Foreldrablaðið - 01.05.1952, Blaðsíða 10
ing framfæranda — á að ganga fyrir öðr-
um réttindum, því að án daglegs brauðs
eru öll önnur réttindi einskis verð.
3. Æðsta boðorðið í afskiptum þjóð-
félagsins af bömum og unglingum — eftir
að framfærsla þeirra hefur verið tryggð
— er að veita þeim einhver holl viðfangs-
efni, sem megna að vekja áhuga þeirra og
efla manndóm og þrótt, að forða þeim frá
bölvim iðjuleysis og sljóvgandi þvingun-
arvinnu í hvaða mynd sem er.
4. Skólaskylda er heppileg ráðstöfun
til þess að tryggja hverju barni lágmarks-
fræðslu og eftirlit með högum þess og
heilbrigði. Skólaskyldan á ekki að stytt-
ast frá því sem nú er, en hún þarf að
verða rýmri og sveigjanlegri. Hún á að
verða réttindi til handa börnunum, en
skylda gagnvart ríki og framfærendum
barnanna. Hún á að tryggja, að allir fái
tækifæri til þess náms, sem æskilegt er
talið yfirleitt, og þess náms, sem þeir
sjálfir æskja, en takmarka ber almenna
skyldu til að nota þessi tækifæri.
5. Innan ramma skólaskyldunnar þarf
að verða meiri fjölbreytni, meira líf, hag-
nýtari og heilsusamlegri vinnubrögð, svo
að heilbrigð lífsgleði, farsæld og ham-
ingja fólksins megi vaxa í eðlilegu hlut-
falli við þekkingu og tækni.
EFNALAUG HAFNARFJARÐAR H.F.
Sími 9389 — Gunnarssundi 2 i
| KEMISK FATAHREINSUN OG LITUN
j
Vönduð vinna — Fljót afgreiðsla
Sendum gegn póstkröfu um land allt
+----------_________________________________________________+
I 0 FORELÐRABLAÐIÐ