Foreldrablaðið - 01.12.1951, Blaðsíða 7

Foreldrablaðið - 01.12.1951, Blaðsíða 7
ir listamenn, og minnist ég þar t. d. Þór- unnar Jóhannsdóttur, sem fyrst spilaði opinberlega í Austurbæjarskólanum. Stundum koma einhverjir fullorðnir og skemmta, en vel má til þess vanda, ef það á að vekja jafn mikinn fögnuð og þau at- riði, sem börnin annast. Milli þátta eru sungin vinsælustu skólalögin. Kvikmynd er venjulega sýnd að lokum, en öll skemmtunin í samkomusalnum stendur venjulega í rúma tvo klukkutíma. Að henni lokinni fer hver bekkur til sinnar stofu, þar sem eitthvert góðgæti bíður, oft- ast ávextir, en elztu börnin fá jafnan að dansa stundarkorn, áður en haldið er heim. Þegar kvikmyndin er á enda eða eitt- hvert annað það atriði skemmtiskrárinn- ar, sem síðast er, þá gengur einhver kenn- aranna að hljóðfæri og byrjar að leika á það, en börnin taka undir, og frá öllum þessum hundruðum litlu jólagesta skól- ans hljómar nú söngurinn um helgi jól- anna, son guðs, er signuð mær ól. Eg veit til þess, að margur fullorðinn hefur viknað, er ljósih blika í augtim þessa stóra hóps, þegar hann syngur hinn un- aðslega, síung'a en þó gamla söng um hátíð barnanna, helgi jólanna, og trúað gæti ég því, að margur myndi síðar telja það meðal björtustu bernskuminninganna, er lítill drengur eða telpa sat í glöðum hópi á skólaskemmtuninni og söng um Betlehemsbarnið góða. 1. desember 1951 FORELDRABLAÐIÐ 7

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.