Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2008, Blaðsíða 8
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2008
Gunnar Marel Hinriksson:
Ætt manntalsins 1703
Erindi flutt á félagsfundi Ættfræðifélagsins 29. nóvember 2007
Manntalið 1703 er ómetanleg heimild fyrir
íslenska œttfrœði. En hvernig kom til að mann-
talið var tekið? Friðrik IV. konungur fól Árna
Magnússyni og Páli Vídalín að gera jarðabók
með erindisbréfi frá 22. maí 1702. Um bókina
fjalla fyrstu sex liðirnir af 30 í bréfinu.1 Annað
sem þeir gerðu mætti kalla aukagetu við stóra
verkefnið; fyrst þeir voru lagðir af stað á ann-
að borð, hví ekki nýta ferðina? Þar á meðal má
telja manntalið. Sumt sem þeir gerðu var ekki
fyrirskipað í erindisbréfinu, t.d. kvikfjártalið
sem gert var manntalsárið 1703, en það hefur
Árni hugsað sem gagnlega viðbót við allsherjar
úttekt sína á efnahagsástandi landsins.
Framætt manntalsins 1703
Fullyrða má að ef ekki hefði verið talin þörf fyrir nýja
jarðabók hefði manntal ekki verið tekið á Islandi við
upphaf 18. aldar.
Venjulega skýringin á því að ráðist var í í þetta
verkefni er eftirfarandi: Eftir langan harðindakafla
við lok 17. aldar var ástandið á Islandi orðið þannig
að talin var þörf á aðstoð frá Danmörku. í því augna-
miði var Lárus Gottrúp, danskur maður og klaust-
urhaldari á Þingeyrum, sendur út með bónarbréf á
konungsfund. Konungur tók bóninni vel og niður-
staðan varð sú að gerð var jarðabók og manntal til að
kanna ástand landsins.2 Þetta er allt gott og blessað,
en meira býr að baki.
Ef orðalag fyrsta liðar erindisbréfsins frá 1702 er
skoðað, sést eitt athyglisvert:
Som de hidindtil paa voris Rente Cammer værende
og dennem til deris Effterretning nu tilstillede Jor-
debpger icke udj saadan een Rigtighed sig befinder,
som det sig velburde; Saa shall nu af dennem een
general fuldkommen Jordebog ofver gandshe Land-
et, være sig Voris egen beholden, Domkirckernis, saa
vel som de andre Kirckernis, Skolemis, Bispemis,
Præsternis og Proprietariemis Gods, vorde indrettet
og det specialiter Gaard effter Gaard...3
Konungur vissi semsagt að þær jarðabækur sem
voru í Rentukammerinu voru ekki eins réttar og þær
áttu að vera. A réttleika jarðabókanna hafði einungis
einu sinni reynt áður. Það var á árunum 1679-1692
þegar innheimta stríðshjálparskatts stóð yfir.
Skánarstríðið orsökin
Stríðshjálpina átti að senda til Danmerkur vegna
Skánarstríðs Dana og Svía 1675-1679. Innheimtan
gekk hins vegar hægt fyrir sig eins og ég mun koma
nánar að síðar, en segja má að þetta mál hafi verið í
deiglunni 10-20 árum áður en vinnan við jarðabók-
ina hófst.4
Skatturinn var boðinn með konungsbréfi 31. maí
1679, um fjórum mánuðum fyrir lok stríðsins.5 Átti
samkvæmt því hver landeigandi að greiða ákveðna
upphæð af jarðeign sinni og hver leiguliði að greiða
ákveðna upphæð, helmingi lægri, af þeim löndum
sem hann leigði. Einnig voru leigukúgildi skattlögð,
en ekki eignarkúgildi. Stríðshjálpin var fyrsti eigna-
skatturinn á íslandi sem byggði á fyrirframskráningu
eigna. Tíundin var eini eignaskatturinn sem er eldri,
og í raun elsti skattur á íslandi, fyrst lagður á 1096.6
En innheimta hennar byggði á munnlegu fram-
tali skattgreiðenda, ekki fyrirframskráningu líkt og
stríðshjálpin.
Um tildrög þess að stríðshjálparskattsins var kraf-
ist segir eftirfarandi annálagrein sr. Jóns Halldórsson-
ar í Hítardal, úr Hirðstjóraannál:
Undirrót til þessa tolls [þ.e. stríðshjálparskatts-
ins] var sagt að verið hefði Marteinn nokkur, sem
áður hefði verið Bielkens þénari, og komst svo
hjá honum yfir jarðabókina als landsins. Og ept-
ir það hann var úr hans þénustu, saman reiknaði
hann hvað landið gæti úti látið, og síðan hafi hann
angefið um þennan toll, til að koma sér sjálfum
fram, hvað þá Bielken fékk að vita hafi honum
fallið mjög illa, og sagt, að sá kompán mundi
straffast af guði og fá makleg gjöld hér fyrir. Sá
sami fékk strax eptir þunga sótt og dó.7
Báðust vægðar
Megin ástæðan hlýtur þó að vera bágur fjárhagur
danska ríkisins á stríðstímum, en það hefur verið
dönskum yfirvöldum hjálp að hafa undir höndum
yfírlit yfir hvers væri hægt að krefjast af landinu.
En konungsbréfið frá 1679 var ekki lesið á Alþingi
fyrr en 1680. Þá báðust íslendingar vægðar og sendu
konungi bónarbréf (supplikatíu) þar uppá, sem svarað
var með helmingslinun skattsins 1681.8 Áður hafði
http://wwvv.ætt.is
8
aett@aett.is