Foreldrablaðið - 01.01.1970, Qupperneq 13
FJARVERA FORELDRA
ÓHEPPILEG Á KVÖLDIN
Þessari spurningu yrðu víst flestir til að svara
neitandi. Það tilheyrir almennri og hversdagslegri
þekkingu, að óheppilegt er, að börn séu mikið án
umsjónar og samvista foreldra. Frá þessu sjónar-
miði séð, er spurningin óþörf. Við komumst hins
vegar ekki hjá þeirri staðreynd, að oft krefja þarfir,
að börn séu ein heima eða, í bezta tilviki, í um-
sjá vandalausra. Sjálf þjóðfélagsþróunin virðist
ganga í þá átt að auka þessar þarfir. Breyttir at-
vinnuhættir og meira og fjölbreyttara félagslíf
kalla foreldra meira að heiman en áður. Þegar
þetta er haft í huga, tekur spurningin á sig nýja
mynd og verður eitthvað á þessa leið: Hve mikið
getum við lagt á barnið í þessu tilliti, án þess að
eiga á hættu að baka því tjón?
Við þeirri spurningu er ekki til neitt algilt svar.
Þar kemur fjölmargt til, sem seint verður talið
eða metið til fulls. í stuttu svari er þess enginn
kostur að nefna nema fátt eitt af því, sem máli
skiptir. í eftirfarandi svari hef ég tekið þann kost
að takmarka mig við eftirtalin þrjú atriði: í fyrsta
lagi aldur barnsins, í öðru lagi þann tíma sólar-
hringsins, sem barnið er eitt og síðast en ekki
sízt, sálrænt ástand barnsins sjálfs.
ALDUR—
ÖRYGGISTILFINNING
Aldur barnsins er það atriði, sem liggur mest
í augum uppi. Kunnugt er af rannsóknum, að börn
innan 3ja ára aldurs geta beðið sýnilegt og stund-
um varanlegt tjón af aðskilnaði við móður, jafn-
vel þótt um fáa daga sé. Öryggistilfinning barna
á þessum aldri, vellíðan þeirra og heilbrigð þróun,
er nátengd nálægð og ummönnun móðurinnar eða
einhvers, sem er þess umkominn að koma í henn-
ar stað. Þegar barnið er komið á skólaaldur, hef-
ur orðið veruleg breyting á þessu ástandi. Barnið
hefur þá öðlazt nokkur tök og skilning á umhverfi
sínu, er orðið sjálfstæðara og því óháðara öðr-
um.
Öll rök hníga að því, að fjarvera foreldra sé
óheppilegri á kvöldin og að næturlagi en mitt í
önn og leik dagsins. Á kvöldin eru börn viðkvæm-
ari og hræðslugjarnari og þurfa því meir á stuðn-
ingi að halda. Einnig er hætt við að fjarvera for-
eldra á kvöldin valdi röskun á nauðsynlegum lífs-
venjum barnsins, t. d. háttatíma. Nú heyrir það
til undantekninga, að mjög ung börn séu skilin
eftir ein að kvöldlagi. Þau eru þá falin umsjá
barnfóstru. Hér skiptir miklu máli, að barnfóstran
sé einstaklingur, sem barnið þekkir og ber traust
tii. Tíð skipti á barnfóstrum eru, af þessum sök-
um, óheppileg.
Sálrænt ástand barnsins sjálfs er eitt þýðingar-
mesta atriðið og jafnframt það, sem erfiðast er
að meta. Það, sem eitt barn þolir án áfalla, getur
orðið öðru ofraun. Sjálfsagt hafa margir velt fyrir
sér þeirri spurningu, hvernig flestum foreldrum
geti tekizt vel til með uppeldi barna sinna án
teljandi þekkingar í uppeldisfræðum. Svarið er
einfaldara en ætla mætti. Þetta byggist á eðli-
legum og jákvæðum tilfinningatengslum foreldra
og barns. Barnið þarf að finna, að það sé vel-
komið í þennan heim og foreldrum sínum til
ánægju, þrátt fyrir óhjákvæmilega árekstra öðru
hverju. Þar sem þessi tengsl eru fyrir hendi,
þroskast barnið að jafnaði eðlilega, þótt öðrum
aðstæðum kunni að vera ábótavant.
Til skamms tíma var algengt að kenna vinnu
mæðra utan heimilis um vaxandi uppeldisleg vanda-
mál. Staðhæfingar í þessa átt krefjast endur-
skoðunar í Ijósi nýrrar reynslu. Fjarvistirnar sjálfar
eru langt í frá það eina, sem máli skiptir. Það er
ekki síður mikilvægt, hvernig samskiptum foreldra
og barns er háttað, þegar tími gefst tii samvista.
Af þessu má draga þá ályktun, sem vel getur
verið niðurlag þessa fátæklega svars, að foreldrar
geta, ef vilji er fyrir hendi, að verulegu leyti bætt
börnum sínum fjarvistir með því að sinna þeim
því meir, þegar stundir gefast til samveru.
Örn Helgason.