Verkakonan - 01.01.1945, Side 10

Verkakonan - 01.01.1945, Side 10
Jónína Jósefsdóttir 42 aurar, næturvinna 70 aurar og helgidagavinna, önn- ur en vinna í þurrum fiski, 70 aurar. I breiðslu og sam- tekningu á helgum dögum voru greiddir 65 aurar. I fiskþvotti, sem þá var líka samið um, skyldi greiða 90 aura fyrir 100 af þorski og löngu. Þetta kaup var svo greitt árin 1917 og 1918, en það ár lauk hinni fyrri heimsstyrjöld eins og kunnugt er. En dýrtíðin hélt áfram að vaxa og enn vildu verka- konur freista að fá nokkrar kjarabætur. En atvinna þeirra hafði dregizt mikið saman, m. a. vegna sölu tog- aranna til Frakklands árið 1917. I byrjun ársins 1919 fór félagið fram á verulega kauphækkun eða 60 aura í dagvinnu og kr. 1,50 fyrir að þvo 100 af þorski. Ekki vildu útgerðarmenn ganga að þessu, en eftir allmikið þjark sömdu þeir við félagið um 55 aura dagkaup og kr. 1,40 fyrir 100 af þorski. Þessar tölur þykja ekki háar nú og eru það heldur ekki, en þó var hér um að ræða mjög verulega hækkun eða um 50%. Svo að hlutfallslega eru þessir samningar með þeim hagstæðustu, sem félagið hefur gert. En þessi kauphækkun segir raunverulega Htið, mið- að við hina gífurlegu verðhækkun, sem eftirstríðsárin skapa. I þá hít hverfur þessi mikli árangur af starfi félagsins. Og næsta ár, 1920, er aftur reynt að fá kauphækkun vegna dýrtíðarinnar, því að þá urðu verkalýðsfélögin, hvert fyrir sig, að reyna að tryggja félögum sínum það með baráttu, sem lögin færa nú hverjum launþega í landinu. Ef nokkurn veginn jafnvægi hefði átt að nást, hefði kaupið þurft að hækka um 100%, en svo var ekki, þrátt fyrir mikla viðleitni stjórnarinnar. En þetta ár komst þó kaupið í 97 aura í dagvinnu. Er þá komið að árinu 1921. Var þá hafin mikil sókn á hendur verkalýðsfélögunum. Kröfðust atvinnurek- endur mikilla kauplækkana og sést af ýmsu að þeim er nú orðin fullkomlega ljós hættan af verkalýðsfélög- unum, og forsvarsmönnum þeirra. Leituðu þeir ýmissa bragða til að afstýra slíkum voða. Er stofnun „Þjóð- hjálparinnar“ (verkfallsbrjótaliðs) og herförin gegn Olaíi Friðrikssyni aðeins tvö dæmi um hernaðartækni þeirra tíma. Þetta ár stóðu miklar róstur um kaup- gjaldsmálin og veitti ýmsum betur. En niðurstaða þessara mála, hvað verkakvennafélagið Framsókn snertir, er að ýmsu mjög eftirtektarverð og verður því rakin hér nánar. Snemma á árinu 1921 höfðu atvinnurekendur skrif- að verkakvennafélaginu og farið fram á mikla kaup- lækkun, eða úr 97 aurum niður í 70 aura í dagvinnu og hlutfallslega sömu lækkun á öðrum liðum. Stjórn félagsins var fahð að venju, að fara með samningana. Vildi hún ganga inn á nokkra lækkun á dagvinnu- kaupi, en aðrir liðir skyldu haldast óbreyttir. Þessu neituðu atvinnurekendur algjörlega og kom þá málið aftur fyrir félagsfund. Ákvað fundurinn einróma að hafna boði atvinnurekenda, heldur samþykkja kaup- taxta og standa saman um hann sem einn maður. Sam- kvæmt þeim taxta skyldi dagvinna verða 80 aurar, en eftirvinna óbreytt, kr. 1.10. Svo vel tókst stjórn og félagskonum að fylgja þessum taxta eftir, að atvinnurekendur gengu að honum, þrátt fyrir það, sem á undan hafði gengið. Gilti þetta kaup árin 1922, 1923 og raunar líka 1924, en þá fór félagið fram á kauphækkun. Stóð lengi í þófi um þetta, en árangur varð enginn að því sinni, nema litils háttar hækkun á fiskþvotti. Öll þessi ár áttu ýmis önnur verkalýðsfélög í mjög hörðum deilum út af kaupgjalds- málum. Má þar t. d. nefna sjóorustuna frægu, Blöndahls-slaginn svokallaða. Árið 1925 náði svo félagið samningum um 90 aura dagkaup. Aðrir liðir kauptaxtans voru óbreyttir. Verkfall. Árið 1926 er eitt hið sögulegasta í annálum félags- ins. Þá lenti félagið í þeirri hörðustu raun, sem það mun hafa komizt í allt til þessa dags. Dundi sú hríð raunar ekki á verkakvennafélaginu einu, heldur koma bæði önnur verkalýðsfélög og heildarsamtökin þar við sögu. Hefði verið lærdómsríkt að geta birt hér ná- kvæma og hlutlausa frásögn af þessari deilu, 11-daga verkfallinu, eins og það var oft kallað. En þar sem höf. þessara þátta á ekki aðgang að ýmsum frumheim- ildum um þessa deilu, svo sem gjörðarbókum Dagsbrún- ar, Alþýðusambandsins og félaganna í Hafnarfirði, er þess enginn kostur. Verður því stuðst hér við frásögn Péturs G. Guðmundssonar, sem hann skrifaði á 20 ára afmæli félagsins, og víða teknir orðréttir kaflar úr frá- sögn hans, en Pétur var þá einn af helztu forvígis- 8 VERKAtCONAN

x

Verkakonan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkakonan
https://timarit.is/publication/887

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.