Verkakonan - 01.01.1945, Blaðsíða 7
Svava Jónsdóítir:
Þættir úr sögu Verkakvennafélagsins Framsóknar
O T J Ó R N Verkakvennafélagsins Framsóknar þótti
hlýða að þessa merkisáfanga, þrjátíu ára afmælis-
ins, yrði minnzt m. a. með því, að raktir yrðu hér
nokkrir þættir úr sögu félagsins.
Ef segja ætti sögu verkalýðsfélags, svo að nokkur
mynd væri á (en saga slíkra félaga verður í rauninni
aldrei nema hálfsögð af ástæðum, sem vikið verður
að áður en þessum þáttum lýkur), yrði að fara með
lesendurna á einhvern sjónarhól, þaðan sem víðsýnt
væri yfir öll svið þjóðlífsins um þær mundir, er félagið
reis á legg.
Ekkert hjálpar okkur eins til rétts skilnings og sann-
gjarnra dóma um menn liðinna alda, og ítarleg þekk-
ing á tímunum, þegar þeir voru uppi, landsvenjum,
þjóðháttum og öllu aldarfari.
Ekki' verður heldur sagan eins félagsskapar eða
hreyfinga, og sízt þeirra, sem jafnmikið hafa haft að
færa og annarri eins byltingu valdið og jafnaðarstefnan
og verkalýðshreyfingin, skýrð eða skilin án þekkingar á
þeim jarðvegi, sem hún festi fyrst rætur í.
Til þess að skilja og meta rétt gildi og þýðingu slíkra
samtaka, yrðum við helzt að gera okkur grein fyrir
hvernig þjóðlífi t. d. hér á Islandi var háttað, þégar
fyrstu verkalýðsfélögin voru stofnuð. Hverra höfuð-
strauma gætti þá í andlegu lífi þjóðarinnar? Hvaða hug-
sjónir átti hún sér þá stærstar og hvaða hugðarefni
voru henni kærust? Hvernig var stjórnarfar hennar á
pappírnum og í framkvæmdinni? Hvaða kröfur gerði
alþýða manna til lífsins? Hverra úrræða neytti hún til
að fá þær uppfylltar og hvernig tókst henni að fá þeim
fullnægt?
En þetta þýðir á bláköldu máli veruleikans:
Hvernig var viðurværi alþýðunnar, fatnaður, húsa-
kynni, skemmtanir hennar, menntunarskilyrði, mögu-
leikar hennar til að búa börnum sínum betri lífskjör en
hún sjálf naut?
Þekking á þessum og ótal öðrum atriðum um aldar-
hátt og þjóðhagi þeirra tíma myndi skapa nýjan skiln-
ing á því að stofnun og starfsemi verkalýðsfélaganna
er í raun og veru ékki einkamál meðlima þeirra, bar-
átta þeirra ekki hagsmunamál nokkurra manna, heldur
mál allrar þjóðarinnar.
Þeir, sem nú eru ungir og hafa tekið við þeim rétt-
indum, menningu og auknu hagsæld, sem verkalýðs-
félögin hafa skapað, sæju þá að hér ættu þeir arf, sem
ekki bæri að forsmá, heldur taka við með þakklæti,
varðveita hann og ávaxta með ræktarsemi, lifandi á-
huga og virku starfi.
Og ýmsir þeirra, sem láta sig litlu skipta hvernig
hverjum einstakling reiðir af í lífsbaráttunni og horfa
með lítilli samúð á stéttasamtök og stéttabaráttu,
kynnu þá að skilja, að á miklu valt fyrir Islendinga,
þegar ný framleiðslutæki og aukið fjármagn höfðu
komið á byltingu í atvinnuháttum, og verkafólkið varð
fjölmennasta stétt bæja og sjávarþorpa, að samtök
mynduðust, sem spornuðu gegn því að hér skapaðist
menningarsnauður og úrræðalaus öreigalýður.
En þó að höf. þessara lína sé vel ljóst, hversu nauð-
synlegt verk þetta væri og um leið ánægjulegt, verður
að segja það hér strax í upphafi, að hann er þess ekki
umkominn að ynna slíkt verk af hendi. Um ástæður
til þess skal ekki fjölyrt.
En alþýða Islands, konur eigi síður en karlar, hefur
aldagamla æfingu í því að bjargast við lítið, en láta
lífsvonina, ódrepandi trú á betri framtíð, bæta sér í
munni þau fátæklegu föng, sem á borð eru borin.
Og í þeirri trú, að sú komi tíð, að einhver dóttir eða
sonur alþýðunnar segi sögu þessa félags eins og hún
þarf að segjast, eru eftirfarandi þættir teknir saman.
UPPHAF.
Sá, sem með athygli hefur lesið greinar þeirra hér í
blaðinu, sem bezt muna liðna tímann, hlýtur að hafa
fengið nokkra hugmynd um kjör alþýðu manna á þeim
tímum, þegar fræ verkalýðshreyfingarinnar eru að
byrja að skjóta öngum í íslenzkum jarðvegi. Hann mun
hafa sannfærzt um, að þar eiga við orð sr. Sigurðar
Einarssonar:
„Sjáðu þetta fólk í fjötrum,
fátækt, snautt og reyrt í bönd.
Köldu húsin, klæði úr tötrum,
kalda, lúna vinnuhönd.“
Enda kom að því að fleiri og fleiri sáu, að hér þurfti
nýrra úrræða við.
Vorið 1913 kemur það til umræðu á fundi í Kven-
réitindaféiagi Islands, hvort það félag geti ekki gert
eitthvað til að bæta kjör þeirra verkakvenna, sem eink-
um vinni útivinnu, fiskverkun o. þ. háttar. Var frú
VERKAKONAN 5