Verkakonan - 01.01.1945, Síða 20
ana sinna. Hefur söngflokkur (kvennakór) hvað eftir
annað verið stofnaður og æfður á vegum félagsins og
einnig hefur það oft haldið uppi leikstarfsemi og átt
þar mjög hlutgengar konur. En allt hefur þetta glætt
og lífgað félagslífið, og gefið konum ný verkefni.
Þá má og geta þess, að félagið hefur hin síðari ár
tekið öflugan þátt í félagsskap sem rekið hefur barna-
heimili að sumrinu. Þátttakendur hafa einkum verið
frá verkalýðssamtökum kvenna og ber starfsemin hið
fagra nafn, „Vorboðinn".
Um sjúkrasjóðinn má loks geta þess, að 500—600
konur hafa notið góðs af honum og hefur hver styrk-
veiting verið 50—100 krónur. Árið 1942 var fyrirkomu-
lagi sjóðsins breytt og hann sameinaður öðrum sjóðum
félagsins.
Árstillög í félaginu hafa ætíð verið mjög lág, en árs-
iðgjöld samtals numið um 70 þúsund krónum. Tekna
hefur auk þess verið aflað með ýmsu móti eins og áður
segir og fjármálunum stjórnað með gætni og trú-
mennsku. Auk bazars- og félagssjóðs á félagið vinnu-
deilusjóð.
Utgjöld hafa verið helzt, auk kostnaðar við sjálfa
félagsstarfsemina, skattur til Alþýðusambandsins og
Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna. Ennfremur hefur eins
og áður er sagt, nokkurt fé farið til stjórnmálastarfsemi
alþýðunnar og fyrirtækja hennar, auk talsverðra fram-
laga til styrktar ýmsum menningar- og þj óðþrifamálum
og til líknar bágstöddum. Oft hefur félagið styrkt verka-
fólk úti á landi, sem átt hefur í kaupdeilum eða orðið
fyrir sérstökum áföllum, t. d. vegna jarðskjálftanna í
Dalvík.
Árið 1926 styrkti félagið enska kolanámumenn í
verkfalli þeirra og árið 1935, þegar ofbeldið fór reynslu-
för sína um Spán, og alþýðan þar veitti sína þrautseigu
en vonlitlu vörn, þá sendi verkakvennafélagið henni
nokkura fjárupphæð.
Yfirleitt hafa félagskonur reynst hlýðnar þeirri rödd,
sem býður mönnunum að líkna öllum bágstöddum og
leggja smælingjunum lið.
Niðurlagsorð.
í upphafi þessara þátta var þess getið, að sögu hvers
einstaks verkalýðsfélags mundi aldrei verða hægt að
segja sanna og nákvæmlega rétta.
Verkalýðsbaráttan á sínar hetjur, sem frægar hafa
orðið af stórorustum og stórsigrum, og þær, sem eins
og Brjánn forðum, féllu en héldu velli, en umfram allt
á hún sína óþekktu hermenn, konur og karla, sem
hvergi er getið, eru aðeins hversdagslegt nafn, sem
bregður fyrir í fundargjörð eða skýrslu. En af þeim
fara annars engar sögur. Fámálugir, staðfastir, skyldu-
ræknir og tryggir reyndust þeir félagi sínu eins og
öðrum. Aldrei nídduát þeir á neinu því, sem þeim var
trúað fyrir. Og félagið þeirra hlaut lífsmátt sinn frá
þeim. Það var þeirra kraftur, sem knúði fram sigrana,
þolgæði þeirra og bjartsýn trúfesta, sem bar ósigr-
ana. Stilltir og hófsamir voru þeir í gleði sinni, þegar
vel gekk, og æðrulausir þoldu þeir andstreymið.
Verkakvennafélagið Framsókn hefur átt marga af
þessum ónefndu hermönnum, ekkert síður en önnur
verkalýðsfélög, og fyrir það þakka félagskonur nú og
blessa minningu þeirra.
En þessum þáttum verður nú lokið að sinni með því
að rifja upp orð einnar gáfaðrar og góðrar félagskonu
frá bernskudögum verkalýðshreyfingarinnar. En hún
sagði í bréfi árið 1916 m. a.:
„Það væri óskandi, að verkafólksfélög væru stofnuð
alls staðar í kringum þetta land, hvar sem unnið er og
héldust í hendur til að gæta réttar síns gagnvart of-
ríkismönnunum og þeim, sem hafa hag af því, að kaup
verkamanna sé sem lægst og kjörin þröng. Slík fé-
lagshreyfing er nú þegar byrjuð og hún er svo rétt-
mæt, að hún á að útbreiðast hröðum fetum og festa
rætur á hverjum firði og vík, sem verk er unnið, og
hún á að auka sjálfstæðis- og sjálfsábyrgðartilfinn-
ingu einstaklingsins og skapa heilbrigða, menntaða og
velmegandi verkamannastétt í landinu . . .
Ef hver einstök skilur skyldu sína og rækir hana
vel, hvernig sem á stendur, þá þarf ekki að kvíða ó-
sigri. Það er gott að berjast fyrir góðu málefni. Mark-
miðið: . . . viðreisn lítilmagnans efnalega og and-
lega er svo veglegt, að það hlýtur að nást fyrr eða
síðar. Til þess þarf aðeins það, að rétta hver öðrum
höndina og starfa saman. Móti þeirri orku, sem þá
myndaðist megnar engixrn.11
Dúa:
Afmælíshát'íðin okkar
Verkakvennafélagið „Framsókn“ hélt upp á 30 ára
afmæli sitt með virðulegu samsæti föstudaginn 27.
október s.l. Hátíðin fór í alla staði vel fram og var vel
sótt af félagskonum.
Hér fer á eftir lýsing einnar félagskonu á hófi þessu,
eða eins og það myndi vera kallað t. d. í útvarpinu,
hugleiðing um 30 ára afmælisveizlu Framsóknar
Eins og venja er fyrir slík hóf, fór fram aðgöngu-
miðasala dagana áður og mátti þá læra ýmislegt um
mannlegt eðli, ef að var gáð:
Góðar félagskonur kepptust um að ná í miða, tryggja
sér aðgang. Sumar þeirra höfðu ekki marga aura af-
lögu, en þótti þó ekki gerlegt að missa af þessari há-
tíðisstund. Ein þeirra er mér minnisstæð, hún kom
himinglöð með 30 krónurnar sínar fyrir miðann sinn,
taldi það ekki dýrt fyrir jafn góða skemmtun, enda
18 VERKAKONAN