Foreldrablaðið - 01.12.1951, Page 17

Foreldrablaðið - 01.12.1951, Page 17
Foreldraþáttur: Samvinna skóla og heimila — ölvun unglinga — enn um smábarna- skóla „MÉR ER ÞAÐ LJÓST, a'ð samvinna þarf að vera milii foreldra og kennara", segir „miðaldra faðir“ í viðtali við blaðið, „en hvernig sú sam- vinna á að vera er mér aftur á móti dálítil ráð- gáta. Kennarar gefa nú út Foreldrablaðið m. a. til þess að efla þessa samvinnu, og yfirleitt er grunntónninn í máli þeirra sá, að þeir séu reiðu- búnir til samstarfs um vandamál barnauppeldis- ins og fullyrða, að ekkert megi sín meira en slíkt til velfarnaðar. Þetta er allt saman gott og bless- að. Vafalaust hafa þeir rétt fyrir sér. En mér finnst á það skorta, að þeir útskýri í einstökum atriðum, hversu samvinnunni á að haga. Væri ekki tilvalið, og nú sný ég máli mínu til For- eldrablaðsins, að einmitt það birti greinar um, hvað þessi samvinna er í raun og veru? Það nægir ekki að ræða almennt um þessa sam- vinnu, lofa gildi hennar og hvetj a foreldra til þess að taka þátt í henni, nema því aðeins að foreldrar viti fyrir víst, hvað við er átt — þeim séu sýnd áþreifanleg dæmi og nákvæmlega út- skýrt, hvað gera þurfi. Yfirleitt finnst mér kenn- arar vera of myrkir í máli og í blaði þeirra of mikið af almennum hugleiðingum". * *• * MENN MEGA AUÐVITAÐ EKKI flaska á því, að samvinna skóla og heimila sé einhver dularfull brella. sem leyst geti flesta hnúta upp- eldismálanna. í t'ðli sínu er slík samvinna ofur einföld og þarfnast ekki mikilla skýringa, þótt tvímælalaust sé til mikilla bóta að ræða hana í einstökum atriðum, eins og miðaldra faðir talar um. Hér skal engin tilraun gerð til þess að gera hana foreldrum Ijósa, en aðeins bent á það, að hún er vitaskuld fyrst og fremst í því fólgin, að foreldrar og kennarar séu samtaka um upp- eldið, eftir því sem við verður komið — togist ekki á um krakkana. Kynni foreldranna af skóla- starfinu og kennarans af heimilunum er ef til vill það mikils verðasta. Fyrir því er þessi sam- vinna erfiðust, þar sem fjöldinn er mestur, en um leið nauðsynlegust. % % „MIÐALDRA FAÐIR“ segir, að kennarar séu of myrkir í máli og of mikið sé af almennum hugleiðingum í blaði þeirra. Þetta er ekki nema sjálfsögð aðfinnsla og raunar vel þegin. For- eldrablaðinu er það vel ljóst, að nauðsynlegt er að tala með skýrum og ótvíræðum orðum um uppeldismál og hreinskilnislega, taka einstaka þætti fyrir hvern út af fyrir sig og reyna, ef unnt er, að kryfja hvert mál til mergjar. Nokkra tilraun hefur það þótzt gera til slíks, hvernig sem lesendum finnst, að tekizt hafi. Svo er það að minnsta kosti ekkert sérkenni kennara að tala of óljóst og almennt um uppeldismál. Sann- leikurinn er nefnilega sá, að yfirleitt öll gagn- rýni á skólana frá þeim, er utan þeirra standa, er almenns eðlis. ífc sH sfc „UNGUR MAÐUR“ skrifar Foreldrablaðinu um skemmtanir æskunnar. Hann segist vera ókvæntur og barnlaus, en samt vilji hann biðja Foreldrablaðið fyrir nokkrar línur. Honum far- ast svo orð: „Ég fer alloft á dansleiki og tel mig þekkja þann þátt skemmtanalífsins í Reykjavík nokkuð vel. Það er töluvert algengt, að menn sjáist þar undir áhrifum víns, líka þar sem ölvun er bönnuð. En það, sem mér finnst óprýða mest margar þessar skemmtanir, er, hve ótrúlega oft sést vín á unglingum, sem rétt komnir eru af skólaaldri. Stúlkurnar eru engin undantekning. Slík ómenning snertir að mínum dómi alla menn, sem ala í brjósti von um, að íslenzk æska temji sér heilbrigðar og þroskandi lífsvenjur. Þess vegna hlýtur að vera almennur vilji fyrir því, að úr verði bætt. Það á auðvitað ekki að banna æskunni að skemmta sér, en það á að veita henni heppileg skilyrði til skemmtana og þroskandi starfs í tómstrmdum. Og til þess að svo megi verða, þarf að koma upp æskulýðshöll í Reykja- vík“. * * * JÁ, ÞAÐ ÞARF að koma upp stofnun eða stofnunum, þar sem unglingar geta dvalizt í foreldrablaðið 17

x

Foreldrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.