Verkakonan - 01.01.1945, Side 6
Afmæliskveðjur
Traustir skulu hornsteinar hárra sala
Afmœliskveðja Alþýðuflokksins
Alþýðuhreyfingin á íslandi hefur átt margar traustar
stoðir. Meðal þeirra, er styrkust hefur reynzt, er
verkakvennafélagið Framsókn. Þetta félag stóð að
stofnun Alþýðusambandsins og Alþýðuflokksins, og
hefur alla tíma síðan reynzt öruggt til heillavænlegra
átaka. A misjöfnum og oft örðugum tímum hreyfing-
arinnar, hefur það aldrei látið lokka sig inn á villi-
götur, og alltaf sýnt málefnum stéttar sinnar, og hug-
sjóninni, sem barizt var fyrir, fyllsta trúnað og ótrautt
fylgi-
Það hefur ekki all.taf staðið sérstakur styr um verka-
kvennafélagið Framsókn. En þrátt fyrir það, hafa störf
þess reynzt mjög giftudrjúg og farsæl. Er það ekki hvað
sízt að þakka ágræti forystu þeirra frúnna Jónínu
Jónatansdóttur og Jóhönnu Egilsdóttur, sem stjórnað
hafa félaginu með sérstökum myndarskap, festu og ör-
yggi. Eiga verkakonur í Reykjavík og yfirleitt öll
verkalýðshreyfingin, þessum brautryðjendum og for-
ystukonum mikið að þakka.
A þrjátíu ára afmæli verkakvennafélagsins Fram-
sóknar flyt ég því í nafni Alþýðuflokksins hinar beztu
þakkir fyrir ómetanlegan styrk og trúnað við málstað
alþýðunnar, um leið og ég óska þess, að félaginu megi
vel vegna í framtíðinni, og að það verði áfram sem
hingað til, öflugur þáttur í íslenzkri alþýðuhreyfingu,
í sigursælli baráttu hennar fyrir auknu frelsi, jafnrétti
og bræðralagi .
Stefán Jóh. Stefánsson.
Forystufélag verkakvenna 30 ára
Kveðja forseta Alþýðusambands íslands
Það var vorið 1913 sem ég vann í fyrsta skipti hér á
„eyrinni“, sem kallað er. Eg vann eins og flestir aðrir
nýliðar hér og þar og við ýmis konar vinnu, eftir því,
sem hún bauðst. Meðal annars komst ég í vinnu við
pökkun á þurrfiski inni á Kirkjusandi, en við það starf
unnu einnig verkakonur. Ég hygg, að ég hafi þá fyrst
gert mér nokkra grein fyrir því, hversu ósæmileg launa-
kjör verkakonur áttu við að búa. Karlmannskaupið var
þá 35 aurar um klukkustund, en kvennakaupið aðeins
15 aurar. Þetta kaup var konunum skammtað af at-
vinnurekendum, því að þá höfðu þær ekki neinn félags-
skap til að styðjast við. Þær voru einangraðar, hver í
sínu horni, og áttu því ekki annars kost en að sætta
sig við það, sem að þeim var rétt.
Ég man það ennþá, að ég fyrirvarð mig innilega 1913
út af því, að ég skyldi fá 35 aura um klukkustundina,
en konurnar aðeins 15 aura. En svo lét ég við það
sitja. Það er gamla sagan, svo óskemmtileg sem hún er.
Við sjáum svo sem rangindin og yfirtroðslurnar og
viðurkennum þetta, að vísu með sjálfum okkur, og
jafnvel hver við annan, en látum svo alltof oft við
það sitja, í stað þess að nota tækifærin, sem gefast, til
þess að bera réttlætinu vitni.
En þó að mér og mörgum öðrum færi ekki stórmann-
legar en raun varð á, þá kom þó að því um síðir, að
verkakonumar tóku sig saman til að stofna sitt eigið
félag.
Verkakvennafélagið Framsókn var stofnað 25. okt.
1914. Þetta félag hefur verið sverð og skjöldur verka-
kvenna nú um 30 ára skeið, ekki aðeins hér í Reykja-
vík, heldur í raun og veru um land allt. Því að það
var brautryðjandinn í félagsskap verkakvenna hér á
landi. A því mæddu brotsjóir byrjunarörðugleikanna
bæði utan frá og innan frá. Það þurfti að sjálfsögðu að
heyja byrjunarbaráttu sína við atvinnurekendur til
þess að það yrði viðurkennt sem samningsaðili fyrir
verkakonur. Og' það þurfti jafnframt að heyja byrjun-
arbaráttuna við tómlæti og skilningsskort meðal verka-
kvenna sjálfra. Slík er saga verkalýðsfélaganna, sér-
staklega hinna eldri.
Verkakvennafélagið Framsókn hefur staðið af sér
brotsjóina nú í 30 ár og það er von og trú góðra manna
að félagið megi enn um langan aldur vinna hlutverk
sitt í menningarbaráttu verkalýðsins á Islandi.
Guðgeir Jónsson.