Verkakonan - 01.01.1945, Page 18
Þættir úr sögu félagsins
(Frh. af síðu 11.)
barátta félagsins, þolgæðiS jafnt í blíðu og stríðu, og
tryggðin við málstaðinn, hefur borið ríkulega ávexti.
II. Stjórnmálabarátta.
Þess hefur áður verið getið, að þær konur, sem mest
hafa mótað stefnu verkakvennafélagsins, hefðu snemma
skilið það, að einhliða kaupgjaldsbarátta væri ekki ein-
hlýt. Alþýðan þyrfti að gæta hagsmuna sinna og efla
áhrif sín, ekki á mörgum, heldur ö 11 u m sviðum
þjóðlífsins. Verkakonur í Framsókn skildu líka fljótt
nauðsyn öflugra pólitískra samtaka.
Verkakvennafélagið var einn af stofnendum Alþýðu-
sambandsins og hefur aldrei þaðan vikið. Formenn
Framsóknar hafa flest árin verið í stjórn Alþýðusam-
bandsins og einnig hefur félagið venjulega átt konu í
stjórn Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna. Mun varla of-
mælt, að félagið hafi verið, svo langt sem áhrif þess
náðu, eitt hið tryggasta og styrkasta sambandsfélag,
hvort sem Alþýðusambandinu var sungið last eða lof.
Stuðningur félagsins við Alþýðuflokkinn hefur frá
fyrstu tíð verið svo eindreginn og öflugur, að honum
hefur ekkert getað hnekkt. Félagskonur hafa ætíð
reynst Alþýðuflokknum eins og menn mundu helzt
kjósa að reynast vinum sínum: gefið honum það sem
þær áttu bezt, tíma sinn og tómstundir, starfsþrek, á-
huga og alúð, óeigingirni og fórnfýsi. Þær hafa lagt
honum liðsinni, sem aldrei brást ,en reyndist þá bezt,
er mest þurfti á að halda.
Oþreytandi hafa þær unnið fyrir allar kosningar,
sem flokkurinn hefur tekið þátt í og auk þess lagt
fram talsvert fé til kosningastarfsemi, einkum hin fyrri
ár.
Öll fyrirtæki flokksins hafa þær stutt í orði og
verki. Alþýðublaðið hafa þær styrkt með beinum fjár-
framlögum og með því að vinna að útbreiðslu þess.
Alþýðuprentsmiðjunni hefur félagið einnig lagt lið með
fjárstyrk og með aðstoð við söfnun hlutafjár. Fé hafa
þær lagt fram til útbreiðslustarfsemi bæði á sviði
verkalýðsmála og stjórnmála.
Þá hafa þær veitt mjög mikinn stuðning öllum þeim
fyrirtækjum, sem Alþýðuflokkurinn hefur tekið þátt
tekið svo miklum breytingum, að slíkt er samtökum
þeirra og forystu til mikils sóma.
Verði samtakaþroski og vinnubrögð verkakvenn-
anna í framtíðinni reistur á þeim grunni, sem þegar er
lagður og áfram haldið á sömu braut, má þess vænta,
að íslenzka þjóðin eigi þar styrk öfl að verki í land-
varnarbaráttu sinni. Sigurjón Á. Ólafsson.
í. Þær unnu á sínum tíma að því að koma upp Alþýðu-
brauðgerðinni. Gáfu mjög ríflega upphæð til kaupanna
á Iðnó og lögðu talsvert hlutafé til byggingar Alþýðu-
hússins við Hverfisgötu.
En starf þeirra allt fyrir flokkinn verður aldrei
metið til fjár. Og margar af þeim konum, sem bezt
hafa fyrir flokkinn unnið, hafa hlotið sína pólitísku
skólagöngu í Framsókn. Báðir formenn félagsins hafa
setið í bæjarstjórn Reykjavíkur og látið þar að sér
kveða. Þá hafa þær og báðar verið í framboði fyrir
flokkinn við kosningar til Alþingis og flutt málstað
hans með yfirlætislausri festu og þeim sannfæringar-
krafti sem áralöng barátta og raunhæf þekking getur
veitt.
Allir, sem nokkurs meta málstað jafnaðarstefnunnar
á íslandi, viðreisnarbaráttu alþýðunnar og lífsöryggi
smælingjanna, hafa því ástæðu til að þakka Verka-
kvennafélaginu Framsókn starfið í þessi 30 ár. En
fyrst og fremst allir þeir, sem Alþýðuflokknum fylgja
að málum. Hinir, sem telja hag sínum og málstað bezt
borgið með því að leggja Alþýðuflokkinn £ rústir,
munu enn um sinn eiga þar einbeittri andstöðu að
mæta, sem verkakvennafélagið er.
III. Önnur félagsstörf.
Fyrr í þessum þáttum var getið fyrstu stjórnar fé-
lagsins og kemur þá strax við sögu sú kona, frú Jónína
Jónatansdóttir, sem öllum öðrum fremur varð skjól og
skjöldur félagsins um 20 ára skeið. Hún var aðalstofn-
andi félagsins, stýrði því mestu erfiðleikaárin og starfaði
fyrir það með allri sinni leiftrandi starfsgleði. Hún gaf
því áhuga sinn, kjark og hetjulund, og það sem mest
var um vert, og þeir hræðilegu tímar sem við lifum
nú kenna okkur kannske að meta: g ó ð v i 1 d , sem
ekki brást og einskis krafðist fyrir sjálfa sig. Hún leit
á allar félagskonur sem vini sína.
Annars er ekki ætlunin að segja hér frá ævistarfi
frú Jónínu, en jafnvel í lélegu ágripi af sögu félagsins,
hlýtur henni að verða ætlað nokkurt rúm. Frú Jónína
var formaður félagsins frá stofndegi og til aðalfundar
1935. En heiðursfélagi er hún síðan. Þá tók núverandi
formaður, frú Jóhanna Egilsdóttir við, og hefur gegnt
því starfi síðan, en alls hefur frú Jóhanna verið í stjórn
verkakvennafélagsins í tuttugu og tvö ár. Öll störf sín
fyrir félagið hefur hún unnið af miklum áhuga, ósér-
plægni og tryggð við hugsjónir félagsins.
Annars má segja að ekki hafi stjórnarbyltingar verið
tíðar í Framsókn.
í þessi 30 ár hafa aðeins 27 konur gengt stjórnarstörf-
um. Eru það þessar:
Jóhanna Egilsdóttir 22 ár
Jónína Jónatansdóttir 20 —
Karólína Siemsen 12 —
Jónína Guðjónsdóttir 10 —
Sigríður Hannesdóttir 8 —
16 VERKAKONAN