Foreldrablaðið - 01.12.1951, Blaðsíða 19

Foreldrablaðið - 01.12.1951, Blaðsíða 19
tómstundum sínum og „veita þeim heppileg skil- yrði til skemmtana og þroskandi starfs“. Það er sjálfsagt ekki einhlítt fremur en annað, en mundi samt vafalaust duga til þess, að forða mörgum frá að leiðast út í óreglu á unglingsárum. * * * GUÐJÓN JÓNSSON skrifar Foreldrablaðinu: „í 4.5. tbl. Foreldrablaðsins ræðir „Faðir í Aust- urbænum“ um smábarnaskóla o. fl. Tilefnið virðist vera grein í 2. hefti blaðsins: „Hvenær á bamið að hefja lestrarnám?“ Nokkurs mis- skilnings gætir hjá föðurnum, er telur nefnda grein „hnjóð“ um smábarnaskólana og virðist gera vissa ábendingu að meginefni greinarinnar. Þetta er skylt að leiðrétta. í grein þessari var bent á nokkrar hættur, sem því fylgdu að setja barn mjög ungt í skóla, og á ýmsan vanda smá- bamaskólans vegna sérstöðu hans. Var því var- að við öllu ofurkappi í þá átt að koma bömum í skóla fyrir skólaskyldualdur. Hins vegar fer því fjarri, að gefið væri í skyn, að „aðalreglan um þá“ (smábamaskólana) væri einmitt sú, að hættan yrði veruleiki. * * * NÚ SKAL ÞÓ SAGT, að margir reyndir og gætnir kennarar og manna ólíklegastir til að kveða upp sleggjudóma telja vafasamt gagn að smábarnaskólunum í núverandi mynd þeirra. Þeir álíta, að bráðþroska börnum séu þeir ekki nauðsynlegir, þau fái án þeirra numið það, sem þeim er ætlað, en seinþroska bömum séu þeir hættulegri. Þeim síðarnefndu fari einmitt eins og í áður nefndri grein var bent á, að gæti farið, og „Faðir í Austurbænum“ rekur alveg rétti- lega. Þessir kennarar styðjast við kynni sín af börnum, sem verið hafa í smábarnaskólum, og samanburð þeirra við önnur börn. En grunur er engin vissa, enda þótt rökstuddur sé. Hér er í rauninni aðeins við einstök dæmi að styðjast, og einstök dæmi gefa sjaldnast rétta heildarmynd. Þess vegna verður varla of mikil áherzla lögð á, að við vitum ekki hið rétta í þessu efni — og satt að segja er ég ekki viss um, að kennar- arnir kunni mér þökk fyrir það, sem sagt hefur verið. * * HÉR ER MIKIÐ STARF óunnið eins og á svo mörgum öðrum sviðum. Vonandi vill „faðir í Austurbænum“ ekki láta sitt eftir liggja til, að traustari grundvöllur verði fundinn til að meta störf skólanna, bæði smábarnaskóla og annarra, og því ber að fagna því, að hann hefur kvatt sér hér hljóðs. Væri óskandi, að aðrir foreldrar færu að dæmi hans og ræddu málin af fullri einurð og alvöru, með opin augu og eyru, en án allrar dómgirni að órannsökuðu máli. * * * AÐ SÍÐUSTU ER RÉTT að taka fram, að þessi spurning inn réttmæti smábarnaskólanna i núverandi mynd, er e. t. v. minna vandamál en margt annað, sem hér kemur til greina. Pistill- inn frá „Föður í Austurbænum" og þessi at- hugasemd má því ekki verða til þess, að menn einblíni um of á þetta atriði. Það er aðeins eitt af mörgum. Væntanlega verður tækifæri til að taka sum þeirra til athugunar í næsta blaði“. og gott nýtt ár! Heildverzlunin Ölver h.f. Klapparstíg 16. Gleði/eg jól og gott nýtt ár! S. Ámason & Co. Gleðileg jól! Gott nýtt ár! Hvannbergsbræður skóverzlim foreldrablaðið 19

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.