Foreldrablaðið - 01.01.1970, Page 14

Foreldrablaðið - 01.01.1970, Page 14
LESEFNI FYRIR BDRNIN Rímlisíargáta Hér kemur nokkuð handa þér að spreyta þig á. Það er vísa. Vísur eru með ýmsu móti, sumar eru stuttar og aðrar langar. Vísur eins og þessi kall- ast FERHENDUR, af því að hendingarnar eða Ijóð- línurnar eru fjórar. — Þessi vísa er enn fremur HRINGHENDA, það er hún vegna þess, að það eru rímorð í miðjum Ijóðlínum (köldu, töldu, höldur, öldur). Taktu svo eftir endaríminu, sem er sitt á hvað í enda Ijóðlínanna: Skor, leiði, spor, veiði. Tveir stuðlar eru í fyrstu og þriðju Ijóðlínu, en höfuðstafirnir eru í annarri og síðustu línu. Stuðlar og höfuðstafir eru prentaðir með breyttu letri í þessari vísu, til þess að þú getir þekkt þá. Svo getur þú reynt að finna þá í öðrum vísum. Og hér kemur nú vísan. Hún er eftir Theodór Daníelsson, kennara við Breiðagerðisskóla í Reykjavík: Andaði köldu undan Skor, ýtar töldu leiði. Fetaði höldur feigðarspor, fögnuðu öldur veiði. Og hér er nú fleira að athuga. Skilurðu öil orðin? Hvað þýðir t. d. ýtar, höidur, leiði, feigð (feigðar- spor)? Og hver er þessi Skor, sem þarna er nefnd? Og loks: Um hvaða atburð er hér talað? Þú mátt vita, að hann gerðist fyrir rúmum 200 árum á Breiðafirði. Og um hann hafa fleiri skáld ort. Þú getur t. d. fundið kvæði í skólaljóðunum þínum um hann eftir Matthías Jochumsson. Ertu kannske nú þegar búinn að ráða gátuna?

x

Foreldrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.