Foreldrablaðið - 01.01.1970, Page 20

Foreldrablaðið - 01.01.1970, Page 20
KVENLEGT - KARLMANNLEGT Það mun vera svo í flestum þjóðfélögum, að kyn mannsins skiptir miklu máli um það, hvaða hlutverki og skyldum hann gegnir. Það eru gerðar vissar kröfur til karla, vissar til kvenna og hvort kynið um sig reynir að uppfylla þessar kröfur, með- vitað eða ómeðvitað. í hverri menningu, jafnvel í hverju þjóðfélagi, eru viss munstur um það, hvað sé karlmannlegt og hvað sé kvenlegt. Það þjóðfélag, sem við ölumst upp í, það upp- eldi, sem við hljótum, setur sterkan svip á sálar- iíf okkar og atferli. Það er erfitt að greina það upprunalega í fari kynjanna, því að við erum blinduð af þeim hefð- bundnu skoðunum, sem ríkja um mun kynjanna. MARGT ER SKRÝTIÐ í KÝRHAUSNUM Vert er í þessu sambandi að lesa rannsóknir bandaríska mannfræðingsins Margrétar Mead á ýmsum þjóðflokkum í Nýju Guineu: Hjá Tchambuli-þjóðflokknum er kvenmaðurinn hliðstæða við karlmanninn hér. Konan er hið ráð- andi kyn. Þær fara á fiskveiðar og búa til moskító- net, sem eru mikilvæg verzlunarvara. Konurnar eru skapfastar og framkoma þeirra gagnvart karlmönnunum er vingjarnleg og skiln- ingsrík. Karlmennirnir eru aftur á móti fínlegir, undirgefnir og hræðslugjarnir. Þeir láta skoðanir annarra skipta sig miklu máli og eru alla ævi háðir því öryggi, sem konurnar veita þeim. í Arapesh-þjóðflokknum sýndu bæði kynin þau einkenni, sem við álítum kvenleg: hjálpfýsi, góð- vild, lítillæti o. s. frv. í Mundugumor-þjóðflokknum voru aftur á móti bæði karlar og konur ofsafengin, ákaflynd og miskunnarlaus.

x

Foreldrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.