Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2007, Page 19
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2007
Tryggvi fór til jarðarfarar bróður síns, en fórst í
umferðarslysi á heimleið.
Þetta var á Kalifomíu ámm Halldórs Laxnes.
Hann hafði kynnst þeim bræðmm, og skrifaði um þá
minningarorð í Heimskringlu 21. nóvember 1928.
Vonandi kemur þetta að einhverjum notum.
Kveðja,
Sigþór Guðmundsson,
Kt. 170731-4339
Hlíðartuni 27, 780 Höfn
Símar: 478-4168; 862-4168
Netfang: sigthorgud@simnet.is
Fyrirspurnir
Casey Johnson sendir fyrirspurn frá Kanada.
Hann spyr um frænda sinn sem hann telur
að hafi heitið annað hvort Kristján Jónsson
eða Björn Jónsson og hafi verið einn af fyrstu
forsætisráðherrum Islands. Einnig spyr hann um
langafa sinn sem hét Skúli Jónsson. Hann gæti,
segir Casey, hafa verið bróðir Kristjáns/Björns.
Casey segist ekki geta lesið eða skilið
íslensku en er þakklátur fyrir allar upplýsingar.
Fréttabréfið getur séð um þýðingar ef þörf er á
því. Svör sendist til Fréttabréfsins, hvort sem er
á ensku eða íslensku og til caseyjohnsonlive@
hotmail.com]
Olwen Jones frá Ástralíu spyr um Dana sem
hvílir á íslandi:
Einn forfeðra minna sem var danskur er
jarðaður á Islandi. I kirkjubók Mandö stendur:
Jens Outzen Pedersen, skibstömmermand
med Skipper Niels Knudsen dette er anfört
i overenstemmelse med een beretning fra
Skipperen med hvem han foer.
Döde: 4 Aug 1821 42 ár gammel
Begravet i Island.
Ef einhver getur veitt mér einhverjar upplýs-
ingar, sem ég greiði með ánægju fyrir, yrði ég
glaður. Eg bý í Ástralíu en hef oft heimsótt Dan-
mörku og nú sýnist mér komið að því að ég verði
að heimsækja ísland. Ég hef sent fyrirspum til
Kirkjugarðanna en ekki fengið neitt svar.
Virðingarfyllst
Olwen Jones
1 Miller Road
Heathmont
Victoria 3135
Australia
Vigdís Sigurðardóttir:
Móðir Hlínar Johnson
I síðasta fréttabréfi er spurt um Hlín Johnson.
Móðir hennar hét Arnfríður Guðrún Sigurðardóttir
f. 30.7.1854 á Ingjaldsstöðum í Reykjadal, d. 21.2.
1933, hún var húsfreyja á íshóli í Bárðdardal. Ég hef
ekki heyrt að hún hafi haft annað nafn, enda fædd hér
á landi og fór ekki út fyrr en gift kona.
Kveðja,
Vigdís Sigurðardóttir,
borgum@simnet.is
Höskuldur Einarsson frá Vatnshorni var
snilldarhagyrðingur. Hann var í bak og fyrir
ættaður úr Þingeyjarsýslunni. Faðir hans var
úr Kinninni (Köldukinn) en móðir hans úr
Mývatnssveit. Landskunnar eru vísur hans
um Húnvetninga og fóru þær af skiljanlcgum
ástæðum fyrir brjóstið á mörgum þar í sveit.
Þessar eru trúlega frægastar:
Ljúga, stela, myrða menn,
meiða vesalinga
þessu tryði ég öllu enn
upp á Húnvetninga.
Þegar mín er gróin gröf
og grasið vaxið kringum
hlotnast mér sú guða gjöf
að gleyma Húnvetningum.
Helst vil ég að Húnvetningar
haldi kjafti og éti skít,
sérstaklega Svínvetningar,
sem ég nánast fyrirlít.
Þingeyingar voru að vonum ánægðir með sitt
skáld, þótt hann byggi sunnan heiða á óðali konu
sinnar á Vatnshorni í Skorradal. En eitthvað fyrtist
hann við sína gömlu sýslunga því svo orti hann:
En svo þegar að er gáð
artir Þingeyinga
finnst mér vera fagurt ráð
jlestra Húnvetninga.
Og þegar hann svo eignaðist húnvetnska
tengdadóttur, Bryndísi Júlíusdóttur, og sonur
hans gerðist bóndi á Mosfelli í sjálfum Svínadal í
Húnavatnssýslu snerist blaðið við og hann orti:
Unga fagrafoldu klœða
forlög engin mega þvinga.
Fyrirgef mér faðir hœða
fúkyrðin um Húnvetninga.
http://www.ætt.is
19
aett@aett.is