Foreldrablaðið - 01.05.1952, Qupperneq 3

Foreldrablaðið - 01.05.1952, Qupperneq 3
Guðjón Jónsson: Markmið og leiðir IV. SKÓLASKYLD AN Er skólaskyldan of löng? Mætti e. t. v. afnema hana með öllu? Eða er hún held- ur of stutt? Ein grundvallarkrafa skólaskyldunnar er jafnrétti þegnanna, að allir hafi sömu aðstöðu til menntunar án tillits til búsetu og fjárhags. Þetta er fögur hugsjón, sem flestir munu lofa um sinn, en í fram- kvæmd skólaskyldunnar rekst hún óþægi- lega á aðrar jafn hálofaðar hugsjónir, svo sem frelsi og sjálfsákvörðunarrétt. Fram hjá þeirri staðreynd verður ekki gengið, að sumum verður skólaskyldan ótvírætt til angurs, og þá er hún orðin vafasamt drengskaparbragð. Að vísu má gera ráð fyrir, að það sé vegna mistaka í fram- kvæmdinni, en geti „réttlætið“ ekki komið í veg fyrir mistökin, hættir það um leið að vera réttlæti og er ekki framar lofs- vert sem slíkt. En skólaskyldan á sér önn- ur rök, m. a. þau, að sumt sé öllum mönn- um nauðsynlegt að vita og kunna, og að- eins með skólaskyldu verði tryggt, að menn afli sér þessarar nauðsynlegu þekk- ingar. Ef til vill væri æskilegt, að allir menn vissu um alla hluti og kynnu öll fræði, en það er í fyllsta máta vafasamt, enda gæti slíkt ekki orðið. Sérhæfingin er fyrir löngu orðin ráðandi, einn gerist bakari, annar eðlisfræðingur, þriðji læknir — takmarkar jafnvel starfssvið sitt við augu eða nef. Sérhæfingin er ekki æskileg í eðli sínu. Hún eykur afköstin og bætir framleiðsluna, en fyrir manninn sjálfan er hún neikvæð. Samt nemur sérfræðin ný og ný lönd, hjá því verður ekki komizt, þar sem þekkingin í heild vex án afláts og starfsgreinum fjölgar, án þess að náms- geta mannsins og leikni vaxi að sama skapi. Um þessa eðlilegu og óhjákvæmi- legu starfsskiptingu segir Bertrand Russ- ell m. a. í bók sinni Uppeldið: „Þegar við gerum okkur grein fyrir því, sem fullorðinn maður ætti að vita, komumst við fljótt að raun um það, að sumt ættu allir menn að vita, en svo sé annað, sem nauðsynlegt sé, að nokkrir menn viti, þótt ekki sé þörf á, að allir viti það. Nokkrir menn verða að bera skyn á læknisfræði, en langflestum er nóg að þekkja grundvallaratriði lífeðlis- fræðinnar. Nokkrir verða að kunna æðri stærðfræði, en frumatriðin nægja þeim, sem óbeit hafa á stærðfræði. Nokkrir ættu að kunna að blása básúnu, en til allrar blessunar er þess ekki þörf, að hvert skólabarn kunni að meðhöndla það hljóð- færi“. j Hagkvæmt gæti verið að skipta náms- greinum skólans í þrjá flokka. Hið al- menna nám nær yfir tvo þeirra: I fyrsta lagi það, sem nauðsynlegt verður að telja, að allir kunni, t. d. lestur og skrift, og í öðru lagi það, sem æskilegt er, að allir kunni, en til þess má vafalaust telja flest, sem nú er kennt í skylduskólanum, auk ýmislegs, sem þar vantar. I þriðja flokki eru sérgreinar. Um fyrsta flokkinn, nauðsynlegu grein- arnar, verður ekki rætt í þetta sinn. For- eldrablaðið hefur áður vakið athygli á, að lestur og skrift þurfi að taka öruggari tökum en nú er gert, og mun enn gera FORELDRABLAÐIÐ 3

x

Foreldrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.