Foreldrablaðið - 01.01.1970, Qupperneq 5
3
Þar sem við höfum fregnir af því, að Hlíðarskólinn
hefur annað fyrirkomulag en venja er, báðum við
skólastjórann, Ásgeir Guðmundsson, um að segja
okkur frá foreldrafundum þar.
Vegna fyrirspurna frá ritstjórn Foreldrablaðs-
ins vil ég geta eftirfarandi atriða um samband
foreldra og skóla í Hlíðaskóla 1969—70.
1. Almennir foreldrafundir voru haldnir í byrjun
skólaárs með foreldrum einstakra aldursflokka. Á
fundum þessum var kynnt starf skólans, námsefni
rakið, getið um reglur og venjur innan skóla, lögð
mikil áherzla á að fundir þessir væru í þeim aldurs-
flokkum, þar sem veruleg breyting verður á venj-
um nemenda eða námstilhögun.
2. Þá hafa kennarar nú ákveðna viðtalstíma
hálfsmánaðarlega og sjá kennarar sjálfir um að
boða foreldra til viðtals. Fer viðtal fram í kennslu-
stofu en felld er niður kennslustund í staðinn.
Síðari hluta vetrar er reiknað með einum við-
talstíma í mánuði. Aðrir foreldrar mega koma í
viðtalstíma en þeir, sem boðaðir eru, ef þeir óska.
Á unglingastigi eru foreldrar ekki boðaðir, en
viðtalstímar jafnmargir. Foreldradagur verður þar
síðari hluta skólaárs með hefðbundnum hætti.
3. Þá er að geta þess, að mánaðarlega eru send
heim svo kölluð skólaspjöld með nemendum barna-
skólans, en á þessi spjöld er færður vitnisburður
um stundvísi, hegðun, ástundun heima og í skóla.
-r þetta gert eftir regium, sem skólastjórn og
kennarar hafa komið sér saman um. Foreldrum er
Qert að kvitta við hvern mánuð. Oft verður vitnis-
burður upphaf samræðna og samstarfs.
Þetta eru aðalatriðin varðandi samstarf heimila
°9 skóla. Vafalaust þarf að auka þetta samband
verulega, en til þess þarf skólinn að hafa fleiri
starfsmönnum á að skipa. Álit kennara er mjög
jákvætt varðandi framangreindar breytingar á for-
eldraviðtölum.
Ásgeir Guðmundsson.
Er ekki hægt að auka málfræði-
kennslu í barnaskólum?
í Námsskrá fyrir nemendur á fræðsluskyldualdri
frá árinu 1960 segir svo orðrétt:
Á barnafræðslustigi verður að stilla málfræði-
kennslu í hóf, og getur orðið skaðlegt að ætla börn-
unum þar mikið nám. Hins vegar eiga sæmilega
greind börn að geta lært þau atriði, er mest gildi
hafa fyrir stafsetningu og rétta beygingu málsins.
En eðlilegast er á barnafræðslustigi að tengja mál-
fræðinámið stafsetningu og stílagerð.
Börn eiga að geta lært helztu einkenni orðflokka,
beygingu fallorða og að þekkja stofn þeirra. í
sagnbeygingum ætti aðeins að kenna einföldustu
atriðin. Varast ber að fara fljótt yfir. Mörg verk-
efni þarf að leysa, og traust 03 trúleg yfirferð
tryggir það, að nemendur læri vel það, sem af
þeim er heimtað. En námið má ekki verða þeim of
erfitt og skapa þeim óbeit á námsefninu, en svo
getur hæglega farið, ef þeim gefst ekki nægur tími
til þess að nema hvert atriði. Jafnframt verður að
gæta þess, að á barnaskólastiginu verður lestrar-
kennslan og lestur bókmennta að sitja í fyrirrúmi.
Til þessara greina má aldrei verja minna en helm-
ingi þess tíma, sem ætlaður er til móðurmáls-
kennslunnar.