Verkakonan - 01.01.1945, Page 9
gjald og stuðla að því, að verkalýðurinn taki sjálf-
stæðan þátt í stjómmálum lands og bæjarfélags.“
En tíminn breytist sífellt, og árið 1934, þegar þessi
grein er aftur tekin til endurskoðunar, höfðu konurnar
í Framsókn séð og skilið að nýtt stórveldi var að höggva
sér braut til valda í þjóðfélaginu, og skapa alþýðunni
olnbogarúm. Því er bætt við greinina þessum orðum:
„í samræmi við önnur verkalýðsfélög og Alþýðusam-
band íslands.”
Þess má geta, að annars er margt í félagslögunum
óbreytt frá því, sem það var samþykkt á fundinum 28.
nóvember 1914.
I. Kaupgjaldsmál.
Hvernig hefur þá félaginu tekizt að ná þessum mark-
miðum? Hverjum aðferðum hefur það beitt til þess, og
hver ráð hafa þar dugað bezt?
Nokkurt yfirlit verður birt um það í þessum kafla
og þó alls ófullnægjandi.
Eins og til var ætlazt, urðu kaupgjaldsmál og vinnu-
skilyrði höfuðmál félagsins.
Um leið og félagið var stofnað, var rætt mikið um
kaupgjaldsmálin, og var samþykktur haustið 1914
fyrsti kauptaxti félagsins. En hann var sem
hér segir:
„1. gr. Almennur vinnudagur innan verkakvennafé-
lagsins Framsókn er frá kl. 6 að morgni til kl. 6 að
kvöldi. Haldi félagskonur áfram vinnu eftir kl. 6,
skal það talin eftirvinna.
María
Pétursdóttir
Bríet
BjarnhéSinsdóttir
2. gr. Almennt verkakonukaup sé 25 aurar um tím-
ann, hlunnindalaust, en 20 aurar, þar sem skaffað
er soðning og matreiðsla. Eftirvinna frá kl. 6—10
borgist með 30 aurum um tímann, en nætur- og
helgidagavinna með 35 aurum um tímann. Kaup
þetta miðast við 16—60 ára aldur.“
Ekki var þá settur taxti um fiskþvott.
Eftir nokkurt þjark fór svo, að atvinnurekendur
gengu að því að greiða kaup samkvæmt þessum taxta,
sem annars kom ekki til framkvæmda fyrr en vinna
byrjaði almennt veturinn 1915. Hélzt svo kaupið ó-
breytt 20—25 aurar árið 1916.
En þessi ár var, eins og nú, heimsstyrjöld í algleym-
ingi, með gífurlegri dýrtíð, atvinnuleysi, vöruskömmt-
un og vöruþurrð. En erfitt reyndist verkalýðnum að fá
kjör sín bætt í hlutfalli við þverrandi kaupmátt dag-
launanna.
Árið 1917 samþykkti félagið nýjan kauptaxta. Dag-
kaup skyldi vera 40 aurar á klst., eftirvinna 50 aurar og
nætur- og helgidagavinna 75 aurar. En þá var eftir að
fá útgerðarmenn til að ganga að taxtanum. Þverneit-
uðu þeir að ganga að slíkri hækkun. En hitt munu þeir
hafa séð, að fram hjá félaginu varð ekki gengið og því
buðust þeir til að semja við það, auðvitað fyrir miklu
lægra kaup. Var nú málið rætt á fundi verkakvenna-
félagsins í janúar. Litu konurnar svo á, að þeim myndi
reynast ofurefli að knýja útgerðarmenn til að ganga
að taxtanum, eins og sakir stóðu, og fólu stjórn félags-
ins að semja upp á þau skilyrði, sem bezt biðust.
Samningar tókust svo, þeir fyrstu, sem félagið gerði
við útgerðarmenn. Náðist ekki taxtakaupið, heldur
varð dagkaup frá kl. 6—6 36 aurar á klst., eftirvinna
VERKAKONAN 7