Foreldrablaðið - 01.01.1971, Qupperneq 5
BALDUR JÓNSSON
lektor.
Faein orð um lestur
og framburð —
í öllu því lofsverða málverndar- og málræktar-
starfi, sem hér hefir verið unnið á undanförnum
áratugum, hefir einna helzt orðið út undan sá þátt-
ur málvöndunar, sem að framburði lýtur. Þó hef-
ir sitthvað verið um það efni skrifað og skrafað,
og sumir skólar og kennarar hafa haft vakandi
áhuga á þeim málum. Á síðastliðnum vetri birtu
a. m. k. tveir mætir menn í kennarastétt hollar
hugvekjur um lestur og framburð. Helgi Tryggva-
son í Morgunblaðinu (17., 18. og 20. des. 1970
og 16. jan. 1971) og Eiríkur Stefánsson í síðasta
hefti þessa blaðs. Einnig hefir verið að þessu
efni vikið í móðurmálsþáttum útvarpsins.
Ég tel fulla ástæðu til að fylgja þessum um-
ræðum eftir, því að frumburðarlýti eru e. t. v.
versti mállöstur á fslandi nú á dögum, og dag-
lega situr þjóðin öll undir misgóðum lestri útvarps
og sjónvarps.
Ég hefi reynt að gera mér grein fyrir helztu
lestrar- og framburðargöllum, sem ég heyri þannig
daglega hjá fullorðnu fólki. Hér verður aðeins
drepið á örfá veigamikil atriði, og má vonandi
eitthvað af þeim læra og jafnvei álykta um lestrar-
kennsluna. En skylt er að taka það fram, að margt
af því fólki, sem oftast lætur til sín heyra, er les-
arar af betra taginu, og sumt skilar verki sínu
afbragðsvel.
í fyrsta lagi hefir mér fundizt eftirtektarvert,
hvað lestrarhreimurinn er mismunandi og hve al-
gengt er, að hann megi teljast tilgerðarlegur eða
óeðlilegur. Menn vilja gjarnan forðast að lesa í
síbylju ellegar þulbaldalega, þótt hvort tveggja
heyrist, og temja sér þá í staðinn afkáralegt
lestrarlag með annarlegum hreim og röngum tón-
áherzlum. Eitthvað af þessu mun eiga rætur að
rekja til erlendra flugfreyjuskóla. Það er ekki ein-
leikið, að t. d. íslenzkar og finnskar flugfreyjur,
sem eru aldar upp við gerólík og óskyld mál, skuli
bregða út af málhreim þjóðtungu sinnar, þegar
þær flytja tilkynningar til flugfarþega, og söngla
þá nákvæmlega eins á hvaða tungumáli sem er.
Rangar áherzlur af öðru tagi fylgja oft þess-