Foreldrablaðið - 01.01.1970, Qupperneq 7

Foreldrablaðið - 01.01.1970, Qupperneq 7
5 ungu fólki til hollrar og æskiiegrar tilbreytni, hvort sem það stundar nám eða atvinnu. Sú kynslóð, sem er nokkurn veginn jafn gömul öldinni, má muna þrúgandi tilbreytingarleysi langra vetrarkvölda á einangruðu sveitabýli. Henni mætti sýnast sem æska eftirstríðsáranna ætti margra kosta völ að verja tómstundum sínum. Tómstundir á ekki að skipuleggja til þroska- auka eingöngu. Þær eiga að veita tilbreytni og hvíld og framar öllu að vekja með einstaklingnum þá til- finning, að nú sé hann frjáls og sjálfs sín ráðandi, enda er það sterkur þáttur í mannlegu eðli að vilja vera frjáls og finna til og njóta frelsis síns. Jafnvel hinn ástundunarsamasti eljumaður á hvaða starfssviði sem er, nýtur þess að finna oki starfsins létt af herðum sér og svalandi andblæ frjálsræðisins leika um sig. ÁBATASÖM IÐNGREIN Skemmtanaþörf æskunnar hefur ekki alltaf not- ið réttmætrar viðurkenningar. Sú var öldin að allar slíkar tilhneigingar töldust vera sprottnar af véla- brögðum freistarans og fullnæging þeirra stóð undir ströngu banni. En á okkar tíð er barátta fyrir rétti æskunnar til skemmtunar orðin óþörf. Hvers kyns skemmtanir og nautnir, sem menn sækjast eftir, eru orðnar söluvara, stríðauglýst og alls staðar á boðstólum. Þær flæða yfir allt, líkt og stífla hefði brostið í stórfljóti. Gróðahyggju- sprengjan grandaði henni. Upp er risin ábatasöm iðngrein, sem framleiðir skemmtanir, atvinnuvegur, sem fjölmennar stéttir eiga efnahag sinn undir. Þessi iðngrein hlítir vitanlega sama lögmáli og aliur nútímaiðnaður að vilja treysta sem bezt að- stöðu sína. Hún getur ekki látið sér nægja að íullnægja þörfum, sem vakna sjálfkvæmt með heiibrigðri æsku; aðaláherzlan hvílir á því að vekja nýjar þarfir og gera menn háða þeim. Það er undir- stöðuatriði í nútímaiðnaði að skapa aukna eftir- spurn og óþarft að fjölyrða um hana hér. En það sem er nýtt og byltingakennt í þessu sambandi er það, að heilþrigð tilhneiging æskufólks til til- breytni og skemmtunar er orðin undirstaða að eins konar framleiðslugrein, virkjuð og hagnýtt í gróða- skyni. Þetta veldur grundvallarbreytingu í lífi ungrar kynslóðar. í hollri tómstundaiðju er einstaklingur- inn frjáls og virkur, hann fylgir þá hneigð sinni og á frumkvæði eða þó að minnsta kosti meðráða- rétt um það sem gerist. En af áróðri skemmtana- iðnaðarins sefjast fjöldi unglinga svo gersamlega, að sú skemmtun, sem átti að verða þeim holl til- breytni, er fyrr en varir orðin vani og ástríða, sem þeir megna ekki að standa á móti. Margur unglingur, sem þannig er bundinn á klafa skemmt- anatízkunnar, sté sín fyrstu spor út á braut mis- ferlis og afbrota, af því hann skorti fé til þess að halda til jafns við fjáðari félaga í skemmtana- lífinu. Doktor MATTHÍAS JÓNASSON (f. 2. sept. 1902) er þjóðkunnur maður. Hann stundaði háskólanám í sálarfræði, uppeldisfræði, heimspeki o.fl. í Leipzig og lauk doktorsprófi þaðan 1936. Eftir það dvaldi hann í Þýzkalandi við íramhaldsnám og störf til loka stríðsins, en kom þá heim. — Hann er nú prófessor í uppeldisfræði við Háskóla íslands. — Matthías er mikilvirkur rithöfundur. Hann er og kunnur fyrir rannsóknir sínar og greindarmælingar. Frumkvæði átti hann að stoínun barnaverndar- félaga hér á landi og hefur veitt þeim félagsskap forstöðu frá byrjun.

x

Foreldrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.