Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2008, Blaðsíða 13
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2008
Neðanmálsgreinar
1 Jarðabók Arna Magnússonar og Páls Vídalíns. 13. bindi (fylgi-
skjöl), bls. 5-10.
2 Sjá um þetta mál t.d. í: Már Jónsson: Arni Magnússon. Ævisaga,
bls. 175-191 og Lýður Björnsson: Saga íslands. VIII. bindi, bls.
67 o.á.
3 Jarðabók Arna Magnússonar og Páls Vídalíns. 13. bindi (fylgi-
skjöl), bls. 3.
4 Um Stríðshjálparskattinn fjallar B.A.-ritgerðin mín: Um auka-
skattheimtu konungs af hans landi Islandi. Stríðshjálpin 1679-
1692.
5 Lovsamling for Island I. bindi, bls. 370-372.
6 Lovsamling for Island I. bindi, bls. 2.
7 Jón Halldórsson: „Hirðstjóra annáll", bls. 751.
8 Alþingisbœkur íslands, VII. bindi, bls. 484-486 og Lovsamling
for Island, I. bindi, bls. 380-381.
9 Gunnar Marel Hinriksson: Um aukaskattheimtu, bls. 20.
10 Nielsen, Helge og Victor Thalbitzer: Skatter og skatteforvaltn-
ing i œldre tider, bls. 70.
11 Gunnar Marel Hinriksson: Um aukaskattlieimtu, bls. 3-4.
12 Þjskjs. Rentukammer. 2,1. Stríðshjálpin 1681.
13 Alþingisbœkur íslands VII. bindi, bls. 586-587, VIII. bindi,
bls. 45-46, 88-89, 126-129, 143, 157-159, 211-212, 280-281,
380. Einnig: Gunnar Marel Hinriksson: Um aukaskattheimtu, bls.
40-47.
14 Þjskjs. Skjalasöfn prófasta. Borgarfjarðarprófastsdæmi AC/1
Héraðsbók Halldórs Jónssonar í Reykholti 1663-1699, bls. 242v.
Einnig: Gunnar Marel Hinriksson: Um aukaskattheimtu, bls. 47.
15 Arne Magnusson: Embedsskrivelser, bls. 13 o.á.
16 Þorsteinn Þorsteinsson: „Formáli", bls. viii.
17 Nánari umfjöllun um þetta er í: Gunnar Marel Hinriksson:
„Kópavogur í Seltjarnameshreppi 1681-1729“. Grein sem bíður
birtingar í Arsriti Héraðsskjalasafns Kópavogs 2006-2007.
18 Manntal á íslandi 1703, bls. 502.
19 Þjskjs. Rtk. III, 1. Kvikfénaðarskýrslur 1703. Holtamanna-
hreppur.
20 Þjskjs. Rtk. III, 1. Kvikfénaðarskýrslur 1703. Holtamanna-
hreppur.
21 Manntal á íslandi 1703, bls. 500.
22 Manntal á íslandi 1703, bls. 518.
23 Páll Eggert Ólason: íslenzkar œviskrár, V. bindi, bls. 27-28. Við
þetta má bæta að sr. Halldór var bróðir Rannveigar, konu Vigfúsar
Hannessonar sýslumanns í Amessýslu, yfirvaldsins í málinu. (Sbr.
Hreinn Erlendsson: „Æviskrár dómkirkjupresta í Skálholti".)
24 Sjá: Guðni Jónsson: „Uppnefnamál í Stokkseyrarhreppi árið
1704", bls. 314 o.á.
25 Þjskjs. Rtk. 11, 1. Manntalið 1703. Árnessýsla. Einnig: Þjskjs.
Sýsl. Árn. V. 3. Dómabók Vigfúsar sýslumanns Hannessonar
1703-1705.
26 Helgi Skúli Kjartansson: „Var Viðey í eyði 1703?“, bls. 77-84.
27 Jarðabók Arna Magnússonar og Páls Vídalins, 3. bindi, bls.
303-305
28 Þjskjs. Rtk. 111. 1. Kvikfénaðarskýrslur 1703. Mosfellshreppur.
29 Þjskjs. Rtk. 2, 1. Stríðshjálpin 1681. Gullbringusýsla. Einnig:
Manntal á íslandi 1703, bls. 25 og 38.
30 Manntal á íslandi 1703, bls. 562-643.
31 Hannes Þorsteinsson: „Grænlandsþættir m. fl.“, bls. 193-211.
32 Hannes Þorsteinsson: „Grænlandsþættir m. fl.“, bls. 201.
33 Manntal á íslandi 1703, bls. 25 og 28.
34 Heimasíða United Nations Statistics Division, sótt 28. nóv-
ember 2007. <http://unstats.un.org/unsd/demographic/sources/
census/censusdates.htm>
UM ÆTTARTÖLUKERFI
Eftir Eið S. Kvaran
Það er öllum kunnugt, sem nokkuð hafa fengizt við
ættfræði, hve miklum vandkvæðum það er bundið, að
setja ættir rnanna skýrt fram og skilmerkilega. Ef t.d.
rekja skal saman framætt einhvers einstaklings, þá
tvöfaldast tala forfeðra hans og formæðra við hvern
ættlið, sem ofar dregur í framættatalinu. I 1. ættlið á
hann 2 foreldri, í 2. ættlið 4 forfeður og formæður
(2 afa og 2 ömmur), í 3. ættlið 8 (4 langafa og 4
langömmur), í 4. ættlið 16 og næst 32 o.s.frv. í 10.
ættlið, eða á dögum Guðbrands biskups Þorlákssonar,
mundi núlifandi Islendingur eiga 1024 forfeður og
formæður, ef rakið væri enn lengra fram eða til daga
Lofts rrka Guttormssonar - en það mun láta nærri,
að til hans daga séu um 15 ættliðir - þá myndi tala
forfeðra og mæðra hans nema 32.768!
Það liggur í augum uppi, að ekki verður nokkuð
viðlit, að setja slíkan aragrúa af nöfnum skýrt fram
og skilmerkilega, sízt af öllu með venjulegum
frásagnarstíl, eins og tíðkazt hefur hér á landi: hans
móðir var, hennar móðir var, hans foreldrar voru
o.s.frv. Það yrði ekki heldur nokkrum mennskum
mann fært, að átta sig á slrkri ættfærslu.
Nú skal það reyndar tekið fram, að hér er
aðeins um hugsaðar tölur að ræða. í raun og veru
mun enginn núlifandi íslendingur eiga t.d. f 10.
ættlið, eða samtímis Guðbrandi Þorlákssyni, 1024
forfeður og formæður, heldur allnriklu færri. Þetta
kemur til af því, að samgiftingar hafa orðið innan
ættarinnar sjálfrar, en þær hafa þá afleiðingu í för
með sér, að sömu forfeðurnir og formæðurnar
koma tvisvar eða oftar fyrir í framættatalinu. Er
þetta afarfróðlegt fyrirbrigði og eitt af merkilegustu
rannsóknarefnum ættfræðinnar. A þýzku er það
kallað “Ahnenverlust”, en á íslenzku mætti ef til
vill nefna það samætting.
Þessi þáttur er upphaf greinar (7 bls.), sem birtist
í Skírni 1934. Höfundur kemst að þeirri niðurstöðu,
að spjaldskrá sé lausnin á vanda ættfræðinga. Birtast
með greininni nokkrar teikningar þar að lútandi.
Eiður Sigurðsson Kvaran var f. 5. marz 1909. Var
síðast lektor í Greifsvvald Þýzkalandi. Varð doktor
þar 1936. D. 12. sept. 1939. Sjá ísl. æviskrár og
Læknatal: Sigurður Kvaran.
Guðjón Oskar Jónsson sendi blaðinu
http://www.ætt.is
13
aett@aett.is