Foreldrablaðið - 01.01.1970, Qupperneq 28
26
SiGNY THORODDSEN
SÁLFRÆÐiNGUR:
Sálfræði-
þjónusta
/
1
skólum
Foreldrum flestra barna á barnaskólastigi mun
kunnugt um, að til sé sálfræðiþjónusta barnaskól-
anna í Reykjavík. Hins vegar vantar mikið á, að
foreldrar almennt geri sér Ijóst, hvert hlutverk
þessarar sálfræðiþjónustu er; hvaða vandamál
reynt er að ieysa með henni. Með þessum línum
er ætlunin að kynna foreldrum nokkuð gang mála
hjá stofnun þeirri, er um þessa þjónustu sér, og
auðvelda fólki þannig að færa sér í nyt þá aðstoð,
sem stofnunin veitir.
Sálfræðideild skóla er til húsa í Fræðsluskrif
stofu Reykjavíkurborgar í Tjarnargötu 12. Þar
starfa nú í vetur fjórir sálfræðingar, einn félags-
ráðgjafi og einn sérmenntaður kennari. f barna-
skólum Reykjavíkur eru nú um tíu þúsund börn.
Er því Ijóst, að sálfræðideildin verður að takmarka
starfsemi sína við barnaskólastigið, og mörgum
tilfellum verður ekki sinnt sem skyldi með svo fá-
mennu starfsliði.
HLUTVERK DEILDARINNAR er fyrst og fremst
athugun á skólabörnum, sem eru afbrigðileg að
einhverju leyti í námi eða hegðun í skóla og á
heimili. Orðið „afbrigðilegur" er hér notað um
frávik frá meðallagi, en sálfræðideildin hefur einnig
afskipti af börnum, sem afbrigðileg eru í jákvæða
átt, þótt hitt sé að sjálfsögðu algengara. Af ein-
stökum vandamáium barna, sem geta verið ástæða
til athugunar hjá sálfræðideiIdinni, má nefna:
a) Óvissa um það, hvort barn hafi náð nægileg-
um þroska til að hefja nám í barnaskóla. Má
í því sambandi nefna skólaþroskapróf, sem
haldin eru á vorin fyrir börn, sem hefja eiga
nám um haustið.
Sálfræðideildin tekur þá til athugunar börn,
sem sýna lélegan árangur á prófinu, og skóla-
stjóra og foreldrum hefur komið saman um