Foreldrablaðið - 01.01.1970, Page 32
30
JÖFN STARFSSKIPTING MILLI HJÓNA
ER NAUÐSYNLEG
Og til að svara því strax, hvað mér finnst
vera eðlileg þróun, held ég fram, að nokkurn veg-
inn jöfn starfsskipting milli hjóna sé nauðsynleg,
þ. e. konan vinni úti, eins og karlmaðurinn, bæði
hafi jafnlanga frítíma til að sinna heimilinu (auð-
vitað verður vinnutími að vera styttri en nú tíðk-
ast). Með þessu vinnst margt. í fyrsta lagi tryggir
þetta konunni efnahagslegt sjálfstæði og víkkar
sjóndeiIdarhring hennar, hún fylgist betur með og
áhugamál hennar verða fjölbreyttari. Hún stendur
líka betur að vígi til að bjarga sér ein, t. d. við frá-
fall maka. Þessar breytingar ættu líka að verða
karlmanninum til góðs. Hann gæti verið meira með
börnum sínum og tekið þátt í öllum störfum á heim-
ilinu, enda væri hann ekki þreyttari en konan,
þegar hann kæmi heim úr vinnunni. En hann myndi
hætta að hafa óskorað fjárveitingavald yfir allri
fjölskyldunni — þar á móti kæmi, að ekki yrði
litið á hann sem fjáröflunartæki. Loks ætti höfuð-
kostur þessarar ,,eðlilegu“ þróunar að vera sá, að
börnin hefðu föður sinn meira hjá sér en nú tíðkast,
og það er áreiðanlegt, að þau hafa ekkert minni
þörf fyrir föður en móður.
Enginn skyldi halda, að hér sé eitthvert smámál
á ferðinni. Öll gerð þjóðfélagsins hlýtur að breyt-
ast. Félagsleg aðstoð verður veitt í stórauknum
mæli. Atvinnulífið verður að taka við fleira fólki.
Skólakerfið tekur stakkaskiptum. Engu minni
áherzla verður lögð á að mennta konur og karl-
menn, og engin ástæða verður til að kenna öðru
kyninu meira í grautargerð og ungbarnameðferð
en hinu. Enginn kvennaskóli verður starfræktur.
Konur staðna ekki lengur á vissum áhugasviðum,
eins og nú er algengt. Öll þekkjum við konur, sem
sitja heima í leiðindum allan daginn, gleypa í sig
hundómerkilegt lesefni, svo sem útiendu kvenna-
blöðin, og verða svo andlausar og leiðinlegar.
En mörg Ijón eru á veginum til nýrrar hlutverka-
skipunar kynjanna. í Sovétríkjunum gerir skipu-
lagið ráð fyrir fullkomnu jafnrétti, hvort tveggja
hjónanna hlýtur menntun, og bæði vinna utan heim-
iils. En mér er tjáð, að á heimilinu skjóti karl-
maðurinn sér oft á bak við aldagamla siðvenju,
hefð, og láti konuna einfaldlega bæta heimilisstörf-
unum ofan á aðra vinnu, en sitji sjálfur allt kvöldið
í inniskóm og lesi Prövdu. Þetta sýnir, að flokks-
samþykkt og almenn stefnuskrá leysir ekki allan
vanda á svipstundu — hugarfarsbreytingu þar til.
Og loks eitt dæmi frá eigin reynslu: Ég sagði
vinkonu minni, sem á börn, að ég hefði farið með
nokkurra mánaða gamla dóttur mína í bólusetn-
ingu. ,,Nei, þetta finnst mér nú of langt gengið,"
svaraði hún. Ég spurði af hverju. ,,Svona lagað vil
ég nú gera sjálf“.
Bjarni Ólafsson.
BJARNI ÓLAFSSON lauk stúdentsprófi frá M. R.
1963. Hann leggur stund á íslenzk fræði við Há-
skóla íslands.