðum.
Ættfræðifélagið var stofnað fimmtudaginn
22. febrúar 1945 íLestrarsal Landsbókasafnsins
í Reykjavík. Á lokastofn-
fundi félagsins 10. nóvem-
ber 1946 voru lög þess
samþykkt. Svo segir í 2. og
3. grein: „Markmiði sínu
hyggst félagið ná m. a. með
því - eftir því sem atvik og
ástæður eru til: a) að hvetja
færa menn til þess að starfa
að nefndum fræðaiðkunum
í tómstundum sínum; b) að
safna saman slíkum fræð-
um, sem til eru, og vinna
gegn því, að þau glatist á
nokkurn hátt; c) að leita
aðstoðar og samstarfs ann-
arra skyldra félaga, svo og
safna og annarra opinberra
stofnana, og stuðla að því,
að félagsmenn fái greiðari
aðgang að heimildum en
verið hefur, ennfremur að
vinna að aukinni verndun og endurnýjun
heimilda; d) að stuðla að aukinni samvinnu og
verkaskiptingu þeirra manna og stofnana, sem á
einn eða annan hátt starfa að þessum fræði-
greinum; e) að halda úti tímariti um þessi efni,
gefa út sérstök rit og stuðla að útgáfu rita um
ættfræði og skyld efni.“
Dr. Guðni átti sæti í fyrstu stjóm félagsins og
átti þar óslitið sæti til 1967, er hann varð að
draga sig í hlé vegna veikinda. Hann var
formaður félagsins allar götur frá 22. apríl 1946
til 1967, eða rúmlega tvo áratugi. Á þessum
árum var félagið að feta sín fyrstu skref, hasla
sér völl og finna sér starfsvettvang, eins og segir
hér að ofan. Dr. Guðni starfaði ötullega fyrir
félagið með þessi markmið í huga, enda segir
undirrituðum svo hugur um að hann hafi komið
þessum markmiðum á framfæri við stjórn
félagsins og fengið þau samþykkt. Mörg þessara
markmiða náðust fljótlega, enda fjölgaði mjög
ættfræðiritum, sem kornu út á næstu áratugum
eftir stofnun Ættfræðifélagsins. Með honum í
stjóm var einvalalið, en ekki eru tök á að gera
hér grein fyrir öllurn þeim, sem þar lögðu hönd
á plóg, en þeir voru margir -
jafnt konur sem karlar. í
formannstíð hans var m. a.
hafist handa við útgáfu
manntalsins frá 1816, sem
kom út á árunum
1947-1974. Þessum þætti
útgáfumála hefur Ættfræði-
félagið reynt að gera skil
með útgáfum á manntölum.
Það má líta svo á að Mann-
talið 1816 sé beint framhald
af Manntalinu 1703, sem
gefið var út 1924-47 af
Hagstofu íslands. Þá hélt
Ættfræðifélagið áfrarn með
Manntalinu 1801 á árunum
1978-80 og Manntalinu
1845 1982-85. Áfram hélt
Ættfræðifélagið með Mann-
talinu 1910 I Skaftafells-
sýslur (1994), II Rangár-
vallasýsla og Vestmannaeyjar (1995), III
Árnessýsla (1997) og IV Gullbringusýsla og
Kjósarsýsla (1998). Stærsta viðfangsefni
félagsins í einum áfanga, sem nú er unnið að,
verður Manntalið 1910 V-VI, Reykjavík, það
kemur væntanlega út í tveimur bindum. Þessi
útgefnu manntöl á vegum félagsins eru grund-
vallarrit í íslenskri ættfræði, sem ættfræðingar
og aðrir, er fást við íslenska ættfræði hafa stuðst
við, hafa verið drjúg uppspretta fróðleiks í þeim
fræðum.
Þá hefur félagið gefið út Fréttabréf Ættfræði-
félagsins frá 1983 eins og segir í e) lið laganna
og tölublöð eru þegar komin vel yfir eitt
hundrað.
Guðni við hljóðnema Ríkisútvarpsins.
Hann las upp fjölda erinda og sagna í
útvarpið, meðal annars Egils sögu sem hann
mat umfram aðrar Islendingasögur.
http://www.vortex.is/aett
15
aett@vortex.is