Foreldrablaðið - 01.12.1951, Page 9

Foreldrablaðið - 01.12.1951, Page 9
ur og fallegar ástarsögur. Er sagan um Hinemoa þeirra fegurst og bezt, enda heimsfræg. Frásagan um þjóðflutningana frá Indlandi til Nýja-Sjálands hefur ainnig geymzt í minni Maóríanna. Þeir eru líka afbragSs vefarar, prýðilegir söngmenn, dansmenn góðir og síðast en ekki sízt skurðhagir mjög. Skreyta þeir hús sín, dyrastafi og burstir, og ýmiss kon- ar áhöld af undraverðum hagleik. Þykja útskurðarmyndir Maóríanna hinir mestu kjörgripir. ' — Maóríarnir kunnu og að hagnýta sér hveri og hverahitann, bæði til suðu og upphitunar að nokkru leyti. Samskipti Maóríanna og hinna hvítu manna voru í upphafi og lengi fram eftir bæði ill og ógiftusamleg. Voru hvalveiði- menn og aðrir sjómenn og ævintýramenn hinir mestu friðspillar. Maóríarnir voru ákafir stríðsmenn, svifust einskis í orust- um og létu hvergi hlut sinn, nema síður væri. En þó fór svo að lokum, að góðir w menn af beggja hálfu gengu á milli og saminn var ævarandi friður milli hinna , brúnu og hvítu manna. Þetta gerðist árið 1840, og eru hinir afdrifaríku friðarsamn- ingar kenndir við Waitangi. Hefur þetta vopnahlé orðið giftudrjúgt og til ómetan- legs gagns fyrir báða aðila. Hafa Maórí- arnir tekið upp menningu, siði og háttu, hinna hvítu manna, án þess þó að varpa fyrir borð sínum eigin einkennum og sterkum þáttum sinnar fornu menningar. Er nú svo komið, að frumbyggjar Nýja- Sjálands standa fullkomlega jafnfætis hinum hvítu mönnum í hinu sjálenzka þjóðfélagi og eru mikils metnir þjóðfélags- borgarar. » Það þykir ekki nú í frásögur færandi, þótt kennarinn, læknirinn eða ráðherr- Efsta myndin: Maóríahús í Nýja-Sjálandi. Takið eftir tréskurðinum. — 2. mynd: Tveir Maóría- drengir við útskurð í skóla. — Neðsta myndin: Blandaður hópur, brúnir og hvítir, í nýsjálenzk- um skóla. ■

x

Foreldrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.