Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2008, Síða 18
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2008
Ættfræðingur skrifaði skáldsögu
Símon Bjarnarson Dalaskáld, f. 2. júlí 1844 d. 9.
marz 1916, hefur verið ættfræðingur. Hann skrifaði
skáldsöguna „Arni á Arnarfelli og dætur hans“
skömmu eftir 1900, en sagan var prentuð árið 1951
(212 bls.). Tími sögunnar virðist vera frá því skömmu
fyrir 1880 til aldamóta. Nokkurrar tímaskekkju gætir,
þar sem í samtölum í upphafi sögunnar er vitnað í rit
sem komu út 1891 og 1892.
Höfundur lætur söguna gerast í Skaftafellssýslu.
Bændurnir verzluðu á Djúpavogi. Fjöldi fólks kemur
við sögu. Eins og ættfræðingi sæmir, gerir höfundur
grein fyrir skyldleika sögupersóna. Margar þeirra eru
prýðilega skáldmæltar og birtist mikill kveðskapur
í sögunni. Sagan er fyrst og fremst ástarsaga. Hér
verður að sjálfsögðu stiklað á stóru.
Arni Guðmundsson bjó á Arnarfelli. Kona hans
hét Rósa, kölluð Gunnarsdóttir, en var reyndar laun-
dóttir síra Sturlaugs Arasonar, sem var prestur á
Fögruvöllum um skeið en varð síðar prestur á Vestur-
landi. Arnarfell átti kirkjusókn að Fögruvöllum.
Arnarfellshjón áttu tvær dætur, Elínu og Hallfríði.
Elín var 15 ára við upphaf sögunnar en Hallfríður
12.
Á Unastöðum í Fögruhlíðarsókn bjuggu hjónin
Ásgrímur og Sigurlaug. Sonur þeirra hét Jón. Hann
var afbragðsmaður, greindur. hagorður og söngmaður
ágætur. Á Fossbrekku í sömu sókn bjó ekkja, Anna
að nafni, auðug mjög. Hún hafði átt Einar, bróður
Sigurlaugar á Unastöðum. Einar var þá nýlátinn.
Synir þeirra voru Björn og Jón, sem var gjörfulegur
maður, smiður. Dóttirin Guðný var gift Gunnari í
Hrauntungu. Gísli hét bróðir Árna á Arnarfelli. Hann
var kaupmaður í Reykjavík kallaður Gudmundsen.
Kona hans er nefnd Inga. Dóttir þeirra hét Elín.
Stjúpsonur Gísla hét Halldór Lambertsen.
Hann var stúdent frá Reykjavíkurskóla og reyndar
háskólagenginn en próflaus þaðan. Hann var talinn
staðfestulítill. Gesti bar að garði á Arnarfelli. Það voru
Haildór nýnefndur og Sigurður Jensson skólapiltur.
Þeir voru túlkar og fylgdarmenn Enskra, eins og það
er orðað í sögunni.
Halldór sá þá Elínu Árnadóttur í fyrsta sinn og
leist vel á hana. Hann var ekkert að tvínóna hlutina
og færði í tal við Áma bónda, að hann gifti sér Elínu,
þegar hann hefði lokið prófi. Ámi kvaðst gjaman
vilja gefa Halldóri Elínu, þegar Halldór væri orðinn
prestur eða sýslumaður. Halldór kvaðst hvorugt
vilja verða. Hann ætlaði að verða kennari og búa í
Reykjavík.
Elín á Arnarfelli fékk bónorð þegar hún var á
seytjánda ári. Biðillinn var Jón Ásgrímsson á Una-
stöðum. Hann lét hagmælskuna ráða för við það
tækifæri:
Heitt er blóðið œðum í,
örvar Ijóða smíði;
ástarglóðin er svo hlý,
yngisfljóða prýði.
Vœna og hreina veiga Bil
viðkvœm mein, sem linar,
þig ég eina eiga vil,
ekki neinar hinar.
Elínu varð ekki skotaskuld úr því að svara á
viðeigandi hátt:
Sannleik hreinan segja ber,
sem má leyna eigi,
falda rein nú föstnuð ei;
fyrir einum degi.
Elín hafði að foreldra ráði trúlofast Jóni Einarssyni
á Fossbrekku, frænda Jóns á Unastöðum.
Á sumardaginn fyrsta var haldinn glímufundur að
Fossbrekku. Þar var fjölmenni. Þeir frændur, Jón á
Unastöðum og Jón á Fossbrekku, tóku þátt í glímunni
við góðan orðstýr. Eftir glímufundinn heimsótti Jón
á Fossbrekku mág sinn, Gunnar í Hrauntungu, en á
heimleið féll Jón af hestbaki í Hrauná og dmkknaði.
Nokkru síðar trúlofaðist Elín á Amarfelli Jóni
Ágrímssyni á Unastöðum. Nú lá leið Elínar Árnadóttur
til Reykjavíkur. Hún hugðist dveljast á heimili Gísla
kaupmanns, föðurbróður síns. Hún ætlaði að nema
„kvenlegar menntir" þar á meðal fatasaum.
Jón, unnusti Elínar, fylgdi henni til Reykjavíkur
og þar settu þau upp hringana. Jón sneri svo heim.
Elín undi vel hag sínum í Reykjavík, enda vakti hún
athygli fyrir fegurð. Þeim Halldóri Lambertsen og
Elínu geðjaðist vel hvoru að öðru. Sá orðrómur barst
Elínu til eyma, að unnusti hennar væri henni ótrúr.
(Það var reyndar ósatt). Elín sleit trúlofuninni við
Jón. Hún vildi giftast Halldóri Lambertsen, en Árni á
Arnarfelli vildi ekki samþykkja það. Gísli kaupmaður
Gudmundsen var því líka mótfallinn.
Sigurður Jensson stúdent, sem fyrr er nefndur,
var nokkur sumur kaupamaður á Unastöðum. Hann
trúlofaðist Hallfríði Ámadóttur á Arnarfelli, en það
fór leynt. Ámi á Arnarfelli fól Sigurði Jenssyni að
reyna að fá Elínu til að snúa til baka. Hún lét tilleiðast
en þó með tregðu.
Þegar heim kom, stundaði Elín fatasaum og var
eftirsótt til þeirra starfa. Ekki skorti hana biðla, en
hún hafnaði þeim öllum. Einn þeirra var síra Einar á
Fögruvöllum, en hann var ekkill, kona hans Þórunn
var nýlega látin úr mislingum. Hallfríður á Amarfelli
átti þess einnig kost að giftast síra Einari en hafnaði
http://www.ætt.is
18
aett@aett.is