Verkakonan - 01.01.1945, Page 8
Bráðabirgðastjórnin var þannig skipuð:
Jónína Jónatansdóttir, formaður.
Karólína Siemsen, varaformaður.
Bríet Bjarnhéðinsdóttir, ritari.
Jónína Jósefsdóttir, fjármálaritari,
María Pétursdóttir, gjaldkeri.
Þessi sama stjóm var svo kosin óbreytt á fyrsta að-
alfundi félagsins í janúar 1915, en þá var María Pét-
• ursdóttir varaformaður, en Karólína Siemsen gjaldkeri.
MARKMIÐ.
Fyrstu lögin segja skýrt til um tilgang félagsins,
þ. e. önnur grein félagslaganna, sem svo hljóðar:
„Tilgangur félagsins er:
1. Að styðja og efla hagsmuni og atvinnu félags-
kvenna.
2. Að koma betra skipulagi á alla daglaunavinnu
Jónatansdóttir þeirra.
3. Að takmarka vinnu á öllum helgidögum.
4. Að efla menningu og samhug félagsins.“
Jónína Jónatansdóttir málshefjandi um þetta. Var
þessu vel tekið og kosin nefnd til að athuga þetta mál.
Ekki varð þó um sinn af félagsstofnun, en nokkrar
áhugasamar konur úr félaginu fóru seinna á árinu til
helztu atvinnurekendanna og kröfðust kauphækkunar
fyrir verkakonur. Vel má gera sér í hugarlund, að þetta
hafi þótt nokkuð mikill slettirekuskapur og heimtu-
frekja, en þó fór svo, að á næsta vetri hækkaði kaup úr
17—18 aurum á klukkustund í 20 aura.
Vorið 1914 héldu svo þessar konur, undir forustu
Jónínu Jónatansdóttur, fund með verkakonum og var
þá ákveðið að reynt skyldi með haustinu að stofna félag
fyrir verkakonur, og var þá sérstaklega átt við þær,
sem á fiskstöðvunum unnu, en kola- og saltburður
kvenna var þá úr sögunni að mestu.
Haustið 1914, 25. október, sem þá bar upp á sunnudag,
var kallaður saman fundur í Góðtemplarahúsinu. Var
til hans boðað sérstaklega á fiskstöðvunum. Þátttaka í
fundinum var mjög góð, miðað við hve mikil nýlunda
þetta var, og von að margar væru hikandi. Jafnvel
mun hafa gætt nokkurs kvíða um að þarna væru kon-
ur að brjóta af sér hylli allra góðra manna og fyrirgera
von sinni um jarðneska velferð. En 68 voru þær konur,
sem fundinn sóttu, og ákváðu að stofna fyrsta verka-
kvennafélagið á Islandi. En á næsta fundi félagsins
var því gefið nafn samkvæmt tillögu frú Jónínu
Jónatansdóttur, en það var hið glæsilega nafn, F r a m -
s ó k n, sem er hvort tveggja í senn: skuldbinding og
fyrirheit.
Sá fundur var haldinn 28. nóv. Lagði þá bráðabirgða-
stjórn, sem kosin hafði verið á fyrri fundinum, fram
lagafrumvarp, er hún hafði samið. Var það samþykkt
óbreytt.
Svo hefur skipast, að þær breytingar, sem síðar hafa
verið gerðar á þessari grein, eru mjög táknrænar fyrir
þróunarsögu verkalýðshreyfingarinnar, félagshyggju og
skilning alþýðunnar. Árið 1920, þegar þessari grein
er breytt, hefur konum skilist, að einhliða kaupgjalds-
barátta er ekki nóg. Sá flýgur ekki langt, sem aðeins
hefur einn vænginn. Því verður greinin þannig:
„Tilgangur félagsins er sá, að styðja og efla hag félags-
kvenna og menningu á þann hátt, sem kostur er á,
meðal annars með því að ákveða vinnutíma og kaup-
Karólína
Siemsen
6 VERKAKONAN