Foreldrablaðið - 01.05.1952, Blaðsíða 9
heppilegt, að sumir kennarar helguðu sig
sérstaklega þessari hlið, hinu félagslega
starfi, en aðrir önnuðust fremur kennsl-
una. Með einhverjum hætti verður að
tryggja, að skólinn kannist við hvert ein-
asta barn á landinu, að einhver kennari
þekki það persónulega og beri vissa
ábyrgð á því, hvort sem það er í skóla
eða ekki. Ollum þarf að gefa hugmynd
um, hvað góður skóli getur boðið, hvar
sem þeir búa á landinu. Þar sem skólann
vantar, verður að sýna þessa mynd á
vönduðum námskeiðum, með kvikmynd-
um, útvarpi og öðrum tiltækum ráðum.
Þannig verður skólaskyldan að tryggja,
að öll börn geti gert sér sæmilega skýra
hugmynd um réttindi sín, og hvers þau
færu á mis, ef þau færu ekki í skóla.
Skólaskyldan á að vera réttindi til handa
bömunum, en skylda gagnvart ríkinu og
vandamönnum barnanna. Þær skyldur,
sem börnin að sjálfsögðu gangast undir í
skólanum, eiga að vera rökrétt og auð-
skilin afleiðing þess, að þau nota sér rétt-
indi sín, þá verða þær ljúfar.
Stefna verður að því að tryggja full-
komlega, að hver sá, sem raunverulega
vill læra 6g hefur hæfileika til þess, eigi
þess kost. Hvorki má fátækt né skilnings-
leysi verða efnilegum unglingi fjötur um
fót. Það er herfileg misnotkun jafnréttis-
hugsjónarinnar að setja námfúsan gáfu-
roann við sama borð og heimskan let-
ingja. Þeirri göfugu hugsjón verður betur
þjónað með því, að veita báðum uppfyll-
ing óska sinna: Gefa þeim síðarnefnda
frí frá náminu — og sé ekki búið að sýkja
hann um of af vonleysi og trassaskap,
má láta hann vinna eitthvað nytsamlegt —
en styrkja hinn til náms eftir þörfum.
A þessum vettvangi er mikið starf óunn-
ið, en það efni verður ekki rætt að sinni.
Tilgangur þessarar greinar er fyrst og
fremst að leiða athyglina að því, að fyrsta
°g æðsta boðorðið í skóla- og uppeldis-
niálum er að tryggja öllum börnum og
unglingum einhver holl viðfangsefni árið
xun kring. Það þarf ekki umfram allt að
vera nám, bömin þurfa ekki fyrir alla
muni að vera í skóla, þótt æskilegt sé,
að þessi viðfangsefni séu hagnýt og mennt-
andi í senn. Hins vegar er skólaskylda í
einhverju formi nauðsynleg til trygging-
ar því, að ekki verði níðzt á námslöngun
nokkurs barns, viljandi eða óviljandi, það
má ekki sleppa hendinni af neinu bami.
Skólaskyldan ætti sízt að vera styttri en
hún er nú, eins og þegar hefur verið tekið
fram, en dálítið breytt, frjálsleg og víð-
faðma. Draga má úr námsskyldunni í ein-
stökum greinum, skólinn verður að við-
urkenna rétt nemandans til að hafa sinn
eigin vilja og á einmitt að örva hann til
að standa á eigin fótum og vinna sjálf-
stætt. Heimilið er barninu æskilegri vett-
vangur en skólinn að öðru jöfnu, og því
ætti ekki aðeins að leyfa heimilinu að
leggja af mörkum allan þann skerf, sem
því er unnt barninu til vaxtar og þroska,
heldur ætti að stuðla að þeirri lausn, taka
hana fram yfir hina, að láta hið opinbera
leysa úr öllum þörfum, ef vænta má jafns
árangurs. En skólinn á að hafa eftirlit með
börnunum að minnsta kosti til 15 ára ald-
urs og bæði rétt og skyldu til íhlutunar
um hagi þess, ef þörf krefur. Ríkið á ekki
aðeins að rækja þá skyldu að sjá fróð-
leiksfúsum nemendum fyrir skólahúsum,
bókum og kennurum, heldur á það einnig
að uppfylla þá skyldu, sjá öðrum ungling-
um fyrir verkefnum við þeirra hæfi. En
ríkið á ekki að ganga lengra en þörf er á:
Þann vanda, sem Pétur eða Páll leysir,
þarf ríkið ekki að leysa. Þá getur það
horft á með velþóknun — og sparað.
Að lokum skulu dregin saman í örfá
orð meginatriði þessarar greinar:
1. Þjóðfélagið hefur skyldur að rækja
við æskuna, því ber að taka þar við, sem
mátt eða skilning einstaklinganna þrýt-
ur, til að tryggja farsæld hennar.
2. Framfærslutrygging — atvinnutrygg-
FORELDRABLAÐIÐ 9