Foreldrablaðið - 01.01.1970, Síða 27
25
Bjarni Þórðarson tryggingafræðingur:
Slysatryggingar
í skólum
HVAÐA RÉTT Á SKÓLABARN TIL BÓTA
FYRIR TJÓN, SEM ÞAÐ KANN AÐ VERÐA
FYRIR VEGNA SLYSS í SKÓLA?
Barn, sem verður fyrir slysi á skólatíma, þ. e.
a. s. í kennslustund, frímínútum, námsferðum eða
öðrum skólaferðum, öðlast því aðeins rétt til skaða-
bóta vegna þess tjóns, sem slysið hefur valdið,
að einhver beri skaðabótaábyrgð á slysinu. Þeir
aðilar, sem geta orðið skaðabótaskyldir barni,
sem verður fyrir slysi í skóla, eru:
1. Skólayfirvöld (t d. vegna hugsanlegra skaða-
verka kennara).
2. Önnur skólabörn.
3. Aðrir aðilar.
Bjarni Þórðarson stundaði nám í tryggingafræði
við Kaupmannahafnarháskóla og lauk þar prófi
1964.
Hann hefur síðan stundað ráðgjafarstörf fyrir
tryggingafélög og ýmsa aðra.
Ef skaðabótaskylda vegna slyss á skólabarni
sannast á einhvern aðila, getur barnið (forráða-
menn þess) krafið hann um bætur vegna þess fjár-
tjóns, sem það hefur orðið fyrir. í sumum tilfell-
um kann barnið að eiga sök á tjóni sínu að hluta
móti öðrum (sakarskipting t. d. vegna gáleysis
barns). Skal þá tjónvaldur bæta barninu tjón þess
í léttu hlutfalli við sök hans, en barnið ber sinn
hiuta af tjóninu. Einnig er hugsanlegt, að bætur
þess barns, sem tjóni veldur, verði lækkaðar með
hliðsjón af aldri þess. Fleiri ástæður geta og
komið þar til greina.
Beri enginn ábyrgð á slysi barnsins, þ. e. a. s.
slysið hafi eingöngu orðið fyrir gáleysi þess eða
fyrir hreina óhappa tilviljun, verður það að bera
tjón sitt án bóta.
Rétt er að geta þess, að borgarstjórn Reykja-
víkur lætur nú kanna möguleika á slysatryggingu
fyrir börn á skyldunámsstigi, þannig að börn,
sem hlytu meiri háttar varanlega örorku vegna
slysa í skóla, fengju greiddar örorkubætur.
Bjarni Þórðarson.