Foreldrablaðið - 01.12.1951, Síða 8
Vilbergur Júlíusson:
Frumbyggjor
Nýja-Sjálands
ÞEGAR HVITIR MENN settust fyrst
að á Nýja-Sjálandi, var fyrir í landinu
harðgert og herskátt fólk. Þessir frum-
byggjar Nýja-Sjálands nefnast Maóríar.
Maóríarnir höfðu um langvegu sótt þang-
að. Talið er, að þeir hafi upphaflega kom-
ið frá Indlandi, flutt sig síðan til Indó-
nesíu og Mikrónesíu. Þeir settust snemma
að á eyjunni Samóa og héldu jafnvel enn
lengra austur á bóginn, alla leið til
Hawaii-eyja og að lokum til Nýja-Sjá-
lands.
Þessir víkingar sólarupprisunnar, eins
og Maóríarnir eru kallaðir af sagnfræð-
ingum nútímans, voru fyrirferðarmiklir
og friðlausir, en framúrskarandi sæfarar.
Þeir voru greindir vel, lásu stjörnur,
þekktu gang himintungla, vissu, hvenær
vinda var von og hvernig straumar lágu.
Er það undravert og sígilt rannsóknar-
efni enn þann dag í dag, hvernig Maórí-
arnir og aðrir Polynesíumenn fóru allra
sinna ferða á óravíddum Kyrrahafsins. —
Það er alkunnugt, að líf fólks á Kyrra-
hafseyjunum yfirleitt er einfalt og létt.
Lífsbaráttan er ekki hörð, og margir lifa
þar heldur áhyggjulausu lífi. Veðráttan
er mild, gnægð ávaxta og gott til fanga.
Náttúran sér þar um sína.
En þegar Maóríarnir komu til Nýja-
Sjálands blöstu við þeim allt önnur lífs-
Hin
ögrandi
tunga.
skilyrði. Hið nýja land gerði meiri kröf-
ur til íbúa sinna. Eyjarnar voru kaldari
og fátækari af náttúrunnar gæðum, séð frá
sjónarhóli frumstæðra manna, en systur
þeirra fyrir austan og norðan. Þrátt fyrir
þessa annmarka stóðust Maóríarnir fylli-
lega prófið í hinu nýja umhverfi. Það
sýndi sig fljótlega, að innflytjendurnir
nýju voru búnir nauðsynlegustu kostum
frumbyggjanna, þolinmæði og þrautseigju.
Þeir komu snemma á hjá sér vel skipu-
lögðu þjóðfélagi, og hjá þeim þróaðist
merkileg menning. Má með sanni segja,
að Maóríarnir á Nýja-Sjálandi séu einn
merkasti kynþátturinn í hópi frumstæðra
þjóða.
Maóríarnir áttu aldrei ritmál, en listin
að segja sögur hefur ávallt verið í háveg-
um höfð hjá þeim. Hafa þeir á þann hátt
varðveitt margar einkennilegar þjóðsög-
8 FORELDRABLAÐIÐ