Foreldrablaðið - 01.01.1970, Síða 11
9
Sveinn Einarsson leikhússtjóri:
Allir kannast við þá gömlu kenningu, að maður-
inn lifi ekki á brauði einu saman. Flest gerum við
að jánka þessu, án þess að hugsa svo mikið út í,
hvað við gerum sjálf til að afla annars viðurværis
en brauðs eða þess, sem fyllir magann. Okkur
dreymir um, að við sjálf og börn okkar séu hraust
á líkama og sál, og svo mettum við líkamann. En
okkur gleymist oft, hversu ótrúlega náið sambýlið
er hjá líkama og sál, þannig að búi annað við
skort, býr hitt við skort líka.
Við lifum í samfélagi og setjum okkur reglur.
Þetta samfélag kemur sér upp skólum, uppeldis-
stöðvum ungviðsins, svo að það megi verða fært
að erfa landið. Hvers vegna skóli? Vegna þess
einfaldlega, að hver einstaklingur býr yfir þroska-
möguleikum, og mikið er í húfi fyrir hann sjálfan
og allt þjóðfélagið, að honum nýtist þeir. Hann
þarf að afla sér þekkingar, svo að hann verði
hæfari til þess að lifa lífinu í samfélagi við aðra.
Þetta þykja okkur sjálfsagðir hlutir.
En hvers vegna leikhús? Nú vitum við, að maður-
inn býr yfir margvíslegum eiginleikum, sem verða
betur þroskaðir með öðru en frádrætti og sam-
lagningu, stafsetningu og setningafræði. Listin
getur aukið skilning barns eða unglings á mann-
fólkið í kring og vandamál þess, örvað hugmynda-
flug og sjálfstæðan sköpunarkraft, leyst úr læð-
ingi næmleika til að njóta svo margs, sem til-
veran hefur upp á að bjóða annað en föt og fæði:
Hreinlega að auka lífinu fegurð og gera það fyllra.
Og þarna er leikhúsið hinn sjálfsagðasti vettvang-
ur, samnefnari svo margra listgreina: Bókmennta,
tónlistar, myndlistar, danslistar, jafnvel byggingar-
listar. Leiklistinni hefur oft verið líkt við spegil:
Þarna sjáum við okkur sjálf í skoplegu Ijósi eða
raunalegu, hugmyndir okkar, hugsanir og tilfinn-
ingar.
Leikhúsið er þannig skóli að sínu leyti líka, og
kennslugreinar eru það, sem ekki verður í askana
látið. En er þar með öll sagan sögð? Skólar móta
einstaklinginn og samfélag hans. En skyldi ekki
leikhúsið gera fleira en að örva og hrífa? Skyldi
það ekki geta mótað líka? Er mönnum Ijóst, hví-
líkt afl leikhúsið getur verið til þess að kenna
mönnum að afla brauðs síns og deila því?
Hvers vegna leikhús? Hvers vegna ekki leik-
hús? Höfum við efni á að vera án þess?
Sveinn Einarsson.
P.S. Það sakar ekki að geta þess, að góð stund
í leikhúsi getur verið það skemmtilegasta, sem
til er. Sami.