Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2002, Síða 16

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2002, Síða 16
Fréttabréf ættfræðifélagsins í janúar 2002 Þó dr. Guðni sé ekki lengur meðal okkar þá hafa mörg eða flest af þeim markmiðum, sem lögin frá 1946 og hann átti drjúgan þátt í að setja, náð framgangi. Dr. Guðni Jónsson setti ekki eingöngu spor sín á störf Ættfræðifélagsins, heldur miklu fremur með sínum eigin ættfræðirannsóknum. Hann sendi frá sér hið merka ættfræðirit Bergs- ætt, Niðjatal Bergs hreppstjóra Sturlaugssonar í Brattsholti, sem kom út í Reykjavík 1932, XVI + 439 blaðsíður. „Fyrstu kynni mín af Bergsætt sem ættfræðilegu viðfangsefni hófust á háskólaárum mínum. Nám í íslenzkum fræðum, og vitanlega fyrst og fremst í sögu íslands, er þannig vaxið, að hjá því verður ekki komizt að afla sér nokkurrar þekkingar á höfuðættum fyrr og síðar til aukins skilnings á samhengi sög- unnar. Fornmenn mátu og viðurkenndu sögulegt gildi ættvísi og mannfræði og töldu til vísinda þeirra tíma; voru þau fræði meðal hins fyrsta, er ritað var hér á landi“, segir dr. Guðni í formála að Bergsætt. Eins og áður segir kom fyrsta útgáfa Bergs- ættar 1932, en árið 1966 sendi Guðni frá sér aðra útgáfu hennar, sem var þrisvar sinnum stærri að umfangi, eins og segir í töflunni hér að neðan: Karlar Konur Alls Bergsætt 1932 2.701 2.434 5.136 Bergsætt 1966 8.494 7.757 16.251 „Bergsætt er sú stærsta sinnar tegundar, þ. e. stærsta niðjatal einstaks manns, sem komið hefur út hér á landi“, segir og í formála annarrar útgáfu, en hún er 3 bindi, rúmlega 1500 blað- síður, með 337 tvídálkasíðna nafnaskrá, sem segja má að sé lykillinn að ritinu fyrir þá sem eru að bjástra við ættfræði langt frá frumheim- ildum. Bergsætt markaði tímamót í vinnu- brögðum við samantekt ættfræðirita. Bryddaði Guðni upp á ýmsum nýjungum, t. d. tók hann upp hagkvæmari merkingu ættliða en áður hafði tíðkast. „Hver ættingi er merktur með tölu og bókstaf. Talan táknar ættliðina frá Bergi, en bóksíafurinn aldursröð systkina“, segir í for- mála 2. útgáfu. Sé formerki manns t. d. 8d þá er um að ræða 8. mann frá Bergi og 4. systkin í röðinni. Þessa merkingu hafa síðan margir ættfræðingar tekið upp í ritum sínum. Þá gerði Guðni og góða grein fyrir heimildum sínum að verkinu og vísaði í ýmis rit til frekari fróðleiks fyrir þá, sem meira vildu vita um tiltekinn einstakling eða frændgarð. Því miður hafa margir ættfræðingar á síðari árum látið hjá líða að geta heimilda sinna eða vísa í aðrar til frekari fróðleiks. Stundum læðist að sú tilfinning við lestur/skoðun ættfræðirita, að einungis sé um myndaalbúm með mannanöfnum að ræða, en ekki ættfræðirit. Önnur ættfræðirit eru mjög öflug og þrungin ættfræði með góðum tilvísun- um, vísað í heimildir o. s. frv. einmitt í anda þeirrar stefnu í ættfræðirannsóknum, sem Guðni Jónsson markaði með Bergsætt. Ef rétt er munað þá má geta þess til fróðleiks, að Guðni var upphafsmaður að hugtakinu „áatal“, sem hefur fest sig í sessi í ættfræði- ritum. Aður en seinni útgáfa Bergsættar kom út, hafði Guðni sent frá sér ritið Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi, sem var doktorsrit hans við Háskóla Islands; það hefur að geyma geysilegan fróðleik um Stokkseyringa, nægtabrunn ættfræðiupplýsinga, sem oft er gott að leita til. Síðari bindin, Stokkseyringasaga I og II komu út 1960 og 1961. Með þessum ritum sínum um Stokkseyringa, lagði Guðni grunn að þeim efnistökum, sem síðar hafa verið leiðarljós þeirra sagnfræðinga og annarra, sem fengist hafa við að setja saman héraðs- eða byggða- sögur, sem fjölmörg dæmi sanna. Ættfræðifélagið stendur í mikilli þakkarskuld við Guðna Jónsson fyrir stjórnun hans á félaginu fyrstu tvo áratugina, en hann hafði tekið við formennsku í félaginu í apríl 1946, eins og áður segir, en fyrsti formaður þess, Pétur Zophaníasson, lést 21. febrúar 1946 - og ekki hvað síst fyrir þau góðu og gagnmerku áhrif, sem störf hans að ættfræði hafa haft á ættfræði- iðkun í landinu. Helstu heimildir: Kennaratal I og III, 1958, 1985 Bergsœtt 1966, 2. útgáfa, formáli 1966 Heimasíða Ættfrœðifélagsins www.vortex.is/aett. 2001 Aldarminning Guðna Jónssonar, 1901 - 2001 Islenskir samtímamenn, A-J, 1965 http://www.vortex.is/aett 16 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.