Foreldrablaðið - 01.01.1970, Síða 25
23
Eiga stúlkur
og
drengir að
læra sömu
handavinnu?
í öllum þeim umræðum, sem átt hafa sér stað
að undanförnu um skólamál, hefur verið helzt til
hljótt um handavinnukennsluna.
Sú skiptina, sem nú er á handavinnu stúlkna og
drengja, þ. e. að drengir læri smíðar og stúlkur
sauma, á rót sína að rekja til hinnar hefðbundnu
verkaskiptingar, sem tíðkaðist í þjóðfélagi okkar
allt fram á þessa öld. Bóndinn þurfti að geta smíð-
að og gert við verkfæri, og húsmóðirin varð að
sauma fatnað fjölskyldu sinnar. En nú lifum við
á breyttum tímum. Karlmenn velja sér nú hinar
ólíklegustu starfsgreinar, sem sumar hverjar krefj-
ast handlægni og smíðakunnáttu en aðrar ekki.
Verkfæri og húsbúnaður eru nú keypt tilbúin.
Starfssvið kvenfólksins hefur aftur á móti breytzt
mun minna. Þó hefur sú þýðingarmikla breyting
orðið á, að nú er fatnaður framleiddur í fjölda-
framleiðslu í verksmiðjum, svo að óðum dregur úr
nauðsyn á fatasaum og prjónaskap í heimahúsum.
Vélarnar hafa einnig létt störf húsmæðranna, svo
Geröur G. Úskarsdóttir:
að nú hefur kvenfólkið einnig möguleika á því að
velja sér starfsgrein, a. m. k. að nokkru leyti, og
er það þá aðeins saumakonustarfið, sem krefst
saumakunnáttu.
Af þessu sést, að hlutverk handavinnukennsl-
unnar getur ekki verið að búa nemendur undir sér-
stakt starf, heldur að þroska þá, örva sköpunar-
gleði þeirra og gera þeim auðveldara að þjarga
sér í lífinu, sem er markmið allrar kennslu. í
kennslu og uppeldi á að miða að því að búa bæði
kynin undir rekstur heimilis og ýmiss konar störf
í þjóðfélaginu. Við getum ekki búizt við, að í
öliu því umróti, sem á sér stað í þjóðfélagi okkar,
haldist heimilin í sömu skorðum og haldi við þeirri
hefðbundnu verkaskiptingu milli kynjanna, sem á
rót sína að rekja til aðstæðna og tíma, sem er
gjörólíkur síðari hluta 20. aldar.
Mér finnst, að öll árin á skyldustiginu ættu
stúlkur og drengir að fá sams konar verklega þjálf-
un. Strax í byrjun handavinnukennslunnar í 9 ára