Foreldrablaðið - 01.05.1952, Qupperneq 6

Foreldrablaðið - 01.05.1952, Qupperneq 6
ur eftir föstum, óhagganlegum lögmálum. Geri hún það ekki, er hún gölluð og verð- ur brædd upp. Nemandi í skyldunámi verður ekki bræddur upp, hvernig sem úrlausn hans er. Hann er heldur ekki nema að litlu leyti prófaður, hversu mörg nöfn, ártöl og formúlur sem hann hefur skrifað á prófblaðið sitt. Manngildi hans kemur að minnstu leyti fram í því, enda verður það ekki metið í tölum. Þó er það einmitt aðferð vélprófandans, sem setur allan svip á íslenzka skóla. Ymsar heim- ildir eru veittar um undanþágu frá próf- um. Samt er prófað. Sum próf veita rétt- indi, öll próf veita heiður eða skömm: Kennari, sem vanrækti prófsundirbúning, sviki nemendur sína. Hin vélræna hring- rás er fullkomnuð. Af þessum ástæðum er það aðeins þvað- ur, sem ýmsir bera sér í munn, þegar kvartað er yfir ófrelsi í kennsluháttum, að lög og reglur leyfi kennurum að haga störfum í samræmi við hæfileika og þarfir nemendanna. Jú, lög og reglur leyfa það — en prófið kemur bara á eftir, miskunn- arlaust uppgjör andlausrar ítroðsluhyggju, hvað sem reglurnar leyfðu, hálfs mánað- ar strit við mat úrlausna og talnagerð, sem veitir ekkert í aðra hönd. Margir nemendur eru reknir áfram eftir námsskrá, ekki vegna námsskrárinn- ar, heldur vegna prófsins, þótt vitað sé fyrirfram, að þeim væru allt önnur vinnu- brögð heppilegri. Ef kennarinn leyfði sér að hundsa prófið og kenna eftir beztu samvizku, myndu þessir nemendur að vísu hafa miklu meira gagn af skólavist- inni, en þeir mundu fá lægri einkunn á prófinu. Þá myndi verða rennt hornauga til kennarans úr öllum áttum, foreldrarnir yrðu annaðhvort hryggir eða reiðir eða hvort tveggja, og nemendurnir yrðu næst- um neyddir til að álíta sig svikna. „Það er sitt hvað að bua nemendurna undii próf og að búa þá sem bezt undir lífið“, sagði einn þrautreyndasti skóla- stjóri þjóðarinnar við eitt tækifæri. Svo rammt kveður að til dæmis að taka, að ágætur og mikils virtur leiðbeinandi í ákveðinni námsgrein bendir byrjandi starfsbróður á að æfa nemendur sína vel í tilteknum reglum, tiltölulega fánýtum, því að þá muni þeir slampast á að fá góða einkunn á prófinu, þótt kunnátta þeirra að öðru leyti sé hvorki fugl né fiskur. Próf geta verið hin gagnlegustu, séu þau hagnýtt réttilega. Stundum eru próf í einhverri mynd nauðsynleg, t. d. þegar veita skal réttindi til ákveðins starfs, sem útheimtir vissa hæfileika og kunnáttu. En prófhugsjón skylduskólans í dag er á refilstigum. En um leið og þetta er sagt, verður að taka fram, að hér verður ekki auðveld- lega bót á ráðin. Það er ekki hægt að fella niður próf né draga úr þeim að neinu ráði nema breyta jafnframt mjög veru- lega um starf og starfshætti í skólunum. Og sú breyting, sem verður að koma, hlýt- ur að taka alllangan tíma, því að kenn- ararnir kunna aðeins þær starfsaðferðir, sem þeir hafa vanizt og geta ekki tekið upp nýja háttu fyrirvaralaust. Aðeins fáir kennarar myndu kunna fótum sínum for- ráð, ef þeir einn góðan veðurdag væru sviptir hinum einfalda ramma prófsins og fengju í staðinn frjálsræði til þess að „búa nemendurna sem bezt undir lífið“. Þá eyk- ur það vandann um allan helming, hversu fátækir skólarnir eru að kennslutækjum, vöntun þeirra er bærilegri undir núver- andi háttum. Það er sannarlega kominn tími til að snúa við á þeirri braut að fórna öllu fé og allri orku fyrir glæsileik og skart skólahúsanna, en vanrækja að mestu leyti eða öllu miklu þýðingarmeiri hluti. Enn er ótalin ein veigamikil ástæða, sem hamlar gegn breytingum, en það er hið mótaða viðhorf nemendanna sjálfra til starfs og starfsaðferða. Nýjar leiðir myndu reynast þeim torsóttar, jafnvel undir handleiðslu slyngasta kennara. Þeg- 6 FORELDRABLAÐIÐ

x

Foreldrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.