Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2010, Side 17
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2010
ára en íslendingabók telur hana hafa orðið 78 ára.
Gísli sonur Guðna varð 80 ára, Jón, einnig sonur
Guðna, varð 81 árs og Þjóðbjörg 96 ára.
Einnig er gaman að geta þess að stórskáldið Hall-
dór Kiljan Laxness er, samkvæmt upplýsingum frá
Þorsteini Jónssyni bókaútgefanda, kominn af Guðna
í Reykjakoti á fimm vegu, aðeins í 5. ættlið.
Hvítur lokkur
Þorsteinn Jónsson bókaútgefandi og ættfræðingur er
trúlega sá maður sem hefur hvað breiðasta þekkingu
á ættum landsins en hann hefur gefið út um hundrað
bindi af niðjatölum, stéttatölum og sveitakronikum. I
útvarpsviðtali sem ég átti við Þorstein fyrir mörgum
árum spurði ég hann hvort hann teldi að ættir hefðu
sín séreinkenni og kvað hann svo tvímælalaust vera,
bæði í líkamlegu og andlegu tilliti.
Hann minntist þess í sambandi við líkamlegar
erfðir að góður kunningi hans væri með hvítan lokk
í hárinu. Þetta varð til þess að hann veitti þessu ein-
kenni eftirtekt hjá fleirum. Við nánari eftirgrennslan
kom í ljós að hægt var að rekja þennan lokk til Úrsúlu
nokkurrar sem bjó á Breiðafirði langt aftur í öldum.
Lokkurinn, eins konar albínóalokkur, hefur gengið
mjög í erfðir frá henni. Þegar maður sér hvítan lokk
í höfði manna þá tengir maður hann strax við hana
Úrsúlu, sagði Þorsteinn.
Hvað sérgáfur varðar sagði Þorsteinn að Áki Péturs-
son sem vann hvað ötulast við að taka saman Reykja-
ættina hefði fljótt séð að í Reykjaætt eru býsna margir
þeirra sem lengst hafa náð í skáklistinni og í ýmsum
stærðfræðigreinum. Annað einkenni sem er mjög sterkt
í mörgum greinum Reykjaættarinnar er langlífi.
Hvað glæsileika Reykjaættarinnar varðar þá má til
gamans geta þess að einn af Reykjaættinni tók þátt í
ólympíuleikunum í Berlín 1936 og vakti glæst útlit
hans svo mikla aðdáun ráðamanna þar að þeir vildu
að Reykjaættin fjölgaði sér þar í landi.
Stéttamynstur
Þorsteinn undirstrikaði að ættarmót geti verið með
ýmsum hætti. Sumar ættir eru samsettar af hæg-
gerðum einstaklingum, í öðrum slá menn um sig og
eru með stærilæti og hroka. Sumt séu erfðir annað
þjóðfélagsleg aðlögun. Þorsteinn skoðaði á sínum
tíma stéttamynstur í kaupstað á Islandi. Þar fylgdist
hann með afkomendum tveggja systra sem komu frá
fátæku heimili.
Önnur systirin giftist kaupmanni hin sjómanni.
Þegar farið var að skoða og skrá afkomendur systr-
anna, í 500 manna úrtaki, var mjög sláandi að hjá
þeirri sem hafði gifst kaupmanninum var enginn
afkomandi, fram til þeirrar kynslóðar sem fædd var
eftir 1940, sem hafði gegnt öðru starfi en sem tengd-
ist verslun og útgerð. Þar fannst enginn óbreyttur
verkamaður. Allir afkomendur hinnar systurinnar,
sem gifst hafði sjómanninum, höfðu stundað verka-
I Reykjaætt eru býsna margir þeirra sem lengst hafa
náð í skáklistinni. Hér má sjá Trausta Björnsson, af
Reykjaætt, skákmeistara Taflfélags Reykjavíkur 1963,
teila við Harald Z Guðmundsson á fermingardaginn
sinn árið 1957. Trausti hefur tekið saman mikinn fróð-
leik um helstu skákmenn landsins.
mannavinnu eða sjómennsku. Enginn hafði stundað
kaupmennsku, útgerð eða slíkt. Þetta mynstur varð
ekki brotið fyrr en með allra yngstu kynslóðinni.
Þetta sýnir, sagði Þorsteinn, að það er mjög erfitt að
brjótast út úr stéttum, þær fylgja ættum.
Listfengi
Þorsteinn gaf einnig út ónefnt niðjatal sem taldi yfir
2000 manns. Prófarkalesarinn gerði athugasemd við
að titillinn verkamaður kæmi fyrir tvisvar sinnum í
handritinu, en þetta var að öðru leyti hrein mennta-
manna og embættismannaætt. Honum fannst þetta
brjóta mjög mynstur ættarinnar og hafði orð á því við
Þorstein. I ljós kom þá að aftan við verkamannatitil-
inn í báðum tilfellunum stóð í sviga (skyldu). Verka-
menn áttu sem sagt illa heima í þeirri ætt.
Niðjatal Bólu-Hjálmars er eitt þeirra verka sem
Þorsteinn hefur gefið út. Bólu-Hjálmar var eins og
alþjóð veit mikið skáld og mjög hagur og listrænn
maður. Farið var fram á það við niðjana að þeir sendu
sýnishom af hagleik sínum og skáldagáfu. Safnaðist
mjög mikið af slíku efni og kom þar glögglega í ljós
að skáldagáfan og hagleikurinn kemur mjög greini-
lega fram í niðjum hans. Er hreinlega ættarfylgja.
Já, það er augljóst að ættanna kynlega bland skilar
mismunandi erfðum og eiginleikum til okkar. Hvort
sem það em albínóalokkar eða skáldskaparhneigð,
gáfur eða dramb, lauslæti eða listfengi. Á sumum ætt-
um er alþýðubragur. meðan aðrar ættir em áberandi í
þjóðlífinu. En vonandi tökum við öll undir með henni
móður minni sem sagði alltaf að allar ættir væm
merkilegar, hver á sinn máta.
http://www.ætt.is
17
aett@aett.is