Verkakonan - 01.01.1945, Page 15
„Verkakonan11 hefur átt tal við tvær af stofnend-
um Verkakvennafélagsins Framsóknar, þær frú Karó-
línu Siemsen og Guðfinnu Vernharðsdóttur.
Karólína var um margra ára skeið ein af ötulustu
baráttukonum félagsins og gegndi mörgum störfum í
þágu þess, og Guðfinna hefur ætíð reynzt félagi sínu
einn af þeim áhugasömu og ótrauðu liðsmönnum, sem
enginn góður félagsskapur getur þrifist án.
— Segið þið mér eitthvað af högum verkakvenna hér
í Reykjavík, þegar þið munið fyrst eftir þeim, fyrir og
um síðustu aldamót.
„— komu úr myrkrinu og kuldanum . . . bognir og
hlýðnir . . “
Karólína verður fyrir svörum:
Eg man vel eftir þeim, uppskipunarkonunum hérna
á eyrinni með kolapokana á bakinu og vatnskerling-
unum á götunni með föturnar sínar. Þær eru víst
nokkrar á lífi ennþá, sem stunduðu eyrarvinnuna. En
sérstök hátíð þótti þessum útigöngu-konum að komast
í uppskipun á timbri, því sú vinna var miklu hrein-
legri og ekki eins erfið og kola- og saltburðurinn.
Vinnutíminn mátti heita ótakmarkaður. Unnið var
jafnt nótt og dag eða fram á nótt, ef svo vildi verkast.
En orðin eftirvinna og eftirvinnukaup voru þá ekki
einu sinni til í málinu. Ekki fremur en fólkið þekkti
sérstaka kaffi- eða matmálstíma. Fólkinu var færður
einhver biti, sem það stalzt til að gleypa í sig undir
Uppskipunorkonurnar
— VIÐTAL —
pakkhússgaflinum eða bátshliðinni og betra var að vera
ekki of lengi. Sums staðar var verkafólkinu gefið eitt
hagldabrauð, svo sem í kaffi stað, — voru það kallaðar
„tragteringar“. Hjá öðrum fékk fólkið 10 aura „bílæti“,
og gat tekið út fyrir það í verzluninni, en kaupmenn-
irnir voru þá jafnframt helztu atvinnurekendurnir.
— Hvað var kvenfólkskaupið um þessar mundir?
Það mun hafa verið ein króna fyrir vinnudaginn,
hvað langur sem hann var. Og 1 króna og 10 aura brauð
var þá greitt fyrir troðinn tunnusekk af þvotti, og var
þá auðvitað farið í Laugarnar.
— Hvernig var svo afkoma fólks, með þessum langa
vinnudegi — og þessum mikla þrældómi?
— aðrir gengu á hákarlshúð —
Það mætti segja, að eins og það voru áraskipti að
afla, væru áraskipti að því hvað fólkið var svangt,
það sem ekkert hafði við að styðjast nema vinnu sína.
Kaffihlé
í skjóli við
stakkinn
VERKAKONAN 13