Verkakonan - 01.01.1945, Side 12

Verkakonan - 01.01.1945, Side 12
Sigríður Ólafsdóttir „Krefjist stjórn Alþýðusambandsins þess, er stjórn Dagsbrúnar heimilt að stöðva uppskipun, enda standi sambandsstjórn fyrir kaupdeilunni.“ Sama dag átti sambandsstjórn fund með stjórn Dags- brúnar og lagði fyrir hana þessa spurningu: „Er það vilji og álit stjórnar verkamannafélagsins Dagsbrún, að Dagsbrúnarmenn geri verkfall nú þegar til stuðnings verkakvennafélaginu Framsókn og stöðvi uppskipun úr togurum, ef verkakvennafélagið óskar þess?“ Þessari spumingu svaraði stjórn Dagsbrúnar þannig: „Stjórn Dagsbrúnar álítur, að samúðarverkfall af hendi Dagsbrúnar geti orðið til þess, að draga félagið inn í kaupdeilu, sem gæti orðið þess valdandi, að kaup verkamanna lækkaði úr því sem nú er. Þrátt fyrir það vill stjórn Dagsbrúnar gera samúðarverkfall til stuðnings verkakvennafélaginu Framsókn, ef sambands- stjórn telur það nauðsynlegt til heppilegrar úrlausnar á málinu.“ Sama dag var haldinn fundur í Framsókn. A þeim fundi var rætt mikið um þetta mál og lyktaði þeim umræðum með því, að sambandsstjórn var falin öll meðferð þess fyrir kvennanna hönd. Einnig samþykkti fundurinn að fela sambandsstjórn að semja við útgerð- armenn fyrir hönd Framsóknar um kaup, og gaf henni fullt umboð til að undirskrifa samninga. Daginn eftir kallaði sambandsstjórnin stjórn Dags- brúnar á sinn fund og tilkynnti henni þá ályktun sína, að Dagsbrún skyldi hefja samúðarverkfall að morgni næsta dag. Jafnframt tilkynnti sambandsstjórn að hún hefði skipað 3 menn í verkfallsstjórn og 3 menn í samninganefnd. Þá krafðist sambandsstjórn þess, að Dagsbrún stöðv- aði alla vinnu við togara, sem kæmu af fiskiveiðum. Að morgni 16. marz mætti öll stjórn Dagsbrúnar á hafnarbakkanum kl. 5.30 og stöðvaði vinnu við alla togara og önnur fiskiskip, sem komu af veiðum. Verkfallsverði setti Dagsbrún nótt og dag. Þann 17. marz barst sambandsstjórn svohljóðandi bréf frá Félagi ísl. botnvörpuskipaeigenda: „Vegna samþykktar Alþýðusambands íslands, sam- anber tilkynningu til félags vors, dags. 15. þ. m. um að stöðva uppskipun úr togurunum, hefur félag vort sam- þykkt að stöðva frá kl. 6 e. h. á morgun alla hafnar- vinnu hér í Reykjavík við upp- og út-skipun á kolum þeim og salti, sem félagsmenn ráða yfir, nema því að eins, að oss hafi innan þess tíma borist tilkynning frá yður um, að lokið sé tilraunum yðar til að stöðva vinnu við togarana.“ Meðan þessu fór fram voru alltaf öðru hvoru haldnir fjölmennir fundir í Framsókn, eða alls 6 þann tíma, sem verkfallið stóð. Var reynt að safna í félagið öllum þeim konum, sem á fiskstöðvunum unnu, en það gekk ekki vel, af ástæðum, sem áður voru taldar. Harðnaði nú deilan dag frá degi. „Út úr neyð“, eins og blað þeirra komst að orði, reyndu atvinnurekendur að fá togara sína afgreidda með verkfallsbrjótum og tókst þeim það í Hafnarfirði eftir talsverð átök. Mátti þá segja, að barizt væri á mörgum vígstöðvum og áttu verkalýðssamtökin mjög í vök að veriast. Stjórn Dagsbrúnar fyrirskipaði svo algert verkfall við Reykjavíkurhöfn frá og með 22. marz, og var því vel framfylgt, en nokkrar skærur urðu þó í sambandi við tvö skip, en þeim má telja að hafi lokið með sigri verkamanna. Atvinnurekendur svöruðu þessu m. a. með því, að krefjast nú einnig lækkunar á Dagsbrún- arkaupinu, og hóta allsherjar verkbanni. Reynt var að komast að samningum um einhverja málamiðlun við atvinnurekendur, en þeir höfnuðu hverri miðlun. Ráðgast var við stjórn Sjómannafélagsins, en hún taldi sér ekki fært að fyrirskipa samúðarverkfall og kalla með því allan togaraflotann heim af veiðum. Og þar kom, að forráðamenn samtakanna sáu sig tilneydda að ganga til samninga við útgerðarmenn og voru þeir undirritaðir 26. mars. Samkvæmt þeim samningi varð dagkaup 80 aurar, eftirvinna kr. 1,00, nætur- og helgidagavinna kr. 1,10. Kr. 2,10 að þvo 100 af þorski. Það er engin ástæða til að draga hér fjöður yfir það, að þetta var ósigur fyrir félagið og raunar samtökin í heild sinni. En hér áttu við orð Þorsteins: Og þó að þú hlægir þeim heimskingjum að, er hér muni í ógöngum lenda, þá skaltu ekki að eilífu efast um það, að a f t u r mun þar verða haldið á stað . . . Mörgum félagskonum sveið ósigurinn sárt og þær 10 VERKAKONAN

x

Verkakonan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkakonan
https://timarit.is/publication/887

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.