Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2010, Page 3
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2010
Guðmundur Sigurður Jóhannsson:
Gátan um uppruna
Bjargar á Skeggsstöðum
í upphafi handrit síns um Skeggsstaðaætt gerir Bjöm
Bjamason, annálaritari á Brandsstöðum, eftirfarandi
grein fyrir ættmóðurinni, konu Jóns Jónssonar bónda
á Skeggsstöðum í Svartárdal:
Kona hans hét Björg Jónsdóttir. Móðir henn-
ar var Þóra á Sneis Gunnarsdóttir, ættuð utan af
Skaga, og er mikill ættleggur frá honum kominn.
Þóra átti 19 börn, dó af barnsförum. Börnunum
skipt upp. Björg fór að Eiríksstöðum.
I Húnvetningasögu segir Gísli Konráðsson, sagna-
ritari á Húsabakka, Björgu hafa verið systur Sigurð-
ar Jónssonar (f. um 1718, d. 1781) bónda á Brún í
Svartárdal. En Jón Espólín, sýslumaður á Frostastöð-
um, segir Björgu ýmist hafa verið systur Guðbjargar
Jónsdóttur (f. um 1717, d. 23. jan. 1794), húsmóður
á Brún, eiginkonu Sigurðar Jónssonar (Esp. 4758),
- eða dóttur Þórdísar Jónsdóttur, systur Guðbjargar
Jónsdóttur húsmóður á Brún og Gunnars Jónssonar
(f. um 1682, á lífi 1745), bónda á Hvalnesi á Skaga,
(Esp. 4258). Ennfremur segir hann Guðbjörgu hafa
verið systur Vilborgar Jónsdóttur (f. um 1718, á lífi
1762), húsmóður á Blöndubakka í Refasveit, eigin-
konu Ara Gunnarssonar, sonar Gunnars Jónssonar,
en hnýtir aftan við „differt“, sem ber væntanlega
að útleggja með hliðsjón að öðrum ritningarstöðum
„þetta er öfugt, það er Gunnar sem er bróðir Guð-
bjargar en ekki Vilborg" (Esp. 3952). Sighvatur
Grímsson Borgfirðingur fræðimaður á Höfða seg-
ir Björgu hafa verið systur Sigurðar Jónssonar (f.
um 1705, á lífi 1770), bónda í Holti í Svínadal, og
virðist fljótt á litið sem hann hafi þar tekið feil á
þeim alnöfnum Sigurði í Holti og Sigurði á Brún,
sem báðir voru gildlegir menn og harðfengir og áttu
stundum ryskingar saman (Sighv. 2433). Að Björg
á Skeggsstöðum hafi verið systir Sigurðar í Holti er
óumdeilanlega rangt. Sömuleiðis er ljóst að aldurs
vegna getur Guðbjörg á Brún ekki hafa verið systir
Gunnars á Hvalnesi.
Með framanskráðar upplýsingar í veganesti hafa
fræðimenn leitast við að finna tengsl milli Bjargar á
Skeggsstöðum og Gunnars á Hvalnesi. Þar sem engin
Þóra Gunnarsdóttir er finnanleg í manntalinu 1703,
sem líkleg væri til að geta verið móðir Bjargar, hafa
einkum verið viðraðar tvær tilgátur. Önnur getgátan
er sú, að móðir Bjargar hafi verið Þórdís Jónsdóttir,
systir Gunnars, og virðist þó einnig vera erfitt að finna
nokkra líklega í því samhengi í manntalinu 1703. Hin
getgátan er sú, að móðir Bjargar hafi verið Þóra Guð-
mundsdóttir (f. um 1682) vinnukona á Borgarlæk á
Skaga 1703 og að sú Þóra hafi verið dóttir hjónanna
Guðmundar Þorsteinssonar (f. um 1659) og Þórdísar
Jónsdóttur (f. um 1661), sem bjuggu á Gauksstöðum
á Skaga 1703, og að sú Þórdís hafi verið systir Gunn-
ars á Hvalnesi. Þessar bollaleggingar hafa í raun ekki
við neitt að styðjast, nema ef vera kynni nafngiftalík-
indi, en verða að skoðast sem heiðarleg viðleitni til
að koma heim og saman þeim brotakenndu upplýs-
ingum sem lagt var upp með.
En ef svo kynni að reynast að móðir Bjargar hafi
heitið Þóra Guðmundsdóttir, þá finnast þrjár líklegar
með því nafni í manntalinu 1703. Þær eru: Þóra Guð-
Guðmund Sigurð Jóhannsson œttfrœðing þarf vart
að kynna fyrir lesendum Fréttabréfs Ættfrœðifé-
lagsins. Þar talar lians mihla og vandaða verk Ættir
Austur-Húnvetninga sínu máli. Hérfer Guðmundur
á kostum um víðan völl œttfrœðiheimilda úr Húna-
vatnssýslu við að rekja œttir Bjargar Jónsdóttur
á Skeggsstöðum. Otrúlegustu upplýsingar fást úr
dómabókum og sýsluskjölum og skjölum á vergangi
í skjalasöfnum. Nafnahefðir og erfðatnál koma þar
einnig við sögu. Leitin að uppruna Bjargar verður
eins og besta og flóknasta spennusaga, þar sem
lesandinn verður að lesa textann aftur og aftur og
tengja ólíklegustu þrœði saman. Allar tilgátur eru
studdar rökum og heimildum en spurningamerkin
eru mörg. í lokin raðar hann púslbitunum saman.
En skyldi lausnin vera fundin?
Guðniundur Sigurður Jóhannsson ættfræðingur. (Ljós-
mynd Guðfinna Ragnarsdóttir)
http://www.ætt.is
3
aett@aett.is