Foreldrablaðið - 01.01.1970, Page 6

Foreldrablaðið - 01.01.1970, Page 6
4 Dr. Matthías Jónasson: Tengslarof við náttúruna Allt frá landnámstíð og fram á þessa öld lifðu ísiendingar í nánum tengslum við náttúruna og áttu afkomu sína undir gjafmildi hennar. Það kreppti tíðum að hið ytra, en hin upprunalegu tengsl einstaklingsins við náttúruna rofnuðu ekki og ekki veiklaðist heldur trú hans á það, að mann- leg tilvera í heild og einnig tilvera hans sjálfs ætti sér ákveðinn tilgang. Af þessum skilningi nærðist persónuleiki einstaklingsins, í þeim jarðvegi stóð hann sterkum rótum, gæddur öryggi blómsins, sem ,,kvíðalaust við kalt og hlýtt er kyrrt á sinni rót.“ Á okkar tíð er fjöldi fólks slitinn úr þessum tengslum. Fjölbreytni atvinnuveganna og með henni aukin sérhæfing hafa gerbreytt byggðaskipan landsins. FRÁ LANDBÚNAÐI TIL ÞJÓNUSTUSTARFA Frá landbúnaði og fiskveiðum, hinum svonefndu undirstöðuatvinnuvegum, hefur fólk streymt til þjónustustarfa, sem eru fæst í náinni snertingu við náttúruöflin. Því neytum við nú fæðu, sem við áttum sjálf engan hlut í að afla, og vinnum starf, sem er svo sérhæft, að það kemur því aðeins að gagni, að það fléttist sem þáttur inn í sérhæfð störf margra annarra. Þessi firring frá mótandi áhrifum náttúrunnar er sýnilegust á þeirri kynslóð, sem hefur vaxið upp í skjóli almennrar velrnegunar eftir stríð og sér þröngan bás sérhæfingarinnar blasa við sér. Hver og einn verður að sérhæfa sig, sumir á langri menntabraut, aðrir í fábrotnu starfi. En hvað sem breytilegum aðstæðum kann að líða, losar sérhæf- ingin og þau störf, sem hún miðar að, um tengsl ungrar kynslóðar við náttúruna. Þeir, sem bera ugg vegna þessara tengslarofa, grípa stundum til þeirr- ar huggunar, að þetta sé aðeins tímabundin rang- þróun; maðurinn muni aftur hverfa auðmjúkur til móður náttúru. En sú huggun er svikul. Sú skipan, er við köllum tæknisamfélag, mun ryðja sér til rúms hér á landi eins og hjá öðrum þjóóum og valda róttækum breytingum í allri gerð samfélagsins, sem létta að vísu áhyggjur einstaklingsins vegna næringar og heilsugæzlu, en ræna hann um leið frumkvæði hans í lífsbaráttunni og marka honum i staðinn þröngt og einhæft skyldubundið athafna- svið. BORGIN MEÐ ALLSNÆGTIR Á ESOÐ- STÓLUM OG ÖRBIRGÐ í FELUM Gleggsta auðkenni tæknisamfélagsins er borg- in, hin Ijósaskreytta steinsteypuauðn með alls- nægtir á boðstólum og örbirgðina í felum. Þegnar siðmenntaðrar þjóðar lifa að miklum meiri hluta í borgum. Og þar alast börnin upp. Sú venja er gömul hér á landi, að bændafólk taki börnin af mölinni í sumarfóstur, rétt eins og menn slægju því föstu, að borgarumhverfið væri þeim ekki ein- hlítt til þroska. En borgin hefur sína töfra. Hún veitir börnum og unglingum tækifæri til dýrmætrar reynslu. Einkum býður hún unglingum betri skil- yrði til tómstundaiðkana en dreifbýlissveit. Kvik- myndir og dans, málfundir, íþróttir, tónleikar og leiklist, allt þetta og margt annað býður borgin

x

Foreldrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.