Foreldrablaðið - 01.01.1970, Side 17
15
Friðgerður Samúelsdóttir:
nérl
Sumir hérar eru kallaðir páskahérar. Páska-
hérar eru alltaf að mála páskaegg. Rétt fyrir páska
fara þeir svo af stað með eggin sín og fela þau í
trjám og runnum. Á páskadag, þegar krakkarnir
vakna, fara þau beint út að leita að páskaeggjum.
Hver og einn má eiga öll þau egg, sem hann
finnur.
Einn slíkur páskahéri hét Marteinn. Hann var
óvenju litill héri, en fljótur að hlaupa og dálítið
hrekkjóttur. Allan liðlangan daginn gat hann verið
á hlaupum um skóginn, þar sem hann átti heima.
Eitt sinn kom Marteinn að hænsnahúsi, og þar
var nú líf í tuskunum. ,,Nú skal ég svei mér stríða
hænunum," hugsaði Marteinn. Svo læddist hann
ofur varlega inn í hænsnahúsið og tók þrjú egg
frá hænunum. En þær voru svo uppteknar af sjálf-
um sér, að þær tóku ekki eftir neinu. „Iss," sagði
Marteinn, „það er ekkert gaman að stríða þessum
hænum, þær gagga frá sér allt vit og taka ekki
einu sinni sinni eftir því, að eggjunum hefur fækk-
að. Nú veit ég, hvað ég geri, ég fer heim með
eggin og mála þau eins fallega og hægt er.“
Marteinn páskahéri rúllaði nú eggjunum heim til
sín. Þegar heim kom, tók hann strax til óspilltra
málanna og málaði eggin þrjú í öllum regnbogans
litum. Sá var nú upp með sér, þegar hann virti
fyrir sér handaverk sín.
„Sennilega er bezt að setja eggin upp við ofn-
inn, svo að þau þorni fljótt," sagði Marteinn við
sjálfan sig. Svo tók hann eggin þrjú og lagði þau
við ofninn.