Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2002, Blaðsíða 19

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2002, Blaðsíða 19
Fréttabréf ættfræðifélagsins í janúar 2002 Gunnar Guðmundsson frá Heiðarbrún: Fáein orð út af erindi sr. Geirs Waage - Uppbyggingin í Reykholti og saga staðarins - Ég vil þakka fyrir þessa grein sr. Geirs, því hún er yfirgripsmikil og fræðandi, en lestur hennar vakti mig til umhugsunar um örfá atriði. 1) Ofantil á bls. 5, vinstra megin, segir að Snorri Sturluson hafi búið í Odda á Rangárvöllum alla sína tíð eftir að hann flutti frá Borg. Hann ólst upp í Odda en bjó þar aldrei, heldur í Reykholti eins og alkunna er. Hér hefur sr. Geir mismælt sig, en erindi hans er tekið upp á hljómsnældu og textinn svo prentaður eftir henni. 2) Neðantil í þeim sama dálki er nefndur „Símon Knútur“, „knútur“ er hér viðurnefni og á því að ritast með litlum bókstaf.* 3) Neðanmáls er vitnað í bókina Lögréttu- mannatal. Föst venja er að skammstafa það með „Lögrm.“ eða „Lögrm.tal“, en ekki eins og gert er í neðanmálsgreininni.* 4) A sömu blaðsíðu fyrir miðjum hægra dálki segir: „Drepinn var fyrsti sýslumaður Borg- firðinga, seint á 13. öld“. Hér verða enn mis- mæli, því hér er átt við Gunnlaug Magnússon sem höggvinn var 1399 (þ. e. síðast á 14. öld). (Það orkar og tvímælis hvort nefna má hann „fyrsta“ sýslumann héraðsins?). 5) Þá hefur misritast fæðingarár Odds Gott- skálkssonar neðar í sama dálki.* Á bls. 4 segir: „Lykillinn að Sturlungaöldinni er að verulegu leyti afleiðing auðsöfnunar biskupanna, söfnun goðorða, söfnun heimilda að kirkjum“ (Leturbreyting mín). Varðandi biskupana var yfirleitt friður og farsæld í kringum persónur þeirra og embætti á meðan þeir virtu íslensk lög og unnu með innlenda höfð- ingjavaldinu. Þegar hins vegar settust á biskups- stólana meinlætamenn, sem tóku boð erlendra kirkjuvaldsmanna fram yfir íslensk lög og venjur, þá ýtti það undir upplausn í þjóðfélaginu. Svo keyrði um þverbak þegar erlendir menn settust á biskupsstólana og unnu að erindum norska konungsvaldsins. Þá nefnir sr. Geir „söfnun goðorða“. Það er kórrétt, því þegar einstakir menn fóru að komast yfir fleiri en eitt goðorð og safna þeim, þá raskaðist valdajafnvægið, átök urðu víðfeðmari, menn hættu að virða lög landsins og fram- kvæmdavaldið byggðist á því hverjir höfðu vígsterkastan mannafla á bak við sig. En einu vil ég bæta við sem miklu hreyfiafli í ófriði Sturlungaaldar, stjómarfarslegri upplausn og glötun sjálfstæðis en það vom áhrifin frá norsku hirðinni og konungsvaldinu. Þar dvöldu stundum íslenskir höfðingjar og höfðingjasynir sem vora „böm síns tíma“ og því sumir hverjir jafn „einfaldir“ í þjónustu sinni við norska valdið og sumir íslenskir valdsmenn okkar kynslóðar hafa verið gagnvart erlenda nútímavaldinu. Sú fyrirmynd sem íslensku höfðingjamir höfðu við norsku hirðina var ófögur: pyntingar, manndráp og vopnaskak. Þó voru mörg ódæðisverk aldarinnar hérlendis unnin án þess að leita megi erlendrar fyrirmyndar. Hinu má velta upp til umhugsunar hve ofbeldisfullir íslenskir höfð- ingjar vora stundum, þegar þeir vora nýkomnir heim frá norsku hirðinni, eins og til dæmis kjarkleysinginn Snorri Sturluson, þegar hann hvetur Loft biskupsson til ófriðar að aflokinni Noregsför 1221 og hversu geðveikilega brjálaður Sturla Sighvatsson er í yfirgangi sínum eftir heimkomuna frá Noregi 1235. Og ennfremur hefur Gissuri Þorvaldssyni vart sýnst það tiltökumál að drepa fyrrverandi tengdaföður sinn (Snorra Sturluson 1241) þar sem Hákon Noregs- konungur hafði drepið sinn tengdaföður (Skúla jarl) árinu á undan. *) skrifast á ritnefnd Fréttabréfs ÆF / ÓHÓ. http://www.vortex.is/aett 19 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.