Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2007, Síða 20

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2007, Síða 20
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2007 Guðfinna Ragnarsdóttir: Vegir ætta og auðs Heilaleikfími fyrir áhugasama Um 1799 fæddist lítil stúlka vestur í Ólafsdal. Hún var skírð Guðbjörg og varð í fyllingu tím- ans langalangamma mín. Stúlkan var barn hús- móðurinnar Guðrúnar Bjarnadóttur „eldri“ og vinnumanns hennar Þórarins Þórarinssonar. í því merka riti Úr fylgsnum fyrri alda eftir Friðrik Eggertz komst ég að því að Guðbjörg litla hafði verið tekin í fóstur af þeim þeim Jórunni og Elínu Brynjólfsdætrum. Friðrik Eggertz skráði um Jórunni eina þá mergjuðustu mannlýsingu sem um getur, þar sem hún er m.a. sögð munnófríð með geiflu, langhálsuð og siginaxla með krepju í augum... í bók Friðriks sá ég að Jórunn hafði meira að segja arfleitt þessa langalangömmu mína að hálfu Þverfellinu í Saurbæ. Ég hafði lengi spáð í hvers vegna þessar ríku mektarsystur hefðu tekið þessa litlu lausaleikstelpu að sér og gert svo vel við hana. Ég rakti það á sínum tíma með miklum erfiðismunum en mér til mikillar ánægju. Þessi ættartengsl rifjuðust upp nýverið þegar ég brá mér í menningarreisu vestur í Saurbæ og hitti þar af tilviljun afkomanda Friðriks Eggertz. Ég væri að segja ósatt ef ég segðist hafa rúllað skyldleikanum upp eins og hér fer á eftir, en þessi ferð gaf mér tilefni til að rifja upp þessi merkilegu en flóknu ættartengsl, þar sem meira að segja draugar koma við sögu. í grúski mínu fann ég að Halldóra Pálsdóttir, lögréttumannsfrú íBroddanesi, amma Þórarins, langa- langalangafa míns í Ólafsdal, og föður Guðbjargar litlu, var móðursystir þeirra Elínar og Jórunnar Brynjólfsdætra. Móðir þeirra Ingibjörg Pálsdóttir (1704-1778) og Halldóra Pálsdóttir (1695-1779) í Staðarfell á Fellsströnd. Soffía Gestsdóttir, húsfreyja á stórbýlinu Staðarfelli, var dótturdóttir Guðbjargar Þórarinsdóttur. Arfur Guðbjargar ömmu hennar, eftir fóstru sína Jórunni Brynjólfsdóttur, lagði grunninn að Staðarfellsauðnum. Broddanesi, voru systur, dætur Páls Jónssonar prests á Melstað. Ingiríður Pálsdóttir, móðir Þórarins og amma Guðbjargar, og Jórunn, sú munnnófríða með geiflu, og Elín, systir hennar, voru sem sé systradætur. Konungsleyfí Þar við bætist að fyrri maður Elínar, Markús Pálsson, prestur á Auðkúlu, var bróðir Ingiríðar, ömmu Guð- bjargar, og því líka sonur Halldóru Pálsdóttur. Þau hjónin Elín Brynjólfsdóttir (1741-1827) og Markús Pálsson (1735-1772) voru því systraböm. Þau giftust 1765 en áttu engin böm saman. Markús lést eftir 7 ára hjónaband aðeins 37 ára gamall. Foreldrar Markúsar Pálssonar og Ingiríðar Páls- dóttur, formóður minnar (ömmu Guðbjargar litlu) þau Páll Markússon lögréttumaður í Broddanesi og Halldóra Pálsdóttir kona hans vom líka systraböm og þurftu konungsleyfi til þess að fá að giftast. Móðir Markúsar var Sigríður Erlendsdóttir og móðir Halldóru konu hans var systir hennar Guðrún Erlendsdóttir prestsfrú á Melstað 1703. Elín, önnur fóstra Guðbjargar litlu, var því bæði systrabarn við Ingiríði Pálsdóttur ömmu hennar og hafði verið gift Markúsi Pálssyni ömmubróður hennar!!! Elín giftist síðar Magnúsi Ketilssyni sýslu- manni. Hún átti engin böm með Magnúsi enda komin úr bameign þegar þau giftust. Ragnheiður Eggertsdóttir f. k. Magnúsar lést 1793 rúmlega fimmtug að aldri. Þau Ragnheiður og Magnús Ketils- son áttu 10 börn saman. Ragnheiður og Elín voru bræðradætur. Magnús Ketilsson lést 1803 þegar Guðbjörg litla er 3-4 ára. Efnuð og barnlaus Sökum þess mikla skyldleika og tengsla sem eru með þessu fólki öllu gæti Ingiríður, mamma Þórarins, sem fædd var 1728, (mig vantar dánardag hennar), ef hún hefur verið á lífi þegar Guðbjörg fæddist 1799, hafa látið Þórarin son sinn koma þessari óskilgetnu dóttur sinni, Guðbjörgu, til Jórunnar frænku sinnar sem þá var um sextugt, velefnuð en bamlaus. Jórunn átti eins og kunnugt er tvö börn með Jóni skáldi Þorlákssyni á Bægisá en missti þau bæði. Ekki fékk hún heldur að eiga hann. En þær Ingiríður, amma Guðbjargar litlu, og Jórunn voru eins og áður sagði systradætur og Elín systir Jómnnar þar að auki mágkona Ingiríðar. Alla vega elst Guðbjörg litla upp hjá Jórunni og síðar Elínu, eftir að Magnús Ketilsson deyr og þær eru kallaðar fóstrur hennar. En ekki nóg með http://www.ætt.is 20 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.